Fréttablaðið - 05.05.2010, Page 31

Fréttablaðið - 05.05.2010, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2010 Poulsen Skeifan 2 Sími: 530 5900 - www.poulsen.is Bílavarahlutir - w w w .poulsen.is - B ílavarahlutir B ílavarahlutir Bremsuhlutir Kúplingar Vatnsdælur Demparar Poulsen hefur aukið verulega við úrvalið í bílavarahlutum, bæði með því að breikka úrval- ið frá birgjum sem fyrirtækið hefur skipt lengi við sem og að bæta við nýjum birgjum. Fyrirtækið selur varahluti í fólksbíla, landbúnaðartæki og vinnuvélar. „Við erum með mikið úrval kúpl- inga í flesta bíla, smursíur, loft- síur og frjókornasíur ásamt elds- neytissíum í nánast alla bíla. Einnig höfum við aukið við úr- valið af vatnsdælum, tímareim- um, tímastrekkjurum og tíma- hjólum,“ segir Reynir Matthías- son, innkaupastjóri hjá Poulsen. Reynir segir Poulsen hafa breitt úrval af bremsuhlutum, svo sem diska, klossa, borða, rör og fitt- ings fyrir flestar gerðir bíla. „Við hjá Poulsen höfum verið að auka vöruvalið í slithlutum, til dæmis hvað varðar stýris- enda, spindilkúlur, jafnvægis- stangir og gúmmífóðringa, aukið úrval af drif- og öxulliðum ásamt hjólalegum og hosum.“ Reynir vekur athygli á því að þar sem kerrur og tjaldvagnar eru orðin skoðanaskyldur búnaður sé mikilvægt að fólk hugi að því að hafa ferðabúnaðinn í lagi. „Við bjóðum eigendum kerra og tjaldvagna upp á varahluti svo sem ljós og glitmerki, raf og tengi- dósir svo og hjólalegur. Mikilvægt er að fólk hafi þetta í lagi fyrir sumarið.“ Einn mikilvægasti varahlutur bifreiða er að sögn Reynis bremsu vökvinn. „Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því hve bremsu vökvinn hefur mikið að segja en hann safnar í sig raka á tveimur til þrem- ur árum með þeim afleiðing- um að tæring getur myndast og bremsurnar verða stífar og fara að leka. Þekktur framleiðandi í Evrópu sagði að þetta væri í raun sá varahlutur sem skipti mestu máli og fólk ætti að hafa í huga að það þarf að skipta honum út eftir einhver ár. Við hjá Poulsen horfum björt- um augum til framtíðar og stefn- um á að auka vöruval, bæta þjónustuna og vera ávallt með hagstætt verð fyrir alla.“ - jma Mikilvægt að skipta út bremsuvökvanum Reynir Matthíasson sér um innkaup á bílavarahlutum hjá Poulsen. Hann nefnir að mikilvægt sé að eigendur kerra og tjaldvagna hugi að því að allt sé í góðu standi fyrir sumarið enda búnaðurinn skoðanaskyldur. Poulsen býður upp á úrval varahluta, sem eru viðurkenndar vörur frá traustum birgjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.