Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 18

Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 18
18 1. maí 2010 LAUGARDAGUR ALÞINGI „Við teljum að það sé traust- ur lagalegur grundvöllur til að taka á þessu máli,“ segir Árni Páll Árna- son félagsmálaráðherra og vísar til frumvarps til laga um skyldu lánveitenda til þess að færa niður höfuðstól bílalána. Ráðherrann greindi frá því í gær að Alþingi hefði heimilað honum að leggja frumvarpið fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki, spurði Árna Pál hvernig hann ætl- aði að bregðast við kröfuhöfum ef til þess kemur að lög verði sett um niðurfærslu lánanna. „Þetta hvílur mjög þungt á mörgum heimilum,“ sagði Ólöf og spurði um stöðu máls- ins og sagði að ráðherrann hefði talað „ansi fjálglega“ um það. Árni Páll sagðist hafa verið í sambandi við eignaleigufyrirtæk- in „um eðlilega umbreytingu lán- anna“. Fyrirtæki og skuldarar þurfi að skipta með réttlátum hætti milli sín því tjóni sem varð vegna hruns krónunnar. Íslandsbanki hafi tekið vel í hugmyndirnar og Lýsing kanni nú svigrúm sitt til afskrifta hjá Fjármálaeftirliti og Seðlabanka. Ólöf sagði að aðgerðum stjórn- valda fylgdi hætta á gjaldþroti ákveðinna fjármögnunarfyrir- tækja. Best væri að ná samkomu- lagi, lög gætu leitt til hárra skað- bótakrafna á íslenska ríkið. Árni Páll sagði það flækja málið að lánafyrirtækin eru veikburða og standa ekki undir afskriftum nema þeirra kröfuhafar taki tillit til þess og slái af sínum kröfum. Hann tók undir að veruleg hætta væri á skaðabótakröfum yrði ekki rétt gengið frá málinu í upphafi. Lána- fyrirtækin þyrftu þó að sanna tjón og óvíst væri að þeim tækist það ef þau ætli að halda því til streitu að hafa kröfur sínar upp í topp og gangast ekki við eigin áhættu. „Það er auðvitað ekki þannig að við getum byggt endurreisnina á fjármálafyrirtækjum og eigna- leigufyrirtækjum sem eru með svo veikan eiginfjárgrunn að þau eigi ekki val á nokkurri annarri markaðshegðun en að mergsjúga viðskiptavini sína,“ sagði ráðherr- ann. „Þau verða að geta tekið á sig eðlilegan kostnað af umbreytingu skulda.“ Gangi hugmyndir félagsmálaráð- herra eftir gætu bílalán lækkað um allt að þriðjung. peturg@frettabladid.is Traustur lagagrunnur fyrir afskriftum lána Ólöf Nordal telur lög um afskriftir bílalána geta kallað háar skaðabætur yfir ríkið. Byggjum ekki endurreisn á fyrirtækjum sem þurfa að mergsjúga við- skiptavini, segir félagsráðherra og segir traustan lagagrunn fyrir afskriftum. BÍLALÁN Tæplega 50.000 heimili tóku bílalán í erlendri mynt. Lánin gætu lækkað um þriðjung verði hugmyndir félagsmálaráðherra að veruleika.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.