Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 87

Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 87
LAUGARDAGUR 1. maí 2010 55 Á miðvikudagskvöld verða stórtónleikar í vegum tónlistarhópsins Caput í Listasafni Íslands við Frí- kirkjuveg þar sem frum- flutt verða þrjú ný íslensk verk, þeirra á meðal tveir nýir einleikskonsertar, annar saminn fyrir bassa en hinn fyrir píanó. Einleikarar eru Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik- ari og Hávarður Tryggva- son kontrabassaleikari. Verkin eru píanókonsert- inn „Allt hefur breyst. Ekkert hefur breyst“ eftir Hauk Tómasson, Konsert fyrir kontrabassa og kammersveit eftir Snorra Sigfús Birgisson. Þá verð- ur frumflutt verkið Hrím eftir eitt af okkar helstu tónskáldum af yngri kyn- slóðinni, Önnu Þorvalds- dóttur. Stjórnandi á tón- leikunum er Snorri Sigfús Birgisson. Haukur Tómasson er eitt af okkar virtustu tónskáld- um. Hann hlaut Tónlistar- verðlaun Norðurlandaráðs árið 2004. Hann samdi verkið að beiðni Víkings Heiðars og er það tileink- að honum. Það varð til á árunum 2007 til 2009 og vísar tit- illinn til óvissu þess tíma, segir Haukur. Það er þó ekki fyrsta tón- verkið sem beinlínis tekst á við þá hræringarmiklu tíma í lífi þjóð- arinnar því Hafdís Bjarnadóttir samdi verk eftir hrun sem kallað- ist Krónan þar sem sveiflur henn- ar og fall voru sett í tónmál. En spennandi verður að heyra kennd- irnar „Allt hefur breyst. Ekkert hefur breyst“ færða í tónmál í túlkun hins snjalla píanóleikara. Þungir tónar munu heyrast í öðrum frumflutningi tónleikanna en bassakonsert sinn samdi Snorri Sigfús Birgisson fyrir Hávarð Tryggvason kontrabassaleikara og Caput-hópinn. Verkið tileinkar Snorri Hávarði en hann er fyrsti bassaleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur leikið með Caput- hópnum frá upphafi. Konsertinn er í 12 köflum. Fyrstu kaflarnir standa einir og sér en þegar líður á verkið dregur úr sjálf- stæðinu og seinni hluti verksins er leikinn án hlés. Þriðji frumflutning- ur tónleikanna er verk- ið Hrím eftir Önnu Þor- valdsdóttur sem er ein af okkar fáu konum í tón- skáldastétt þótt þeim fari æ fjölgandi. Anna segir um verkið: „Hrím var skrifað í lok árs 2009 og byrjun árs 2010 sem pöntun fyrir UCSD New Music Ensemble sem áður var þekkt sem Sonor Ensemble.“ Það átti að vera hliðarverk við flutning á Kammerkonsert Ligetis í flutningi og dró dám af hljóðfæraskipan hans. „Verkið byggir á tvístr- un og endurómun,“ segir Anna, „þar sem atriði í tónlistinni eru leyst upp í öreindir sínar og látin blómstra í gegnum grunn- þætti sína innan sam- spilsins. Verkið er í einum stuttum þætti þar sem heildarferli þess þjónar frá byrjun til enda hug- myndinni um tvístrun og enduróm.“ Anna naut styrks úr Tón- skáldasjóði Ríkisútvarpsins við samningu verksins. Þess má geta að Hrím verður flutt aftur í San Diego aðeins á föstudag, tveimur dögum eftir frumflutninginn hér á Íslandi. Tónleikarnir verða hljóðritaðir á vegum Ríkisútvarpsins til síðari flutnings á ljósvakanum. Miðasala á tónleikana á miðvikudagskvöld er á midi.is en þeir hefjast kl. 20. pbb@frettabladid.is Þrjú ný tónverk frumflutt Menningar- og ferðamála- ráð Reykjavíkur velur ár hvert borgarlistamann og er tilkynnt um hver verður fyrir valinu á þjóðhátíðar- daginn 17. júní. Nú hefur menningar- og ferðamála- ráð brugðið á það ráð að óska eftir tillögum borgar- búa í fyrsta sinn hver eigi að fá þessa viðurkenningu, en í fyrra var það Steinunn Sigurðardóttir hönnuður, þar á undan þau Ragnar Bjarnason, Þórarinn Eldjárn og Edda Heiðrún Backman. Viðurkenningin Borgarlistamað- ur Reykjavíkur er til handa reyk- vískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og mark- að sérstök spor í íslensku listalífi. Þeir einir lista- menn koma til greina við útnefningu borgarlista- manns sem búsettir eru í Reykjavík. Ábendingarnar verða hafðar til hliðsjónar við val ráðsins en verða ekki gerðar opinberar. Hægt verður að senda inn ábendingarnar á sérstöku eyðublaði á vef Reykja- víkurborgar www.reykjavik.is fram til kl. 12 á hádegi föstudaginn 7. maí og skal rökstuðningur fylgja. - pbb Lýst eftir tillögu MENNING Borgarlista- maður síðasta árs var Steinunn Sigurðar- dóttir hönnuður. TÓNLIST Anna Þorvaldsdóttir á verkið Hrím á konsertskrá Caput á miðvikudag en tveimur dögum síðar verður það flutt öðru sinni vestur í Bandaríkjunum. Það er 0 kr. mínútan úr heimasíma í heimasíma* Nú geturðu blaðrað eins og þú vilt. Hringdu í 800 7000 til að panta heimasíma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.