Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 24

Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 24
24 1. maí 2010 LAUGARDAGUR Ég stofnaði Besta flokkinn vegna þess að ég var orðinn leiður á hegðun og framkomu stjórnmálamanna í borginni og langaði að koma með athugasemd sem mark væri tekið á. Mig lang- aði að stríða þessu fólki, með því að draga upp afskræmda spegil- mynd af því sjálfu. Ég var fyrir löngu orðinn þreyttur á að horfa uppá borgina mína drabbast niður. Ég var orðinn þreyttur á innant- ómum orðum, loforðum, valdabar- áttu, yfirborðsmennsku og hroka. Ég fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki og treysti. Viðbrögð kjós- enda hafa svo sýnt okkur að við erum ekki ein á báti. Fólk er bara búið að fá nóg. Sá mikli stuðningur sem framboðið hefur fengið kom mér töluvert á óvart og mér finnst það því skylda mín að útskýra mál betur fyrir fólki. Ef það er vilji kjósenda þá erum við til í að gera okkar besta. Reykjavík er orðin leiðinleg borg Ég hef búið í Reykjavík alla mína ævi og í flestum hverfum. Ég þekki borgina. Hún er hluti af því hver ég er. Mér finnst Reykja- vík orðin leiðinleg borg og mér finnst það vera stjórnmálamönn- um að kenna, viðhorfum þeirra og athöfnum. Mér sýnast þeir líka meira uppteknir af sjálfum sér og hver öðrum en þeim verkefnum sem þeir voru ráðnir til að leysa. Mig langar að búa í skemmti- legri borg sem er gaman að vera í. Ég vil geta sent börnin mín út án þess að vera hræddur um að það verði keyrt á þau. Ég vil að fjöl- skyldur hafi aðgang að skemmti- legum útivistarsvæðum þar sem eitthvert líf er. Hljómskálagarð- urinn og Miklatún bjóða uppá mikla möguleika sem eru van- nýttir. Þessi svæði eru ekki einu sinni girt af þótt í kring séu stór- ar umferðargötur. Afþreying fyrir börn er í skammarlegu lágmarki. Í Hljómskálagarðinum t.d. er einn forljótur og útkrotaður kofi og kassabíll. Þetta minnir á úthverfi í útlöndum en ekki lystigarð í mið- borg. Engin merki um frumkvæði eða sköpun. Getum við virkilega ekki gert betur? Sama má segja um Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn. Hann hefur lítið sem ekkert breyst frá því hann var opnaður. Þar er mikill metn- aður meðal starfsfólks en áhuga- leysi ráðamanna lamar hann. Ég vil endurskipuleggja garðinn og tengja hann betur skólakerfinu. Ég vil fá ísbjörn þangað. Hann hefði mikið aðdráttarafl og mundi jafn- vel vekja heimsathygli. Ég vil koma lagi á samgöngur í borginni og end- urhugsa strætisvagnakerfið. Ég vil skoða möguleika á að rafbílavæða samgöngukerfið. Við eigum raf- orkuframleiðslufyrirtæki og tilval- ið að nota það. Fulltrúi samgöngu- mála fyrir hönd Besta flokksins er rithöfundurinn Sjón. Hann hefur aldrei tekið bílpróf og þekkir þessi mál því mjög vel. Fallegan miðbæ, styttur og fjöl- menningu Miðbærinn er öllum Reykvíking- um kær. Þar slær hjarta borgarinn- ar. Hann líður nú fyrir það stjórn- leysi sem hér hefur ríkt árum saman. Forljótar aspir spretta eins og illgresi um allt. Hús eru endur- byggð en enginn veit hvað á að vera í þeim. Hér mætti tína endalaust til. Hver er t.d. tilgangurinn með hinu risavaxna graskeri á Lækjar- torgi? Ég vil flytja húsin í Árbæj- arsafninu aftur í miðbæinn og fylla þau af lífi. Ég vil gera miðborgina skemmtilega. Ég vil láta gera stytt- ur af kynlegum kvistum sem settu svip sinn á bæinn hér á árum áður. Ég vil styttu af Ástu Sigurðardóttur en líka af Báru sem kennd var við bleikt. Ég vil gera minnismerki til heiðurs nunnunum í Landakoti sem reistu hér fyrsta spítalann, björguðu þúsundum mannslífa en hafa aldrei fengið neina þökk fyrir. Fulltrúi okkar í skipulagsmálum er Páll Hjaltason arkitekt. Reykjavík getur orðið skemmti- legasta borg í heimi. Hugmynda- fræði stjórnmálaflokkanna er stöðn- uð. Hér vantar skapandi hugsun. Hana hafa þeir ekki. Kærleikur er ekki bara orð heldur miklu frekar verk. Það skiptir engu máli hvað þú segir ef þú gerir ekki neitt. Greinin birtist í fullri lengd á heimasíðu okkar bestiflokkurinn.is. Þar er líka hægt að styrkja okkur. Við trúum að það sem við séum að gera sé til góðs. Kær kveðja. Kæri Reykvíkingur Borgarmál Jón Gnarr oddviti Besta flokksins Eitt er víst í lífinu, að tíminn líður og nú er enn einu