Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 41
matur
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]
maí 2010
Sushi við
árbakkann
Gunnlaugur Blöndal
gefur uppskrift að
sushi og smjör-
steiktum makríl.
SÍÐA 4
Hreinasta lostæti
Ásgeiri Erlendssyni finnst reyktur lundi tilvalinn
í ferðalagið. SÍÐA 6
Ég fer minnst tvisvar á sumri í lautarferð, annað-hvort í almenningsgarða
borgarinnar eða út fyrir bæinn,
og alltaf með dúkinn minn,
nestistöskuna og gleymi aldrei
íslenska fánanum. Það skortir á
að Íslendingar noti fánann sinn
meira og við megum ekki vera
feimin að flagga honum. Ekki
veitir af að rækta þjóðernis-
kenndina og kynda undir stolti
á uppruna okkar,“ segir Jakob
Jakobsson, smurbrauðs jómfrú
og veitingamaður í Jómfrúnni
við Lækjargötu, en hann bauð
til vorveislu á Austurvelli til
að hleypa vorhug í lesendur
og kveikja í þeim að gera vel
við sig með unaðslegu nesti í
íslenskri náttúru nær og fjær.
Í lautarferðinni með Jakobi var
sonur hans, tengdadóttir og
systurdóttir.
„Sonur minn var að rifja upp
ferðalög um landið í gamla daga
þegar alltaf var keyrt fram hjá
þjóðvegasjoppum, en þess í stað
stoppað til að gæða sér á nesti
á fögrum stað. Þá þótti honum
súrt í broti að fá ekki pulsu og
kók yfir búðarborðið, en kann
nú mun betur að meta lautar-
túrana og heimagerða nestið í
minningunni,“ segir Jakob sem
hvetur landsmenn til að hleypa
hugmyndafluginu lausu í sam-
loku- og smurbrauðsgerð.
„Danir eru þekktir fyrir
huggulegar lautarferðir, þar
sem fólk tekur með sér hefð-
bundið smurbrauð, drykkj-
arföng, borðbúnað, dúka og
fánann sinn í almenningsgarða
borgarinnar, á meðan Hljóm-
skálagarðurinn okkar er tómur.
Ekki gleyma íslenska fánanum!
Fátt er þjóðlegra en íslensk
sumarsveit þar sem sameinast
fuglasöngur, vinafjöld og girnileg
nestiskarfa í indælum lautartúr
undir heiðbláum himni, með sess
í nýsprottnu grasi, blómaskrúð og
ilmandi lyng.
FRAMHALD Á SÍÐU 4