Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 104
72 1. maí 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Leikirnir í enska boltan- um á morgun eru afar áhugaverðir enda geta úrslitin í deildinni ráð- ist. Man. Utd þarf að klára Sunder- land um helgina og treysta á aðstoð Liverpool til þess að eygja von um að verja enska meistaratitilinn. United er stigi á eftir Chelsea og misstígi Chelsea sig ekki á Anfield á liðið titilinn vísan enda mætir það Wigan á heimavelli í lokaum- ferðinni. Verður að teljast ólíklegt að Chelsea vinni ekki þar og því verður United að treysta á aðstoð frá Liverpool á morgun. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist ekki trúa því að Liver- pool fórni heiðri sínum og sögu með því að gefa Chelsea sigur í leiknum svo United verði ekki meistari. „Þetta félag hefur tekið þátt í ellefu úrslitaleikjum í Evrópu og unnið átján titla. Alvöru félög kasta ekki frá sér hefðunum fyrir einn leik. Stuðningsmennirnir vita það,“ sagði Ferguson. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu erfitt tímabil- ið hefur verið fyrir Liverpool og félagið varð fyrir enn einu áfallinu á fimmtudag þegar Atletico Madrid sló liðið út í undanúrslitum Evrópu- deildar UEFA. Liverpool á enn veika von um að ná fjórða sæti deildarinnar og sú litla von er væntanlega það eina sem keyrir liðið áfram þessa dagana. „Það er erfitt að geta sér til um hvernig leikmönnum liðsins muni líða. Það er verk Rafa að undir- búa liðið eins vel og hann getur. Hvernig við töpuðum fyrir Bayern í Meistaradeildinni gerði mér erfitt fyrir. Það var ekki auðvelt verk að ná mönnum aftur á lappir en maður verður bara að gera það. Þetta er vinnan manns. Ég var í tvo daga að jafna mig en það er ekki endalaust hægt að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Fergie. „Við hefðum vissulega viljað að leikur Liverpool á fimmtudag hefði aðeins staðið yfir í 90 mínútur og ég hef alltaf sagt að lið í Evrópukeppni fá ekki næga hjálp og skilning frá forráðamönnum deildarinnar. Að spila hádegisleik á sunnudegi eftir Evrópuleik á fimmtudegi er ekki sanngjarnt.“ Staðan sem er uppi núna minnir óneitanlega á stöðuna sem kom upp árið 1995. Á lokadegi tímabilsins fór United á Upton Park að keppa við West Ham og Liverpool tók á móti Blackburn. United þurfti þá að vinna sinn leik og treysta á sigur Liverpool til þess að vinna enska meistaratitilinn. Liverpool stóð sína plikt í þeim leik en United klúðraði sínum leik og sá á eftir titlinum. Ferguson vonar að Benitez og félagar geti endurtekið þann leik á morgun og hjálpað United að vinna sinn nítjánda titil. „Við treystum á Liverpool fyrir fimmtán árum og félagið skilaði sínu. Vissulega voru margir enskir leikmenn í liði Liverpool þá og þeir skildu hvað saga Liverpool skiptir miklu máli. Ég trúi því ekki að það hafi breyst mikið og vonandi skilja núverandi leikmenn félagsins jafn vel í dag hversu miklu máli sagan skiptir þetta félag,“ sagði Ferguson. henry@frettabladid.is Ferguson biður Rafa um aðstoð Næstsíðasta umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina. Man. Utd sækir Sunderland heim og Liverpool tekur á móti Chelsea. Lundúnaliðið verður meistari á morgun sigri liðið Liverpool og United tapar. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, treystir því að Liverpool fórni ekki sögu félagsins og gefi leikinn. SOS Ferguson og Rafa Benitez hefur aldrei verið vel til vina. Ferguson þarf nú að treysta á Benitez um helgina sem honum er eflaust á móti skapi. NORDIC PHOTOS/AFP LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur: Birmingham - Burnley Man. City - Aston Villa Portsmouth - Wolves Stoke - Everton Tottenham - Bolton Sunnudagur: Liverpool - Chelsea Sunderland - Man. Utd Fulham - West Ham HANDBOLTI Það verður mikill slagur í Kiel á sunnudag er síð- ari leikur Kiel og Rhein-Neckar Löwen í átta liða úrslitum Meist- aradeildarinnar fer fram. Kiel vann fyrri leikinn, 29-28, sem fram fór á heimavelli Löwen. „Fyrri leikurinn var ekki nógu góður hjá okkur. Úrslitin eru samt ekkert svo slæm og við eigum enn möguleika á því að komast í undanúrslit. Ég trúi því að við getum unnið í Kiel,“ sagði Ólafur Stefánsson í spjalli við heimasíðu Meistaradeildarinnar. „Ég tel okkur eiga fína mögu- leika þó það sé vissulega afar erf- itt að leggja Kiel á þeirra heima- velli með meira en einu marki. Við höfum samt ekki tíma til þess að velta okkur upp úr fortíðinni heldur verðum við að einbeita okkur að leiknum á sunnudag,“ sagði Ólafur sem hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeildina. - hbg Ólafur Stefánsson: Við getum vel unnið í Kiel SIGURSÆLL Ólafur Stefánsson er einhver sigursælasti leikmaðurinn í sögu Meist- aradeildarinnar. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Reykjavíkurborg hefur opnað tíu nýja hverfavefi fyrir borgarbúa. Þar er meðal annars hægt að kynna sér þjónustu og framkvæmdir ásamt því að senda inn ábendingar og hugmyndir. Fylgstu með þínu hverfi á www.hverfi dmitt.is www.reykjavik.is www.hverfi dmitt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.