Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 4
4 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 11.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,9993 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,52 129,14 189,75 190,67 163,08 164,00 21,909 22,037 20,776 20,898 16,898 16,998 1,3895 1,3977 190,72 191,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 ELDHEITT EINTAK BROIL KING 39.998 KR. GEM VNR. 076 53603IS ™ p™ S ™ V 1. Yfirstjórnendur bankans og ákveðnir starfs- menn eru taldir hafa staðið að umfangsmiklum viðskiptum með bréf í bankanum sjálfum árin 2005 til 2008 í þeim tilgangi halda uppi gengi bréfanna. Þessi brot varði gríðarlega fjárhagslega hagsmuni og verulega hagsmuni fjölda þeirra sem fjárfestu í bankanum. 2. Lán til þriggja aðila, Holt Investment, Kevins Stanford og Desulo Trading, fyrir kaupum á bréf- um í bankanum. Grunur er um markaðsmisnotk- un. „Þá sé rökstuddur grunur um að tilteknum stjórnendum bankans, þar á meðal kærða [Magnúsi], hafi verið ljóst að umræddar lánveit- ingar væru í andstöðu við hagsmuni Kaupþings banka hf. þar sem sum lánin hafi verið veitt án formlegra lánasamninga og með ófullnægjandi tryggingum, til eignalausra félaga eða einstakl- inga sem skráðir voru erlendis.“ 3. 510 milljón evra lán til félaganna Trenvis Limited, í eigu hjónanna fyrrverandi Kevins Stanford og Karen Millen, Holly Beach, í eigu Skúla Þorvalds- sonar, Charbon Capital, í eigu Antonious Yerol- emo, fyrrverandi stjórnarmanns í Bakkavör, og Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kaupþings, vegna viðskipta með skuldatryggingar á Kaupþing. Þá voru félagi sjeiks Al-Thani frá Katar lánaðir 50 milljón dollarar fyrir slíkum viðskiptum, sem þó gengu aldrei í gegn. Síðustu lánveitingarnar áttu sér stað eftir að Seðlabankinn veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán rétt fyrir bankahrun. Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru taldir hafa tekið ákvarðanir um viðskiptin. Tjónið er metið á 510 milljón evrur. Grunur er um umboðssvik og önnur lögbrot. 4. 171 milljónar evra lán til félagsins Lindsor Holdings og fjármagnsflutningar til Marple Holdings, félags í eigu Skúla Þorvaldssonar. Lánað var fyrir kaupum Lindsor á skuldabréfum af Marple Holdings, Kaupþingi í Lúxemborg og starfsmönnum bankans, til að flytja áhættuna af fallandi verði bréfanna á Kaupþing á Íslandi. „Fjármunum Kaupþings banka hf. á Íslandi hafi þar með verið stefnt í verulega hættu“. Þá bendi gögn til þess að skjöl vegna viðskiptanna hafi verið fölsuð. Til dæmis hafi sérstakur saksóknari gögn undir höndum sem sýni að Lindsor hafi verið í eigu Kaupþings sjálfs, en á samningunum, sem voru unnir löngu eftir að viðskiptin áttu sér stað, hafi félagið verið sagt í eigu félags á Bresku Jómfrúreyjum. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála- og rekstr- arsviðs Kaupþings, hafði milligöngu um frágang skjalanna. Þá eru til rannsóknar flutningar á 13 milljörðum frá Kaupþingi til Marple Holdings án lánasamninga. 5. Lán Kaupþings til félaga í eigu Ólafs Ólafssonar og sjeiks Al-Thani, án trygginga, fyrir kaupum á bréfum í bankanum. Lánin eru í vanskilum og félögin eignalaus. Brot sem Magnús er grunaður um samkvæmt greinargerð sérstaks saksóknara LÖGREGLUMÁL Tveir fyrrverandi yfirmenn úr Kaupþingi voru hand- teknir við komuna til landsins í fyrrinótt. Annar er Ingólfur Helga- son, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings á Íslandi, og hinn Steingrím- ur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans. Þeir starfa báðir með Hreiðari Má Sig- urðssyni hjá ráðgjafarfyrirtæki í Lúxemborg. Ingólfur og Steingrím- ur gistu fangaklefa í nótt en í gær- kvöldi var ekki ljóst hvort gæslu- varðhalds yrði krafist yfir þeim. Í greinargerð sérstaks saksókn- ara sem birtist í gæsluvarðhalds- úrskurði héraðsdóms yfir Magn- úsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, er stórfelldum meintum lögbrotum Kaupþingsmanna lýst í smáatrið- um. Þau má sjá hér að neðan. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins eru enn fleiri meint brot tiltekin í úrskurðinum yfir Hreiðari Má. Í greinargerðinni segir að mál af þessari stærðargráðu eigi sér ekki hliðstæðu í rannsóknum sakamála hér á landi og þótt víðar væri leit- að, hvað fjárhagslega hagsmuni varðar. „Kaupþing banki hf. hafi verið stærst fjármálafyrirtækja hér á landi og hluthafar, kröfuhafar bankans, ríkissjóður og samfélagið í heild hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna falls bankans. Ætla verði að það tjón hafi orðið mun meira en ella vegna hinna meintu brota.