sinni komið að því, að kjósa til sveitar- stjórnar í landinu. Kosningar nú fara fram í skugga einnar verstu kreppu sem riðið hefur yfir heim- inn, með gríðarlegum áhrifum hér á landi sem annars staðar. Við höfum í raun þurft að end- urmeta alla hluti í okkar efna- hags- og viðskiptalífi. Reykja- víkurborg hefur ekki farið varhluta af þessum breyting- um, enda hafa vaxandi atvinnu- leysi og erfiðleikar í rekstri fyr- irtækja mikil áhrif á tekjur og afkomu borgarinnar. Núver- andi meirihluti hefur gengið til verka af festu og öryggi. Skattar hafa ekki verið hækkaðir í borg- inni, heldur hefur verið farið í að endurmeta þjónustu með það að leiðarljósi, að ná niður kostn- aði, með sem minnstum áhrifum á þjónustu við borgarbúa. Mik- ill árangur hefur náðst í að hag- ræða í rekstri og fjárhagsstaða borgarinnar er sterk, þrátt fyrir lækkandi tekjur. Þetta er nokkuð ólíkt þeim leið- um sem núverandi ríkisstjórn hefur farið, þar sem skatta- hækkanir hafa skollið á okkur sem aldrei fyrr. Það er einfald- lega staðreynd, að það hefur aldrei gengið að snúa kreppu við með skattahækkunum. Það verð- ur að fá hjólin til að snúast aftur og hvetja fólk til dáða. Slíkt næst ekki með skattahækkunum og vaxandi forsjárhyggju hins opin- bera. Við verðum að verjast því að fá vinnubrögð ríkisstjórnar- innar inn í rekstur borgarinnar okkar. Síðasta kjörtímabil var um margt mjög sérstakt í Reykja- vík. Meirihlutaskipti voru tíð í upphafi tímabils, með tilheyr- and óvissu og oft nokkuð sér- stökum uppákomum. Sem betur fer náðist stöðugleiki með mynd- un núverandi meirihluta. Undir stjórn Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjóra, hefur vinnu- brögðum í borginni verið gjör- breytt. Samvinna hefur verið aukin á öllum sviðum, bæði við starfs- menn borgarinnar, sem og full- trúa minnihlutans í borgar- stjórn. Menn hafa náð saman um að vinna að því sem allir geta verið nær sammála um, í stað þess að leggja áherslu á þau mál- efni sem ósamstaða er um. Það er ljóst að þessi samvinna hefur átt mikinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í rekstri borgarinnar. Það er einnig ljóst, að kjósendur kunna að meta þessa staðreynd, eins og fram kemur í niðurstöð- um skoðanakannana um fylgi Hönnu Birnu til áframhaldandi starfa sem borgarstjóri. Margir eru orðnir langþreytt- ir á pólitísku þrasi og það sést greinilega að áhugi á stjórnmál- um og trú á stjórnmálamönnum hefur sjaldan verið minni. Við megum ekki láta atburði síðustu mánaða draga úr okkur mátt. Það erum jú við sem veljum þá full- trúa til forystu, sem fara með mál okkar. Það er gríðarlega mikilvægt að stöðugleiki ríki áfram við stjórn borgarinnar okkar. Það er enn mikilvægara, að við höfum áfram við stjórn aðila sem framkvæma og koma hlutum áfram. Við þurfum ekki stjórnend- ur sem tala mikið en segja lítið. Við verðum að kynna okkur mál- efnin, taka afstöðu og að sjálf- sögðu að mæta síðan á kjörstað og kjósa. Vinnum saman að því að tryggja áfram framfarir í borginni okkar. Ó, borg, mín borg Borgarmál Jón Karl Ólafsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Hörðuvallaskóli – Baugakór 38 Opið hús frá kl. 13.00 til 15.00 þar sem nýr fullbúinn skóli verður til sýnis. Á þessu skólaári bætast við alls tíu almennar kennslustofur, textílmenntastofa, sérkennslustofa, vinnuherbergi kennara og aðstaða fyrir dægradvölina. Kórinn – Vallakór 12 Opið hús frá kl. 13.00 til 16.00 þar sem Kópavogsbúum gefst kostur á að kynna sér hina nýju og glæsilegu íþróttaaðstöðu. Kl. 16.00 hefst svo úrslitaleikur í Kórnum í deildarbikarkeppninni milli Breiðabliks og KR. Þjónustumiðstöð í Boðaþingi – Boðaþingi 9 Opið hús frá kl. 13.00 til 16.00. Í þessari nýju þjónustumiðstöð verður fjölþætt þjónusta og félagsheimili fyrir eldri borgara. Í tilefni dagsins verður boðið upp á kaffi og vöfflur og margvíslegt félagsstarf eldri borgara verður kynnt. Allir velkomnir! Opið hús í Kórnum, Hörðuvallaskóla og í Boðaþingi Opið hús verður í dag, 1. maí, í Kórnum, Hörðuvallaskóla og í Boðaþingi. Kópavogsbúar eru hvattir til að kynna sér ný mannvirki, aðstöðu og þjónustu á þessum stöðum. Va tns end ave gu r Rjúpnavegur Arnarnesvegur 1 1 2 3 2 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.