Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 32

Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 32
32 1. maí 2010 LAUGARDAGUR Það er býsna þung krafa í samfélaginu um að þú segir af þér þingmennsku vegna þess- ara styrkja. Allt sem sagt hefur verið um málið hnígur í þá átt en hvergi finnst nokk- uð sem túlka má sem eindreginn stuðning við að þú sitjir áfram. Hvers vegna ertu enn þingmaður? „Ég hef farið í gegnum það með sjálfri mér hvort ég hafi gert eitthvað rangt siðferðilega. Allir vita að lagalega gerði ég ekkert rangt. Ég skilaði öllu til skattsins og hef, líklega ein frambjóðenda, birt opinberlega öll útgjöld. Síðan hef ég horfst í augu við sjálfa mig og spurt hvort ég geti starfað áfram í stjórnmál- um. Í þeim vangaveltum hef ég farið í gegn- um störf mín í borgarstjórn Reykjavíkur og á Alþingi og velt fyrir mér hvort eitthvað sé hægt að benda á og segja að ég hafi gert í þágu þeirra aðila sem styrktu mig. Ekkert slíkt er að finna. Ef ég teldi samvisku minnar vegna að hægt væri að efast um heilindi mín þá hefði ég sagt af mér.“ Finnst þér þú njóta nægilegs trausts, í for- ystu Samfylkingarinnar, í grasrótinni og úti í samfélaginu til að geta setið áfram á þingi og rækt þar þín störf og skyldur ótrufluð af almenningsálitinu? „Traust er náttúrlega grundvallaratriði í störfum stjórnmálamanns og auðvitað hef ég velt þessu fyrir mér. Ég hef fengið gríð- arlega mikil viðbröð frá kjósendum úti í bæ vegna þessa máls og fólk hvetur mig til að halda áfram þótt ýmsir vilji afsögn. Ég er búin að vera í stjórnmálum í sextán ár og ég hef aldrei fundið fyrir eins miklum stuðningi úr grasrótinni eins og nú. Ég tel mig hafa unnið störf mín á heiðar- legan hátt. Ég er hugsjónamanneskja og kven- frelsisbaráttukona. Ég biðst ekki vægðar en ég bið fólk að dæma mig af verkum mínum. Til dæmis af því að hækka laun lægstlaunuðu kvennastéttanna í borginni og flytja þingsá- lyktunartillögu um að aðdragandinn að þátt- töku Íslands í innrásinni í Írak verði rannsak- aður. Fyrir þetta og ýmislegt fleira stend ég í pólitík.“ Finnst þér þú njóta trausts Jóhönnu Sigurðardóttur? „Jóhanna gjörþekkir leikreglurnar í kring- um prófkjör og fjármál stjórnmálaflokkanna og hefur unnið að því að bæta þær og setja lög til að jafna leikinn. Ég tel að hún skilji aðstæð- ur mínar og annarra sem hafa tekið þátt í prófkjörum, bæði fyrir og eftir hrun. Ég vil líka segja að það er ekki hægt að skoða árin 2004 til 2006 með gleraugum ársins 2010. Á þeim árum réði markaðurinn öllu og stjórn- málaflokkarnir, menningarstofnanirnar, jafn- vel háskólasamfélagið, undirgengust þá hug- myndafræði með einum eða öðrum hætti og leituðu eftir peningum til fyrirtækjanna. Ég tók þátt í þessari meðvirkni. Ég viðurkenni það og horfist nú í augu við sjálfa mig.“ Þú hefur sagt að fjárhæðirnar sem þú þáðir 2006 hafi verið háar og svimandi háar miðað við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu. Hafðir þú engar efasemdir um að rétt væri að óska eftir þessum peningum og þiggja þá á sínum tíma? „Ég hef alla tíð haft efasemdir um opin próf- kjör en það fyrirkomulag kallar eins og allir vita á há fjárútlát. Ég stóð hins vegar frammi fyrir vanda. Fyrra prófkjörið var mjög dýrt, það var leiðtogaprófkjörið í borginni þar sem ég atti kappi við Stefán Jón Hafstein og Dag B. Eggertsson. Það var galopið og allir Reyk- víkingar gátu tekið þátt og einhvern veginn þurfti að ná til fólks. Stuðningsfólk mitt og sérstaklega konur í mínu baklandi sögðu að nú mætti ekki lúffa fyrir strákunum í auglýsingastríðinu. Við veltum þessu fyrir okkur og ákváðum að taka slaginn. Allir auglýstu mjög mikið. Og gleymum ekki að á þessum tíma þótti sjálfsagt að fyrirtæki styrktu stjórnmála- menn og -flokka og það þótti meira að segja svo sjálfsagt að þau fengu skattaafslátt út á þessi fjárframlög. Það var litið svo á að þetta væri þeirra hlutur í að styðja við lýðræðið. Svona var umhverfið.