Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 100
68 1. maí 2010 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Haukar unnu upp
þriggja marka forskot Vals-
manna á síðustu 7 mínútum leiks-
ins og tryggðu sér 23-22 sigur
fimm sekúndum fyrir leikslok í
fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíg-
inu um Íslandsmeistaratitilinn
í N1 deild karla. Valsmenn lok-
uðu vörninni stóran hluta leiks-
ins og náðu tvisvar fimm marka
forskoti en Haukarnir gáfust
aldrei upp og eru komnir 1-0 yfir
í úrslitaeinvíginu.
Björgvin Þór Hólmgeirsson
skoraði markið mikilvæga undir
lokin en markvörðurinn Birkir
Ívar Guðmundsson var ekki síður
hetja liðsins þegar hann varði frá
Valsmönnum úr algjöru dauða-
færi á síðustu sekúndunni. Birk-
ir Ívar hélt Haukum á floti fram
eftir leik og lokaði síðan markinu
á lokasprettinum.
„Leikurinn er 60 mínútur,“
var það fyrsta sem fékkst upp úr
Björgvini í leikslok. „Við spiluð-
um skelfilega sóknarlega og ég
tek fyrri hálfleikinn alveg á mig.
Ég var alveg út úr kortinu og ég
skuldaði bara strákunum að skora
þarna í lokin,“ sagði Björgvin í
leikslok.
„Þetta er bara einn leikur og það
þarf að vinna þrjá. Miðað við það
hvernig Valsmennirnir spiluðu þá
ætla þeir ekki að gefa neitt. Þeir
voru mjög góðir í dag, skipulagðir
og agaðir. Þetta verður hörkuein-
vígi og allir leikirnir verða svona,“
sagði Björgvin.
Það voru fleiri hetjur í Haukalið-
inu en Björgvin og Birkir því ekki
má gleyma innkomu línumannsins
Péturs Pálssonar sem var lausn-
in á frábærri vörn Valsmanna í
seinni hálfleik þar sem hann skor-
aði 5 mörk.
Valsmenn spiluðu frábæra vörn
fram eftir leik en misstu móðinn
í lokin.
„Við vorum miklu sterkari en
þeir en svo gáfum við aðeins eftir í
lokin. Birkir fór að verja frá okkur
og þeir fóru að skora einföld mörk
af línu,“ sagði Óskar Bjarni Ósk-
arsson, svekktur þjálfari Vals-
liðins, í leikslok. „Mér fannst við
aðeins vera búnir á því í endann en
það vantaði aðeins orku og kraft til
þess að klára þetta,“ sagði Óskar
og það er ljóst að hans menn eru
til alls líklegir með spilamennsku
sinni fyrstu 50 mínútur leiksins.
„Fólk er búið að gefa það í skyn
að við eigum ekki möguleika í
þetta einvígi en við áttum að vinna
þennan leik og allavega ná í fram-
lengingu. Þetta er bara grátlegt og
engan veginn sanngjarnt,“ sagði
Óskar Bjarni.
Fannar Þór Friðgeirsson átti frá-
bæran leik hjá Val en var kannski
aðeins of æstur á stundum. Hlynur
Morthens varði líka mjög vel í
markinu allan leikinn.
ooj@frettabladid.is
Emil Hallfreðsson er nú að jafna sig á meiðslum sem hann
varð fyrir í leik með Barnsley í ensku B-deildinni í mars
síðastliðnum. Emil ristarbrotnaði og er því í gifsi þessar
vikurnar. Hann ætti að geta byrjað aftur að æfa í upphafi
næsta mánaðar.
Emil var í láni hjá Barnsley frá ítalska B-deildarliðinu
Reggina þar sem hann er enn samningsbundinn í tvö
ár til viðbótar. Hann er þegar búinn að ganga frá öllum
sínum málum í Englandi og er því kominn heim í frí.
„Mér leið mjög vel í Barnsley og þetta var góð
reynsla. Hins vegar setti Reggina verðmiða á mig
sem var ekki raunhæfur fyrir Barnsley. Þetta varð því
niðurstaðan,“ sagði Emil í samtali við Fréttablaðið.
„En ég spilaði meira en 30 leiki í vetur og var allt-
af í liðinu þegar ég var heill. Ég náði að skora fjögur mörk
og leggja upp einhver til viðbótar. Það gekk því mjög vel.“
Hann neitar því þó ekki að hann hafi verið feginn að hafa
losnað frá Reggina um stundarsakir en liðið er nú um miðja deild og
á ekki möguleika á að endurheimta sæti sitt í úrvalsdeildinni.
„Þetta virðist vera sama sagan á þessu tímabili. Liðið er búið að
skipta þrisvar um þjálfara og ég held að það hafi alls tíu þjálfarar
verið hjá félaginu síðan ég kom þangað fyrir þremur árum. Þess
vegna vildi ég losna úr þessu umhverfi í bili.“
Hann segir að forráðamenn Reggina vilji halda honum. „Ég
bað um að fá að fara í sumar en forseti félagsins var ekki hrif-
inn af því. Ég held því að þeir yrðu glaðir að fá mig aftur. En ég
mun engu að síður skoða hvaða möguleikar verða í boði fyrir
mig í sumar. Það myndi þó aldrei gerast neitt fyrr en í sumar.“
Emil segist vera tilbúinn að skoða hvað sem er. „Það er
ekki bara spilaður fótbolti á Englandi og Ítalíu og það er smá
ævintýraþrá í manni. England er samt mjög góður kostur en ég
er opinn fyrir öllu. Það yrði þó alls ekki það versta í heimi að
fara aftur til Reggina. Þar er ég með mjög fínan samning og gott
að vera þar.“
EMIL HALLFREÐSSON: FER EKKI AFTUR TIL BARNSLEY OG ER MÖGULEGA Á LEIÐ AFTUR TIL REGGINA
Ekki það versta í heimi að fara aftur til Ítalíu
HANDBOLTI Sigurbergur Sveinsson og Árni Þór Sig-
tryggsson hafa báðir samið við þýska úrvalsdeildar-
liðið Dormagen og fara til liðsins í sumar. Sigurberg-
ur er uppalinn Haukamaður en Árni Þór kemur frá
Akureyri.
