Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 87
LAUGARDAGUR 1. maí 2010 55
Á miðvikudagskvöld verða
stórtónleikar í vegum
tónlistarhópsins Caput í
Listasafni Íslands við Frí-
kirkjuveg þar sem frum-
flutt verða þrjú ný íslensk
verk, þeirra á meðal tveir
nýir einleikskonsertar,
annar saminn fyrir bassa
en hinn fyrir píanó.
Einleikarar eru Víkingur
Heiðar Ólafsson píanóleik-
ari og Hávarður Tryggva-
son kontrabassaleikari.
Verkin eru píanókonsert-
inn „Allt hefur breyst.
Ekkert hefur breyst“ eftir
Hauk Tómasson, Konsert
fyrir kontrabassa og
kammersveit eftir Snorra
Sigfús Birgisson. Þá verð-
ur frumflutt verkið Hrím
eftir eitt af okkar helstu
tónskáldum af yngri kyn-
slóðinni, Önnu Þorvalds-
dóttur. Stjórnandi á tón-
leikunum er Snorri Sigfús
Birgisson.
Haukur Tómasson er eitt
af okkar virtustu tónskáld-
um. Hann hlaut Tónlistar-
verðlaun Norðurlandaráðs
árið 2004. Hann samdi
verkið að beiðni Víkings
Heiðars og er það tileink-
að honum. Það varð til á
árunum 2007 til 2009 og vísar tit-
illinn til óvissu þess tíma, segir
Haukur. Það er þó ekki fyrsta tón-
verkið sem beinlínis tekst á við þá
hræringarmiklu tíma í lífi þjóð-
arinnar því Hafdís Bjarnadóttir
samdi verk eftir hrun sem kallað-
ist Krónan þar sem sveiflur henn-
ar og fall voru sett í tónmál. En
spennandi verður að heyra kennd-
irnar „Allt hefur breyst. Ekkert
hefur breyst“ færða í tónmál í
túlkun hins snjalla píanóleikara.
Þungir tónar munu heyrast í
öðrum frumflutningi tónleikanna
en bassakonsert sinn samdi Snorri
Sigfús Birgisson fyrir Hávarð
Tryggvason kontrabassaleikara
og Caput-hópinn. Verkið tileinkar
Snorri Hávarði en hann er fyrsti
bassaleikari Sinfóníuhljómsveitar
Íslands og hefur leikið með Caput-
hópnum frá upphafi. Konsertinn
er í 12 köflum. Fyrstu kaflarnir
standa einir og sér en þegar líður
á verkið dregur úr sjálf-
stæðinu og seinni hluti
verksins er leikinn án
hlés.
Þriðji frumflutning-
ur tónleikanna er verk-
ið Hrím eftir Önnu Þor-
valdsdóttur sem er ein af
okkar fáu konum í tón-
skáldastétt þótt þeim fari
æ fjölgandi.
Anna segir um verkið:
„Hrím var skrifað í lok árs
2009 og byrjun árs 2010
sem pöntun fyrir UCSD
New Music Ensemble sem
áður var þekkt sem Sonor
Ensemble.“ Það átti að vera
hliðarverk við flutning á
Kammerkonsert Ligetis
í flutningi og dró dám af
hljóðfæraskipan hans.
„Verkið byggir á tvístr-
un og endurómun,“ segir
Anna, „þar sem atriði í
tónlistinni eru leyst upp
í öreindir sínar og látin
blómstra í gegnum grunn-
þætti sína innan sam-
spilsins. Verkið er í einum
stuttum þætti þar sem
heildarferli þess þjónar
frá byrjun til enda hug-
myndinni um tvístrun og
enduróm.“
Anna naut styrks úr Tón-
skáldasjóði Ríkisútvarpsins við
samningu verksins. Þess má geta
að Hrím verður flutt aftur í San
Diego aðeins á föstudag, tveimur
dögum eftir frumflutninginn hér
á Íslandi.
Tónleikarnir verða hljóðritaðir
á vegum Ríkisútvarpsins til síðari
flutnings á ljósvakanum. Miðasala
á tónleikana á miðvikudagskvöld
er á midi.is en þeir hefjast kl. 20.
pbb@frettabladid.is
Þrjú ný tónverk frumflutt
Menningar- og ferðamála-
ráð Reykjavíkur velur ár
hvert borgarlistamann og
er tilkynnt um hver verður
fyrir valinu á þjóðhátíðar-
daginn 17. júní. Nú hefur
menningar- og ferðamála-
ráð brugðið á það ráð að
óska eftir tillögum borgar-
búa í fyrsta sinn hver eigi
að fá þessa viðurkenningu,
en í fyrra var það Steinunn
Sigurðardóttir hönnuður,
þar á undan þau Ragnar Bjarnason,
Þórarinn Eldjárn og Edda Heiðrún
Backman.
Viðurkenningin Borgarlistamað-
ur Reykjavíkur er til handa reyk-
vískum listamanni sem
með listsköpun sinni hefur
skarað fram úr og mark-
að sérstök spor í íslensku
listalífi. Þeir einir lista-
menn koma til greina við
útnefningu borgarlista-
manns sem búsettir eru í
Reykjavík.
Ábendingarnar verða
hafðar til hliðsjónar við
val ráðsins en verða ekki
gerðar opinberar. Hægt
verður að senda inn ábendingarnar
á sérstöku eyðublaði á vef Reykja-
víkurborgar www.reykjavik.is fram
til kl. 12 á hádegi föstudaginn 7. maí
og skal rökstuðningur fylgja. - pbb
Lýst eftir tillögu
MENNING Borgarlista-
maður síðasta árs var
Steinunn Sigurðar-
dóttir hönnuður.
TÓNLIST Anna Þorvaldsdóttir á verkið Hrím á konsertskrá
Caput á miðvikudag en tveimur dögum síðar verður það flutt
öðru sinni vestur í Bandaríkjunum.
Það er
0 kr. mínútan úr
heimasíma í heimasíma*
Nú geturðu blaðrað eins og þú vilt.
Hringdu í
800 7000
til að panta
heimasíma