“ Getur þú ímyndað þér hvers vegna Lands- bankinn styrkti þig um 3,5 milljónir og Baugur og FL Group hvort sínar tvær milljónirnar? „Það má ekki gleyma því að ég fór í tvö prófkjör á meðan aðrir fóru í eitt. Þess vegna verða mínar tölur alltaf tvöfaldar ef svo má segja. Þetta eru fyrirtækin sem á þeim tíma áttu fjármuni, að talið var. Og það voru fleiri fyrirtæki en þau sem þú nefnir sem styrktu mig og aðra. Ég fékk til dæmis ekki krónu frá Kaupþingi en aðrir fengu peninga þar.“ Leitaðir þú eftir peningum í Kaupþingi? „Ég sá ekki sjálf um það þannig að ég veit það ekki. Þaðan kom að minnsta kosti ekkert framlag. Það var leitað til þeirra fyrirtækja sem áttu fjármuni. Mínir stuðningsmenn leit- uðu eftir framlögum og markmiðið var að safna þeim fjármunum sem til þurfti, enda ég hvorki efnuð né af efnafólki komin.“ Hvarflaði aldrei að þér þá, eða síðar, að fyrirtækin vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð? „Ég hefi aldrei rekið pólitík sem hugnast þeim aðilum sérstaklega sem styrktu próf- kjör mín. Það ættu menn að geta sannfærst um með því að skoða störf mín í gegnum tíðina. Þegar svona umræða kemur upp fer maður auðvitað í gagnrýna sjálfskoðun. En ég hef komist að þeirri niðurstöðu að mín störf standist skoðun.“ Hvernig meturðu pólitíska stöðu þína í dag? „Ég hef kosið að koma hreint fram og svara fjölmiðlum, ég held reyndar að ég sé að gjalda fyrir það í augnablikinu. Þegar frá líður mun ég meta stöðuna og það er ómögulegt að segja til um hvað verður. Ég hef verið í stjórnmálum í næstum sextán ár og það hefur verið góður tími.“ Er þetta síðasta kjörtímabilið þitt í stjórn- málum? „Ég veit það ekki, í pólitíkinni getur margt gerst á einum degi eins og við vitum. Það verður bara að koma í ljós.“ Fólk hefur mótmælt hér fyrir utan heimili þitt, það hefur margt ljótt verið skrifað um þig. Hvaða áhrif hefur það allt á þig? „Ég biðst ekki vægðar varðandi störf mín sem stjórnmálamaður en vissulega hafa þeir mótmælendur sem safnast hafa saman fyrir framan heimili mitt núna í tvær vikur raskað lífi fjölskyldu minnar. Ég tel að við verðum að geta búið í samfélagi þar sem ákveðin grundvallaratriði eru virt. Ég hef áhyggjur af þessu upplausnarástandi sem ríkir, þessu mikla vantrausti og þessari reiði og því að veiðileyfi séu gefin út á fólk. Allir urðu fyrir skakkaföllum og ég skil reiðina og örvæntinguna. En ég held að við verð- um að takast á við þetta með öðrum hætti en við höfum séð að undanförnu. Við töpuð- um sjálfum okkur á síðustu tíu til fimmtán árum. Ég ólst upp í samfélagi sem ég myndi kalla stéttlaust, allir voru tiltölulega jafnir, en með græðgisvæðingunni og hugmynda- fræði frjálshyggjunnar varð til eitt risastórt kapphlaup þar sem allt snerist um að ná fram úr næsta manni. Ég held að við Íslend- ingar séum ekki svoleiðis manneskjur. Við viljum öðru vísi samfélag og um uppbygg- ingu þess þurfum við að sameinast í stað þess að festa okkur í reiði og dómhörku. Alþingi þarf líka að taka sig í gegn. Það er með ólíkindum tungutakið sem viðgengst þar og skiljanlegt að virðing þess sé lítil.“ Sýnist þér eitthvað benda til þess að þetta lagist á næstunni og menn snúi bökum saman? „Ég held að þetta sé svipað og þegar fólk verður fyrir áföllum, það fer í gegnum nokk- ur stig. Sorg, reiði, vanmáttartilfinningu og uppgjöf. Að þessu öllu loknu verður hægt að horfast í augu við uppbygginguna en ég held að það sé ennþá svolítið í það að við sem þjóð náum að vinna okkur í gegnum þetta.