„Ég er búinn að skrifa undir tveggja ára samning
og á bara eftir að fara í læknisskoðun,“ sagði Sigur-
bergur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði
að aðdragandinn hafi ekki verið langur.
„Tilboðið kom fyrir einni og hálfri viku og þetta
gekk svo allt mjög fljótt fyrir sig.“
Fyrr í vetur fór hann til reynslu hjá stórliði
Flensburg en ekkert meira kom út úr því. „Það
gekk vel hjá mér þegar ég æfði með liðinu
en svo bara rann það út í sandinn. Mér
finnst þó mjög jákvætt að fara til Dorma-
gen og það verður gaman að fá að tak-
ast á við nýja áskorun. Þarna fæ ég að
spila mikið og mér finnst þetta jákvætt
og eðlilegt skref á mínum ferli.“
Hann segist hafa stefnt að því lengi að
komast í atvinnumennskuna og fékk tæki-
færi til þess í fyrra. „Ég ákvað að bíða þá
því ég vildi taka eitt ár til viðbótar hér heima. En nú
finn ég að ég er tilbúinn.“
Honum líst einnig vel að fá Árna Þór með sér en
þeir þekkjast vel frá því að Árni lék með Haukum.
„Við höfum verið í góðu sambandi og leist báðum
vel á félagið. Það verður líka frábært að fá annan
Íslending með sér á meðan maður er að læra nýtt
tungumál og koma sér fyrir á nýjum stað.“
Dormagen er sem stendur í sextánda og þriðja
neðsta sæti deildarinnar. Það á enn góða mögu-
leika á að bjarga sér frá falli en mun að óbreyttu
þurfa að taka þátt í umspili um sæti í deildinni.
„Ef liðið fellur þá tek ég
bara eitt ár í 2. deildinni.
Mér þætti það allt í lagi enda
hafa margir byrjað sinn feril
í Þýskalandi í þeirri deild. Það væri þó
óneitanlega skemmtilegt ef þeim tæk-
ist að halda sér uppi.“ - esá
Sigurbergur Sveinsson og Árni Þór Sigtryggsson á leið til Dormagen í Þýskalandi:
Jákvætt og eðlilegt skref hjá mér
Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS Sigurbergur Sveinsson í leik
með Haukum í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
N1-deild karla:
Haukar-Valur 23-22 (8-11)
Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 7/4
(17/4), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6(13), Pétur
Pálsson 5 (5), Elías Már Halldórsson 2 (3), Einar
Örn Jónsson 2 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson
1 (1), Freyr Brynjarsson (1), Guðmundur Árni
Ólafsson (1), Gísli Jón Þórisson (1).
Varin skot: Birkir Guðmundsson 18 (40/3) 45%
Mörk Vals (Skot): Fannar Þór Friðgeirsson 7 (17),
Arnór Þór Gunnarsson 7 /3 (15/3), Sigurður
Eggertsson 3 (9), Jón Björgvin Pétursson 2 (2),
Baldvin Þorsteinsson 2(3), Ingvar Árnason 1(1),
Orri Freyr Gíslason (1),
Sigfús Páll Sigfússon (1).
Varin skot: Hlynur Morthens 16 (38/3) 42%,
Ingvar Kristinn Guðmundsson 0 (1/1)
> Valur lánar uppalda leikmenn
Pepsi-deildarlið Vals lánaði í gær þá Guðmund Stein
Hafsteinsson og Einar Marteinsson til 1.
deildarliðs HK. Hefur þessi gjörningur
vakið furðu margra enda eru þessir tveir
á meðal örfárra uppaldra leikmanna
félagsins sem hafa náð að brjóta sér leið
inn í meistaraflokkshóp félagsins á síð-
ustu árum. Nýliðinn Gunnlaugur Jónsson,
þjálfari Vals, virðist þó ekki hafa mikla trú á
leikmönnunum þar sem hann lánar þá frá
félaginu.
N1 Deildin
KARLAR - ÚRSLIT - LEIKUR 2
Sunnudagur
Vodafone höll Valur - Haukar 16:00
2009 - 2010
KARLAR - UMSPIL - LEIKUR 1
Laugardagur
Seltjarnarnes Grótta - Afturelding 16:00
Ótrúleg endurkoma Hauka
Björgvin Þór Hólmgeirsson tryggði Haukum 23-22 sigur á Val fimm sekúndum
fyrir leikslok í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.
SKRAUTLEGIR Þjálfararnir Aron Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson tóku virkan
þátt í leiknum af hliðarlínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÁTÖK Valsarinn Fannar Friðgeirsson fær hér óblíðar móttökur hjá varnarmönnum
Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM