Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 94
62 1. maí 2010 LAUGARDAGUR Baywatch-stjarnan fyrrverandi, Pamela Anderson, segir að Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti sé ótrúlega kynæsandi. Hin 42 ára Pamela tekur þessa dagana þátt í raunveruleikaþættinum Dancing With The Stars. Hún segir Obama kjörinn dansfé- laga fyrir sig. „Ég hrein- lega elska hann. Hann er ótrúlega kynæsandi. Allt sem hann gerir er tær snilld,“ sagði Pamela. „Hann er uppáhalds- stjórnmálamaðurinn minn. Það gengur mikið á í heiminum og mér finnst hann halda mjög vel á spöðunum.“ Obama er kynæsandi Læknastarfið er sveipað virðuleika og löngu námi en þó hafa ekki allir lækn- ar legið yfir námsbókum alla sína hunds- og kattartíð því þeir eru þónokkrir sem hafa getið sér gott orð á tón- listarsviðinu. Haukur Heiðar Hauksson, söngv- ari einnar vinsælustu hljómsveit- ar Íslands um þessar mundir, Diktu, er læknir og útskrifað- ist sem slíkur 2008. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lækn- ingum og tónlist því faðir hans, Haukur Heiðar Ingólfsson, er líka læknir og tónlistarmaður, spilaði mikið með Ómari Ragnarssyni á árum áður og inn á fjölda hljóm- platna. „Það hefur gerst að ég hafi hitt sjúkling sem kvöldið áður var að horfa á mig á tónleikum. Það er kannski svolítið skrýtið,“ sagði Haukur í viðtali við Læknablaðið fyrir skemmstu. En þeir feðgar eru ekki einu læknarnir sem hafa lagt stund á tónlistina. Heimir Sindrason hefur samið ófá lög í Eurovision- keppnir, gefið út plötur og var meðal annars liðsmaður dúetts- ins Heimir og Jónas. Hans þekkt- asta lag er sennilega hinn sígildi slagari Hótel Jörð sem Heimir samdi við samnefnt ljóð Tómas- ar Gðmundssonar. Ragnar Dani- elsen, einn fremsti hjartalæknir þjóðarinnar, var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Ragnar er enn mikill áhugamaður um tónlist og hefur að sögn vina og vanda- manna ekki sungið sitt síðasta á því sviði. Hljómsveitin Tatarar sló eftir- minnilega í gegn á hátindi blóma- tímabilsins á Íslandi. Tveir liðs- manna sveitarinnar hafa frá því að tónlistarferlinum lauk snúið sér að störfum innan heilbrigðis- geirans en trommari sveitarinnar, Magnús Magnússon, er sálfræð- ingur. Söngvari Tatara var hins vegar Stefán Eggertsson læknir. Hann er þó eflaust þekktastur í dag meðal handboltakappa fyrir að vera faðir Ólafs Stefánsson- ar, fyrirliða íslenska landsliðs- ins í handbolta. Þá er ónefnd Eva Ásrún Albertsdóttir, sem gerði það gott á árum áður í poppinu og margir Íslendingar þekkja úr Eurovision-keppnum, en hún er ljósmóðir. Lýður Árnason var lengi vel læknir á Flateyri en hann er einn- ig einn af stofnendum hljómsveit- arinnar Grjóthruns ásamt Grími Atlasyni, fráfarandi sveitar- stjóra í Dalabyggð. Ekki má held- ur gleyma Páli Torfa Önundar- syni lækni, sem hefur spilað á gítar með Diabolus in Musica og Six-pack Latino. Þá er ónefnd- ur í þessari upptalningu nýj- asti popp-læknirinn, Helgi Júlí- us Óskarsson, sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, Sun for a Lifetime. freyrgigja@frettabladid.is Læknar rokka og poppa ÖFLUGIR Á LÆKNA-OG TÓNLISTARSVIÐINU Þeir Páll Torfi Önundarson, Heimir Sindrason, Lýður Árnason, Haukur Heiðar Ingólfsson og Haukur Heiðar Hauksson eru allir músíkalskir lækn- ar. Í þessum hópi eru líka menn eins og Helgi Júlíus Óskarsson og Stefán Eggertsson en Helgi gaf nýlega út sína fyrstu plötu. Stefán var hins vegar söngvari blómabarnahljómsveitarinnar Tatarar sem varð heimsfræg á Íslandi með laginu Dimmar rósir. Með Stefáni í Töturum spilaði Magnús Magnús- son sem er sálfræðingur í dag. Eva Ásrún Albertsdóttir sem gerði það gott í poppinu á árum áður er síðan ljósmóðir. PAMELA ANDERSON Pamelu finnst Barack Obama Bandaríkja- forseti vera ótrúlega kynæsandi. Íslensk náttúra – afl ferðaþjónustunnar og áskorun Ferðamálaþing haldið á Hilton Reykjavik Nordica þriðjudaginn 4. maí 2010 kl. 13:00-17:00 Dagskrá: Kl.13:00 Setning - Katrín Júlíusdóttir, ferða- og iðnaðarmálaráðherra Kl.13:15 Tourism means globalization – natural disasters are global by nature - Norbert Pfefferlein, professor and president of TCME, a marketing and tourism research company. Kl. 13:35 Að móta umræðuna – þankar um almannatengsl, Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri Athygli ehf. Kl. 13:55 Mikilvægi markaðsaðgerða í kjölfar óvæntra atburða – Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Icelandair og Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. Kl. 14:20 Góðir gestir, hvað má bjóða ykkur? - Gestgjafahlutverkið á umbrotatímum - Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Flugstoða. Kl. 14:40 Kaffi Kl. 15:00 Hvernig bregðast skal við í neyð og tryggja áframhaldandi rekstur- Leó Sigurðsson öryggis- heilsu- og umhverfisstjóri Actavis á Íslandi. Kl. 15:20 Eldgos á Suðurlandi – orðspor og öryggi? – Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri Kl. 15:30 Má bjóða þér gos? Eldfjöll sem aðdráttarafl í ferðamennsku - Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur Kl. 15:50 Samantekt – Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Kl. 16:00 Setið fyrir svörum Katrín Júlíusdóttir ráðherra ferðamála, Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair og Matthías Imsland forstjóri Iceland Express Kl. 16:30 Opnun og kynning á endurbættum landkynningarvef Ferðamálastofu Kl. 16:45 Veitingar í þinglok Fundarstjóri Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður Allir velkomnir, skráning er hafin á www.ferdamalastofa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.