Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 82
 1. maí 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU (1885-1968) VAR FÆDDUR ÞENN- AN DAG. „Sönn menning er hrífandi og björt yfirlitum.“ Jónas frá Hriflu var formað- ur Framsóknarflokksins og þingmaður. Var dómsmála- ráðherra á tímabili en var umdeildur stjórnmálamað- ur. Hann var skólastjóri Sam- vinnuskólans í níu ár. Eftir hann liggja bækur, rit og greinar um þjóðfélagsmál. Manneskja, ekki markaðsvara, stóð á stórri gifsstyttu sem konur í rauðum sokkum báru í 1. maí göngunni árið 1970. Þetta var upphafið að Rauðsokkahreyfingunni sem róttækar kvenréttindakonur stofnuðu. Síðan eru liðin fjörutíu ár. Rauðsokkahreyfingin var grasrót- arhreyfing sem barðist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum kvenna. Það gerði hún með því að þrýsta á Alþingi og aðrar stofn- anir í þeim málum sem voru konum mikilvæg. Eitt af baráttumál- um hennar var að fóstureyðingar yrðu gerðar frjálsar. Rauðsokkurnar gengu út frá þeirri hugmynd að karlar og konur væru í grundvallaratriðum eins, fyrir utan hinn augljósa, líffræðilega mun. Því ættu kynin að vera jafnt metin að verðleikum og njóta sömu virðingar. ÞETTA GERÐIST: 1. MAÍ 1970 Rauðsokkahreyfingin RAUÐSOKKUR AÐ ÞRAMMA Á 1. MAÍ 1970 MEÐ STYTTU Á MILLI SÍN. Dagarnir eru þéttskipulagðir hjá Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni Banda- lags ríkis og bæja, en á milli funda sinnir hún beiðni blaðamanns um smá- viðtal. Tilefnið er að hún heldur sitt fyrsta ávarp í dag á Austurvelli sem formaður BSRB. Hún tók við embætt- inu síðastliðið haust, og er fyrst allra kvenna og jafnframt fyrsti bæjar- starfsmaðurinn sem gegnir því. Fram að því höfðu formennirnir komið úr ríkisgeiranum. Að sjálfsögðu liggur verkalýðsfor- ingja mikið á hjarta á þessum tímum enda kveðst Elín Björg glöð yfir því að vera ein þeirra sem fá að taka til máls á útifundinum í dag. „Inntak ræð- unnar í dag verður um þá forgangsröð- un sem við þurfum að viðhafa í þessu þjóðfélagi því við verðum að vernda það sem skiptir mestu máli, fjölskyld- una, heimilin og velferðarkerfið. Ef við varðveitum ekki almannaþjónustuna á svona tímum þá eru miklar líkur á að verr fari en nauðsynlegt er,“ segir hún ákveðin. „Fólkið innan BSRB tilheyrir mik- ilvægum stéttum í okkar þjóðfélagi,“ bendir Elín Björg á. Konur eru 70 pró- sent félagsmanna, flestar í láglauna- störfum við umönnun og aðra þjón- ustu. Einnig eru þar stórir hópar karla sem sinna löggæslu, slökkvistörfum, sjúkraflutningum og öryggisgæslu. „Við getum ekki haldið hér uppi sam- félagi eins og við viljum hafa það nema þessi þjónusta sé til staðar,“ segir hún, greinilega í fúlustu alvöru. „Allir félagsmenn í BSRB vinna störf sem enginn má án vera.“ Elín Björg hefur búið í Þorlákshöfn í þrjátíu ár og ekur daglega á milli hennar og höfuðborgarinnar. Hún hefur lengi staðið í stéttabaráttu því hún var formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi í hátt í tut- tugu ár og tók einnig þátt í samningum við ríki og sveitarfélög fyrir hönd allra bæjarfélaga á landinu. Þá var hún rit- ari BSRB um árabil og varaformaður um tíma. Það var því ekki margt sem kom á óvart í nýja starfinu, að hennar sögn. „Ég þekki vinnubrögðin talsvert vel en ábyrgðin hefur aukist,“ segir hún. Þótt engir tveir dagar séu eins í vinnunni kveðst hún yfirleitt vita að morgni hvaða verkefni sé búið að bóka þann daginn. „En svo fær maður alls konar mál í fangið sem þarf að bregð- ast við og reynt er að leysa eftir bestu getu,“ segir hún. Starfið felst meðal annars í sam- skiptum við viðsemjendur BSRB, rík- isstjórn og sveitarfélög og Elín Björg viðurkennir að samningar séu snúnir á svona peningaleysistímum. „Auðvitað reynum við öll að leggja okkar af mörk- um við að lágmarka þann skaða sem orðinn er í þjóðfélaginu og er fyrirsjá- anlegur en almannaþjónustan er mikil- vægari nú en nokkru sinni áður.“ gun@frettabladid.is ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR: FLYTUR SITT FYRSTA ÁVARP Í DAG SEM FORMAÐUR Allir félagsmenn í BSRB vinna störf sem enginn má án vera FORINGINN „Almannaþjónustan er mikilvægari nú en nokkru sinni áður,“ segir Elín Björg Jónsdóttir. MYND/EGGERT JÓHANNESSON Knútur Björnsson læknir er 80 ára í dag 1. maí. Hann er fyrsti sérfræðingurinn í lýtalækningum á Íslandi. Hans starfs- vettvangur var á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi, sem lýtalæknir og almennur skurðlæknir. Ásamt aðalstarfi var Knútur ætíð með sjálfstæða starfsemi í lýtalækningum í Domus Medica. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 80 ára afmæli Í dag 1. maí er 80 ára Heimir Brynjúlfur Jóhannsson, prentsmiðjustjóri og útgefandi, Gullsmára 11, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum í Félagsheimilinu Gullsmára 13, Kópavogi, kl. 15-18 á afmælisdaginn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Marheiður Viggósdóttir frá Siglufirði, Hverfisgötu 47, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði, sunnudaginn 25. apríl. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu, þriðjudaginn 4. maí kl. 15.00. Ásdís Guðmundsdóttir Birgir Sigmundsson Bjarney Guðmundsdóttir Bjarni Guðjónsson Guðlaug Guðmundsdóttir Jón Alfreðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar Jón Árnason Sléttuvegi 13 sem lést laugardaginn 17. apríl, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 3. maí kl. 13. Margrét Arndís Jónsdóttir Fanný Erla Jónsdóttir Trausti Már Kristjánsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásdís Andrésdóttir Arnalds, Kleppsvegi 4, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 25. apríl. Útför hennar verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 3. maí kl. 15.00. Sigurður St. Arnalds Sigríður María Sigurðardóttir Andrés Arnalds Guðrún Pálmadóttir Sigrún Jóhannsdóttir Ólafur Arnalds Ása Lovísa Aradóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sólveigar Bjarnadóttur frá Flateyri, Sendum starfsfólki H-1 Hrafnistu Reykjavík sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju. Sigurður Ásgeirsson Hjördís Björnsdóttir Dagur Ásgeirsson Sunneva Traustadóttir Bergþóra Ásgeirsdóttir Guðmundur Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Einarsson, Grenigrund 18, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 23. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 3. maí kl. 14. Ásta Kristjánsdóttir Ragnar Bergþór Sigurðsson Guðný Sjöfn Sigurðardóttir Ingólfur Valdimarsson Einar Bragi Sigurðsson og afabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.