Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 92
60 1. maí 2010 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Sjónvarpsmaðurinn Auðunn
Blöndal hitti einn af eftir-
lætis knattspyrnumönnum
sínum á pókermóti í
Mónakó á dögunum.
„Teddy var hrikalega ferskur,“
segir sjónvarpsmaðurinn og póker-
spilarinn Auðunn Blöndal.
Auðunn tók þátt í lokamóti Evr-
ópumótaraðarinnar í póker á dög-
unum í Mónakó ásamt Agli Ein-
arssyni. Þeir félagar eru harðir
stuðningsmenn Manchester Unit-
ed og héldu því vart vatni þegar
þeir sáu að Teddy Sheringham,
fyrrverandi leikmaður rauðu djöfl-
anna, var á meðal þátttakenda á
mótinu.
„Ég sagði við Teddy Shering-
ham þegar ég hitti hann að ef ég
hefði lent með honum á borði hefði
ég aldrei „reisað hann og foldað“
bestu höndunum á móti honum
fyrir markið hans ´99 á móti Bay-
ern München,“ segir Auddi á
pókermáli og vísar í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar árið 1999
þegar Teddy Sheringham skor-
aði jöfnunarmarkið áður en Ole
Gunnar Solskjær tryggði liðinu
sigur á ögurstundu. „Það var fínt
að ég lenti ekki með honum á borði
því ég hefði aldrei viljað vinna
Teddy.“
Auddi og Egill spiluðu svipað
lengi í mótinu, þó að sá síðarnefni
hafi komist ögn lengra. Auddi datt
út þegar 40 mínútur voru eftir af
fyrsta degi, en Egill 40 mínútum
eftir að annar dagur hófst. Teddy
gekk hins vegar allt í haginn
framan af og hafnaði að lokum
í 103. sæti. Fyrir það fékk hann
20.000 evrur, eða um 3,4 milljónir
króna. „Hann kann alveg að spila
karlinn,“ segir Auddi.
atlifannar@frettabladid.is
> VILL VINNA MEÐ DEPP
Leik- og söngkonan Jennifer Lopez
hefur mikinn áhuga á að leika á
móti hjartaknúsaranum Johnny
Depp. „Ég hef unnið með mörg-
um kynþokkafullum aðalleikurum
en mig langar rosalega til að leika á
móti Johnny. Að vinna með honum
væri frábært,“ sagði Lopez, sem
lék síðast í myndinni The Back
Up Plan.
Christina Aguilera sendi
nýlega frá sér myndband
við lagið Not Myself
Tonight. Lagið markar
endurkomu Aguilera og
í myndbandinu virðist hún
feta í fótspor popppriness-
unnar Lady Gaga.
Christina Aguilera
klæðis ögrandi fatn-
aði, kyssir konu og
vísar í alls kyns kyn-
lífsathafnir með dansi
sínum. Fjölmiðlar
hafa bent á að allt
sem hún gerir virð-
ist Lady Gaga hafa verið að
gera undanfarin misseri.
Aguilera er þó vön að
koma fram á ögrandi hátt
þar sem ímynd hennar fyrir
nokkrum árum, þegar plat-
an Stripped kom út, var
afar ögrandi, einkum
myndbandið við lagið
Dirrty.
Christina fer yfir
strikið í myndbandi
ÖGRAR Christina kyssir
stelpu í nýjasta mynd-
bandinu sínu.
Þrátt fyrir eldri yfirlýsingar
sínar hefur Brandon Flowers,
söngvari The Killers, tilkynnt að
hann ætli að gefa út sína fyrstu
sólóplötu. Hún nefnist Flamingo
og er væntanleg í búðir bráðum.
Trommarinn Ronnie Vanucci er
eini liðsmaður The Killers sem
hefur prófað sig áfram utan sveit-
arinnar því hann er meðlimur
ofurgrúppunnar Mt. Desolation
ásamt liðsmönnum Keane, Mum-
ford & Sons og The Long Winters.
The Killers er í pásu um þessar
mundir og ætti Flowers því að fá
nægt svigrúm til að kynna nýju
plötuna.
Flowers með sólóplötu
BRANDON FLOWERS Söngvari The Killers
ætlar að gefa út sólóplötuna Flamingo
á næstunni.
Söngkonan Lady Gaga og grínistinn Ricky
Gervais eru á lista tímaritsins Time yfir
25 áhrifamestu stjörnur verald-
ar.
Hin sérstæða Gaga er sögð
veita öðrum listamönnum mik-
inn innblástur með framkomu
sinni og tónlist. „Ég heyrði fyrst
nafnið Lady
Gaga í gegnum
sameiginleg-
an vin okkar.
Hann gat ekki hætt að tala um hana. Síðan
heyrði ég tónlistina hennar og hugsaði
með mér: Vá, hún er ótrúlega góð,“ sagði
söngkonan Cindy Lauper.
Gervais komst á listann eftir að hafa
kynnt Golden Globe-hátíðina og fyrir
velgengni teiknaðra grínþátta sinna í
bandarísku sjónvarpi. Hann
mun endurtaka kynni sín af
Golden Globe á næsta ári.
Á meðal annarra
stjarna á listan-
um eru leikkon-
an Sandra Bull-
ock, Idol-dómarinn
Simon Cowell, leik-
stjórinn Katryn Bigel-
ow, leikarinn Robert Pattinson úr Twi-
light-myndunum og tónlistarmennirnir
Prince og Elton John.
Hin tvítuga söngkona Tayl-
or Swift er einn yngsti lista-
maðurinn á listanum. „Þessi
stelpa semur lög sem allur
heimurinn getur sungið.
Konur eins og hún eiga eftir
að bjarga tónlistarbrans-
anum,“ sagði Stevie
Nicks úr hljómsveitinni
Fleetwood Mac.
Lady Gaga og Gervais áhrifamest
RICKY GERVAIS
Breski grínistinn
nýtur mikillar
velgengni.
RAUÐIR DJÖFLAR Teddy Sheringham og Auðunn Blöndal, hressir í Mónakó á dögun-
um. MYND/EGILL EINARSSON
Hefði aldrei spilað gegn
Teddy við pókerborðið
LADY GAGA Lady Gaga er á
lista Time yfir 25 áhrifamestu
stjörnur veraldar.
„ÁHRIFAMIKIÐ
STÖFF“
Batuk er indversk stúlka sem ætti að
vera að leika sér, læra og feta fyrstu
skrefin út í lífið. Bláa minnisbókin er
áhrifamikil saga götubarna sem neydd
eru í vændi, saga sem nístir hjartað en
vegsamar jafnframt vonina og máttinn
sem býr í orðunum.
„Glæsilega skrifuð saga …
Mikilvæg bók
sem ekki gleymist.“
N E W BO OK S M AG A Z I N E
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
K IL JA N
FRUMÚTGÁ
FA
Í KILJU
Dagskrá fundarins er
1. Sk‡rsla stjórnar
2. Ger› grein fyrir ársreikningi
3. Tryggingafræ›ileg úttekt
4. Nýjar reiknitöflur
5. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt
6. Önnur mál
Ársfundur 2010
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda
Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur
haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›,
fimmtudaginn 20. maí 2010 og hefst kl. 16.30.
Reykjavík 19. 04. 2010