Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 90

Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 90
58 1. maí 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Þessi háhæluðu stígvél frá Mart- in Margiela eru hreint listaverk auk þess að vera stórkostlega sumarleg. Skærbleikur kinnalitur er nýjasta nýtt hjá Mac og gefur litlausum vetrarandlitum fallegan bjarma. Nýjasta línan frá l‘Occitane er búin til úr möndlumjólk sem nærir og róar húðina. Vörurn- ar ilma auk þess alveg dásamlega. OKKUR LANGAR Í … Það lítur út fyrir að verða blómstrandi tíð í vor og sumar en litríkar flíkur alsettar rósum og blómknúppum voru áberandi hjá mörgum stór- um hönnuðum. Stuttir blómakjólar verða sér- staklega mikið í sviðsljósinu en það voru ynd- islega fagrar útgáfur af þeim hjá MiuMiu og Luellu Bartley. Það sem vert er að hafa í huga varðandi blómamynstur er að passa sig að verða ekki of væminn. Eins og sést hér á myndunum eru fyrirsætur ekki með vott af bleikum lit á vörum og einfaldleikinn í fyrirrúmi hvað varð- ar förðun og hárgreiðslu. Það er flott að rokka upp blómaflíkur með svörtum stígvélum og miklum svörtum eyeliner til að tóna niður alla rómantíkina. - amb BLÓMLEGT SUMAR Í VÆNDUM: RÓSIR OG LITRÍK MYNSTUR FUGLAR Falleg- ur skyrtukjóll frá Erdem í bláum og appelsínu- gulum tónum. HVÍTT Fuglar voru einnig áberandi hjá MiuMiu eins og sést á þessum stelpulega kjól. > ÚTSALA HJÁ MUNDA Heitasti tískuhönnuður landsins verður með rýmingarsölu í dag sem hefst klukkan tólf í verslun Munda sem er staðsett fyrir ofan Kaffi- barinn. Um er að ræða línur frá vetrinum 2007 til sumarsins 2009 á frábæru verði en einnig verða prufueintök á útsöluverði. Búðinni verður lokað í sumar um stundarsakir en þess í stað verða flíkur Munda fáanlegar í versluninni GK Reykjavík frá og með 12. maí. Þess má geta að auk útsölunnar verður húllumhæ um kvöldið í versluninni þar sem boðið verður upp á veiting- ar og skemmtilega tónlist. RÓSIR Sumarlegur stuttur kjóll með blómamynstri frá Luellu Bartley. TÖFFARALEGT Kynþokkafullur, stuttur kjóll með appelsínugulu mynstri frá Man- ish Arora. Við konur erum eins misjafnar og við erum margar og á meðan að ein- hverjar af mínum bestu vinkonum kunna varla að halda á maskara- bursta eru aðrar sem eru gífurlegar pjattrófur og eiga tonn af förðun- arvörum í baðherbergisskápnum. Sjálf er ég frekar íhaldssöm hvað varðar förðun en dáist að stúlkum sem nota andlitið eins og striga og eru óhræddar við að prófa nýja og skemmtilega hluti. Svo er nú líka alltaf spurning um hvað er of mikið og hvað er það ekki. Ég hugsa að trúðamálning á svalri píu sé milljón sinnum flottari en þykkt lag af appels- ínugulu meiki og sólarpúðri á ljósa- brúnni húð en auðvitað er þetta allt saman smekksatriði. Þar sem ég er per- sónulega mjög svag fyrir „sixtís“ máln- ingu og þeim skemmtilega kynþokka sem felst í blautum eyeliner þá fannst mér gleðilegt að sjá hversu margir tísku- hönnuðir féllu fyrir þessu útliti fyrir vor og sumar. Hér var ekki á ferðinni þessi týpíska förðun sem mér finnst ég sjá á hverju vori. Ekki glansandi ljósbrún húð og glimmer á kinnum við brúnleita augn- skugga og varir. Nei – hér höfum við matta og ljósa húð í anda Marilyn Mon- roe með fallega bogadregnum augabrúnum, ljósum augnskugga, mikl- um blautum eyeliner og ljósum varalit. Við mikið túberað hár er þetta gífurlega töff og kynþokkafullt og verður skemmtileg tilbreyting líka fyrir stúlkur sem eru orðnar háðar rauðum varalit eða miklum augn- skugga þegar þær bregða sér út á lífið. Nú verður líka að hafa í huga að þetta Marilyn-útlit verður að vera pínulítið rokkað og yrði gífurlega væmið á stúlkum með ofurlitað hár og mikla sólbrúnku. Það er snjall- ráð að leigja sér einhverjar gífurlega svalar gamlar myndir, allt frá klassískum Marilyn-myndum upp í til dæmis Girl with a Motorcycle með Marianne Faithful eða Le Mépris með Bardot til að ná fílingnum. Kynþokkafull kisuförðun Töffaraleg stór og svört sólgleraugu frá Dior. Fást í Gleraugnasmiðj- unni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.