“ Það er ekkert sérstakt í kortunum um að sálarástand þjóðarinnar fari að lagast. „Ég held samt að það gerist. Og þegar það gerist þurfa allir að taka höndum saman um að setja samfélaginu nýjar leikreglur. Við erum á tímamótum og getum, ef við viljum, skrifað nýtt samfélag. Í allsherjarnefnd hef ég verið að vinna að því að koma á laggirnar stjórnlagaþingi sem mikið hefur verið kall- að eftir og er að freista þess að ná samstöðu milli allra flokka um það mál. Ég tel gríð- arlega mikilvægt að þjóðin hafi aðkomu að því að skrifa nýja stjórnarskrá og fjalla um mikilvæg mál í uppbyggingu samfélagsins. Þetta eru lýðræðisumbætur og tækifærið er núna. Ef við náum að koma okkur upp úr þessum hefðbundnu pólitísku skotgröfum þá hef ég fulla trú á að okkur takist í fyllingu tímans að endurreisa samfélagið.“ En sumir eru þeirrar skoðunar að mikil- vægur liður í endurreisninni sé að tilteknir stjórnmálamenn, og þar á meðal þú, hætti. „Jájá, ég átta mig á því að það er krafa um það og það er eitthvað sem hver og einn verður að gera upp við sig. Og eins og ég sagði hef ég gert þau mál upp við mig á grundvelli starfa minna og komist að annarri niðurstöðu.“ Fólk dæmi mig af verkum mínum Steinunn Valdís tók þátt í tveimur prófkjörum Samfylkingarinnar árið 2006. Hið fyrra, vegna borgarstjórnarkosninganna 2006, fór fram í febrúar. Hið síðara, vegna þingkosninganna 2007, var haldið í nóvember. Samtals aflaði hún 12,7 milljóna króna. Framlögin í febrúar: Landsbanki 1.500.000 Baugur 1.000.000 FL Group 1.000.000 Nýsir 1.000.000 Hönnun 500.000 Eykt 650.000 Atlantsolía 500.000 Framlög sjö annarra lögaðila 1.950.000 Samtals 8.100.000 Framlögin í nóvember: Landsbankinn 2.000.000 Baugur 1.000.000 FL Group 1.000.000 Framlög þriggja annarra lögaðila 650.000 Samtals 4.650.000 Auglýsingakostnaður og aðkeypt þjónusta voru kostnaðarsömustu útgjaldaliðirnir og námu samtals rétt tæpum tólf milljónum. Keyptar voru auglýsingar fyrir tæpar 6,3 milljónir, gerð og vinnsla auglýsinga kostaði tæpar 3 milljónir og tæp milljón fór í burðar- gjöld. Ráðgjöf var keypt fyrir tæpar sautján hundruð þúsund og tækjaleiga nam tæpum tvö hundruð þúsund krónum. Steinunn hafnaði í öðru sæti í prófkjörinu vegna borgarstjórnarkosninganna og í átt- unda sæti í þingkosninga-prófkjörinu. Steinunn Valdís sat í borgarstjórn Reykja- víkur 1994-2007 og var borgarstjóri 2004- 2006. Hún var kjörin fyrst á þing 2007 og endurkjörin 2009. Hún er formaður allsherj- arnefndar Alþingis og situr í forsætisnefnd. FÉKK 12,7 MILLJÓNIR VEGNA TVEGGJA PRÓFKJARA Í ANDSTREYMI Steinunn Valdís Óskarsdóttir ætlar að sitja áfram á Alþingi þrátt fyrir háværar kröfur um afsögn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Steinunn Valdís Óskarsdótt- ir, þingmaður Samfylkingar- innar, hefur verið í kastljósinu síðustu vikur vegna styrkja sem hún þáði vegna þátttöku í tveimur prófkjörum flokks- ins árið 2006. Nokkuð er um liðið síðan upplýsingar um styrkina voru opinberaðar en þær komust í hámæli á ný eftir útgáfu skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Þess er krafist að Steinunn afsali sér þingmennsku og hefur hópur fólks safnast saman við heimili hennar að kvöldlagi undanfarnar tvær vikur til að leggja áherslu á þá kröfu. Björn Þór Sigbjörnsson ræddi við Steinunni um stöðuna. Ég biðst ekki vægðar varðandi störf mín sem stjórnmálamaður en vissulega hafa þeir mótmælendur sem safnast hafa saman fyrir framan heimili mitt núna í tvær vikur raskað lífi fjölskyldu minnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.