“ Þá segir að framburður Hreiðars og Magnúsar í skýrslutökum stangist á í veigamiklum atriðum. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til gæsluvarðhalds Hreið- ars Más. Jón Steinar Gunnlaugs- son skilaði sératkvæði og tók þar meðal annars undir það sjónarmið sem Hreiðar Már hafði lýst að hann hafi til þessa haft næg tækifæri til að hafa áhrif á meðseka og vitni og eða spilla gögnum. Af þeirri sök og öðrum væru ekki skilyrði fyrir varðhaldi. stigur@frettabladid.is Tveir stjórar í viðbót í haldi Tveir fyrrverandi yfirmenn Kaupþings voru handteknir í gær. Þeir gistu fangaklefa í nótt. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til varðhalds Hreiðar Más og Magnúsar. Stórfelldum brotum lýst í greinargerð. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 18° 18° 8° 18° 15° 8° 8° 20° 12° 21° 12° 31° 12° 11° 18° 10°Á MORGUN 3-8 m/s, hvassara NV-til. FÖSTUDAGUR NA- og A-átt, 3-10 m/s. 10 9 5 6 8 6 7 9 11 10 4 7 8 4 2 3 2 4 10 5 5 5 8 4 3 8 10 9 6 7 6 8 HÆGUR VINDUR Veðrið næstu daga einkennist af frem- ur hægum vindi og vætu með köfl um í öllum landshlut- um. Í dag má búast við skúrum en það léttir til er líður á daginn. Á morgun verður að mestu þurrt SV-lands en rigning norðan- lands. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Sveinn Sveinsson, skiptastjóri þrotabús Björgólfs Guðmundssonar, vinn- ur nú að því að selja hús auðkýfingsins fyrrverandi í strandbænum Cascais í Portúgal. Cascais er um þrjátíu kílómetra vestur af Lissabon, höfuðborg Portúgals, og vin- sæll sumardvalarstaður á meðal efnaðra einstaklinga. Óvíst er hvað fæst fyrir húsið um þessar mundir. Andvirði sölunn- ar fer upp í kröfur þrotabús Björgólfs. Fram kemur í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis að bankaráð Lands- bankans veitti Björgólfi níu milljóna evra lán til að kaupa húsið 31. október árið 2007. Það jafngilti 780 milljónum króna á þávirði. Ekki liggja fyrir upplýs- ingar um húsið. Til samanburðar veitti lánanefnd Glitnis Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni 800 milljóna króna yfirdráttarlán hjá bankanum í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Í skýrslunni er tekið fram að Björgólf- ur hafi vikið af fundum á meðan mál honum tengd voru tekin fyrir hjá banka- ráðinu. Það sama gildir um fasteignakaup Björg ólfs og um önnur viðskipti auðjöfra fyrir hrun að húsið er inni í einkahluta- félagi og veðsett. „Við lítum svo á að við séum með forræði yfir félaginu sem á húsið,“ segir Sveinn. - jab Bankaráð Landsbankans lánaði eigandanum 800 milljónir til fasteignakaupa: Sumarhús Björgólfs í Portúgal til sölu BJÖRGÓLFUR Formaður bankaráðs Landsbankans keypti hús fyrir átta hundruð milljónir króna þegar fyrstu merki fjármálakreppunnar gætti á erlendum mörkuðum. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kanna- bisræktun í húsi í miðborginni í fyrrakvöld. Við húsleit fund- ust rúmlega 100 kannabisplönt- ur. Karlmaður um fertugt hefur játað aðild að málinu. Þá stöðvaði lögreglan kanna- bisræktun í húsi í Kópavogi í fyrradag. Við húsleit fundust tæplega 120 kannabisplöntur, 70 kannabisfræ og eitthvað af mari- júana. - jss Lögregla í húsleitum: Tvær ræktanir voru stöðvaðar Megi nota fjórhjól í þjóð- garði Búnaðarfélag Hörgslandshrepps segir að ef afréttur þeirra fer undir þjóðgarð geri félagið þá kröfu að sveitarstjórn Skaftárhrepps sjái um að bændur á svæðinu haldi óskertum nýtingarrétti svo sem verið hefur, ásamt því að mega áfram nota fjórhjól, sexhjól og hesta við smalamennsku. LANDBÚNAÐUR SVEITARSTJÓRNIR Framkvæmda- ráð Hafnarfjarðar segist harma að engin viðbrögð hafa borist frá stjórnsýslu Garðabæjar við ítrek- uðum innheimtubréfum Hafnar- fjarðarbæjar. „Framkvæmdaráð heimilar sviðstjóra í samvinnu við lög- mann bæjarins að senda inn- heimtukröfu vegna uppgjörs á notkun fráveitukerfis Hafnar- fjarðarbæjar á árunum 2005- 2009 og jafnframt að setja fram innheimtukröfu um greiðslu á notkun kerfisins á rauntíma á árinu 2010 sem taki mið af stofnkostnaðar- og rekstrarút- reikningi,“ segir í bókun fram- kvæmdaráðsins. - gar Kröfu vegna fráveitu ósvarað: Garðbæingar hunsa kröfur Í HALDI LÖGREGLU Ingólfur Helgason, til vinstri, og Steingrímur Kárason voru yfir- heyrðir í allan gærdag í húsakynnum sérstaks saksóknara. Að því loknu var farið með þá í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.