Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 52
1. maí 2010 LAUGARDAGUR4
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
Akvator AS er ráðgjafafyrirtæki með höfuðstöðvar á eyjunni Stord við Vesturströnd Noregs. I dag vinna 16 manns hjá
okkur sem sérhæfa sig meðal annars á sviðum umhverfis og skipulags, orku- og veitusviði og fiskeldisfræðum ásamt
almennri byggingarverkfræði. Þess má einnig geta að hjá fyrirtækingu starfa tveir Íslendingar. Við vinnum að verkefnum
bæði innan einka- og opinberageirans - innanlands sem utan. Ítarlegri uppýsingar um fyrirtækið er hægt að finna á
heimasíðu okkar: www.akvator.no
Við óskum eftir því að styrkja fyrirtækið og leitum eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður:
Verk- og tæknifræðing – Veghönnuður
Verk- og tæknifræðing – Fráveitur og skólp
Fyrir báðar stöðurnar óskum við eftir hæfileikaríku og sjálfstæðu fólki sem hefur áhuga á að starfa
hjá traustu fyrirtæki í lifandi og áhugaverðu umhverfi. Við óskum sérstaklega eftir fólki með
reynslu, en hvetjum einnig nýútskrifað fólk að sækja um. Kunnátta í einhverju af Norðurlanda
tungumálunum er kostur en ekki nauðsyn.
Nánari upplýsingar veitir Kjell Arne Møklebust í síma +47 53 40 41 80 / +47 971 20 738.
Akvator AS leggur ríka áherslu á að hjá fyrirtækinu starfi hæft og áhugasamt starfsfólk með
viðtæka reynslu og þekkingu. Umsóknir sendist á ensku eða norsku/dönsku/sænsku fyrir
14.05.2010 til:
Akvator AS, postboks 743, 5404 Stord Norge, eða til post@akvator.no.
Sundfélag Hafnarfjarðar-
Sumarstarf.
Sundfélag Hafnarfjarðar vill ráða sundkennara
til starfa í 6 vikur í sumar.
Umskóknir á að senda á sh@sh.is
Tónmenntaskóli Reykjavíkur
Tónlistarkennarar
Tónmenntaskóli Reykjavíkur óskar eftir að ráða tón-
menntakennara (tónlistarkennara) frá 1. september
nk. fyrir skólaárið 2010–2011.
Um er að ræða eina hlutastöðu. Kennslusvið nær til
hópkennslu nemenda á aldrinum 8–15 ára, en þar er
um að ræða samþætta kennslu í tónfræði, tónheyrn,
hlustun, sköpun ofl .
Einnig er auglýst eftir 1 fi ðlukennara í hlutastöðu.
Fiðlunemendur eru á aldrinum 6–12 ára.
Tónmenntaskóli Reykjavíkur er einn af elstu tónlistar-
skólum landsins, stofnaður 1952, og er til húsa við Lindar-
götu. Kennsluaðstaða er góð og tækjakostur mjög góður.
Þeir sem hafa áhuga á þessu starfi sendi umsókn, þar
sem fram koma persónulegar upplýsingar um menntun
og kennsluferil. Meðmæli óskast.
Umsóknir sendist á box@frett.is fyrir 10 maí merktar:
„Tónlistarkennsla-22310“