Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 19

Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 19
LAUGARDAGUR 1. maí 2010 19 ALÞINGI „Ég hef ekki skipt um skoð- un en áskil mér rétt til að gera það að framkomnum tillögum stjórn- lagaþings,“ sagði Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, spurði á Alþingi í gær hvort Össur væri sömu skoð- unar og árið 2004 þegar deilt var um fjölmiðlalög. Þá hefði Össur gengið manna lengst í að verja óbreyttan málskotsrétt for- seta Íslands samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar var að Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra hefur lýst þeirri skoðun að afnema eigi málskotsréttinn. Sigurður Kári sagði mikilvægt að ríkisstjórnin leysi þennan ágrein- ing ráðherranna og móti stefnu til framtíðar. „Ég er ekki sammála því,“ sagði Össur. Frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum eigi að koma frá stjórnlagaþingi, sem von- andi taki til starfa á þessu ári. „Ef stjórnlagaþing kemst að nið- urstöðu, skal ég íhuga að breyta minni afstöðu,“ sagði Össur. Hægt sé að skoða aðrar leiðir en mál- skotsrétt forseta til að bera mál undir þjóðina, til dæmis að minni- hluti þingmanna geti skotið málum í þjóðaratkvæði. -pg Össur Skarphéðinsson segist enn andvígur breytingum á málskotsrétti forseta: Bíður eftir tilllögu stjórnlagaþings ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Hann er enn þeirrar skoðunar að málskotsréttur forseta sé nauðsynlegur neyðarhemill til að skjóta málum til þjóðarinnar „þegar ríkisstjórnin keyrir út af“. ALÞINGI Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, hefur beint til viðskiptaráðherra fyrirspurn um hverjir séu 50 stærstu kröfuhaf- ar og þar með 50 stærstu eigend- ur Arion banka og Íslandsbanka. Einar spyr ráðherrann jafn- framt hvort fyrir liggi mat á hæfi þessara hluthafa til þess að fara með ráðandi hlut í bönkunum tveimur. Samkvæmt þingskaparlögum hefur ráðherra tíu virka daga til þess að svara skriflegri fyrir- spurn þingmannsins. -pg Einar K. Guðfinnsson: Spyr um mat á hæfi eigenda FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R GRIKKLAND Danskir hagfræðingar hafa reikn- að út að heildarkostnaður evruríkjanna við að koma evrunni til bjargar gæti farið upp í 600 milljarða evra, ef Grikkland tekur Portúgal, Spán og Írland með sér í fallinu. Frá þessu er meðal annars skýrt í þýska dagblaðinu Die Welt og rætt við Allan von Mehren, sérfræðing hjá Danske bank í Dan- mörku. Talið er að aðstoðin við Grikki eina kosti 120 milljarða evra, eða jafnvel enn meira, og þó er ekki víst að það dugi til að bjarga Grikklandi út úr skuldavandanum. Stutt er talið í að evruríkin komi sér saman um björgunaraðgerðir til handa Grikklandi. Þjóðverjar hafa þar verið einna tregast- ir í taumi, enda óttast þeir áhrifin á eigin efnahag ef aðgerðirnar duga ekki og Grikk- ir reynast ekki borgunarmenn þessara nýju lána. Þýska stjórnin er raunar sökuð um að hafa gert vanda Grikkja enn verri með tregðu sinni til að koma þeim til bjargar. Þar með væru Þjóðverjar jafnframt að grafa undan evrunni. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sextán ætla að hittast í Brussel á morgun, að öllum líkindum til þess að afgreiða málið. Aðstoð- inni fylgja ströng skilyrði um niðurskurð og aðhald í fjármálum. - gb Fjármálaráðherrar evrulandanna sextán hittast í Brussel á morgun: Telja aðstoðina við evruna dýrkeypta EVRUMERKIÐ Í FRANKFURT Ungmenni að leik fyrir utan seðlabanka Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP FERÐAÞJÓNUSTA Icelandair leggur 125 milljónir króna til sérstakr- ar markaðsherferðar einkaaðila og hins opinbera til að verja þá miklu hagsmuni í ferðaþjónustu sem eru í uppnámi vegna áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli. Reykjavíkurborg leggur fram 100 milljónir og er unnið að öflun frekara fjár. Ríkið mun tvöfalda þá fjárhæð sem safn- ast. Unnið er að hugmyndum og útfærslu herferðarinnar sem fram fer beggja vegna Atlants- hafsins. Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra mun gera grein fyrir átakinu á ferðamálaþingi á þriðjudag. - bþs Markaðsátak vegna eldgoss: 125 milljónir frá Icelandair Hafðu samband Talaðu við okkur fyrir 1. júlí. Arion banki vill hvetja viðskiptavini sína til að kynna sér lausnir bankans í lánamálum en þær verða í boði til 1. júlí nk. - Yfir tvö þúsund viðskiptavina okkar hafa nú þegar nýtt sér þetta tækifæri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.