Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 6
6 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR Til sölu eða leigu bækistöð á Suðurlandi: Staðsetning: Eyrarbakki í Árborg. Stærð: 1.705 m2 og skiptist í tvo stóra sali, skrifstofur, starfsmannaaðstöðu og fl . Tilvalið sem verkstæði, geymsla, aðstaða fyrir vinnufl okka, lager, og fl . Stór athafnalóð (3.500 m2) fylgir sem veitir stækkunarmöguleika síðar. Hagstætt verð. Upplýsingar í símum: 661 6800 og 660 1060 ® KLAUSTRIÐ EFTIR PANOS KARNEZIS FRÁ ÞEIM SEM GUÐ VILL TORTÍMA TEKUR HANN FYRST VITGLÓRUNA D Y N A M O R E Y K JA V ÍK „Kyrrlát, nánast þögul, frásögn en um leið brenn- heitt, mannlegt drama ... máttug og fumlaus.“ –Times Þýðandi: Árni Óskarsson neon SPLUNKUNÝ KILJA! NÁTTÚRA „Það skal viðurkennast að þetta var mikilfenglegt. Ég sá berg- ið rifna við efstu brún og falla átta- tíu til hundrað metra í sjó fram,“ segir Haraldur Sverrisson, skip- stjóri á Sporði VE, sem var sjónar- vottur að því í fyrrinótt þegar mikil fylla hrundi úr Bjarnarey, einni af úteyjum Vestmannaeyja. Haraldur var á leið á miðin um fjögurleytið um nóttina þegar hann sá spilduna falla niður með tilheyr- andi rykmekki og boðaföllum. Pétur Steingrímsson, sem er vel kunnugur í Bjarnarey, fór út í eyna í gær og segir að tugþúsundir tonna af grjóti hljóti að hafa hrunið. Nú sé fjara þar sem áður var tíu til tut- tugu metra dýpi við bergið. Farið eftir fylluna gangi tuttugu metra inn í bergið og sé fimmtíu metra breitt. Hrunið er það þriðja úr Bjarnarey á jafnmörgum vikum. „Mér sýnist að það eigi eftir að hrynja meira því þetta er allt sprungið þarna úti,“ segir Pétur. Nyrsti hluti svokallaðs Réttarhauss hrundi og með honum tapaðist svo- kallaður Brekahellir. Ásýnd Bjarn- areyjar hefur því breyst mikið auk þess sem veiðistaðir töpuðust en Pétur segir einnig ljóst að mikið af lundaholum hafi farið í sjóinn. Ingvar A. Sigurðsson, forstöðu- maður Náttúrustofu Suðurlands, segir að hrun sem þetta verði með reglulegu millibili. Starfsmenn stofunnar munu fara á næstu dögum og skoða aðstæður. - shá Sjómaður varð vitni að því þegar gríðarmikil skriða féll í sjó fram: Ásýnd Bjarnareyjar gjörbreytt BJARNAREY Farið eftir skákina sem klofnaði úr berg inu gengur tuttugu metra inn í eyjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR PAKISTAN, AP Fjórtán manns féllu í Pakistan í gær í loftárás sem gerð var með ómönnuðum loftförum á vegum bandarísku leyniþjónust- unnar CIA. Þrjár loftárásir hafa verið gerðar síðan upp komst um tilraun til að fremja hryðjuverk með bílasprengju í New York í byrj- un maímánaðar. Fullyrt er að hinir föllnu hafi allir verið uppreisnarmenn í Waz- iristan-héraði, en það hefur ekki fengist staðfest. Stjórnvöld í Pak- istan mótmæla formlega árásun- um, en talið er að árásirnar séu í raun gerðar með þeirra leyfi og aðstoð. Waziristan er hérað við landamæri Pakistans og Afganist- ans, og er í raun stjórnað af höfð- ingjum ættbálka á svæðinu frek- ar en pakistönskum stjórnvöldum. Bandarísk stjórnvöld hafa undan- farið aukið þrýsting sinn á pakist- önsk stjórnvöld um að hefja hern- aðaraðgerðir í héraðinu til að draga úr áhrifum Al-Kaída hryðjuverka- samtakanna. Talið er að aukin áhersla banda- rískra stjórnvalda á árásir í Pak- istan standi í beinu samhengi við tilraun til að fremja hryðjuverk á Times-torgi í New York 1. maí síðastliðinn. Maður grunaður um verknaðinn hefur verið handtek- inn, og hefur hann sagst hafa feng- ið þjálfun í Waziristan. - bj Bandaríkin gera loftárásir í Pakistan eftir tilraun til að fremja hryðjuverk í New York: Fjórtán fallnir eftir loftárás AUKIN GÆSLA Pakistanskur hermaður leitar á mönnum skammt frá landamær- um Afganistans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tæplega sextugur maður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir fíkniefna- smygl. Maðurinn, sem er Lithái, var ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega hálfu kílói af kókaíni. Hann kom til lands- ins með flugi frá Kaupmannahöfn með fíkniefnin falin innvortis, en hann var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar. Maður- inn játaði brot sitt fyrir dómi og hefur þegar hafið afplánun. - jss Átján mánaða fangelsi: Dæmdur fyrir smygl á kókaíni Ætlar þú að taka sumarfrí á meðan HM í knattspyrnu stendur yfir? JÁ 15% NEI 85% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að sameina iðnaðarráðuneyt- ið og sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið í eitt atvinnu- vegaráðuneyti? Segðu skoðun þína á vísir.is. BRETLAND/AP David Cameron, leið- togi breska Íhaldsflokksins, er for- sætisráðherra Bretlands. Elísabet drottning veitti Cameron stjórn- armyndunarumboð í gærkvöldi stuttu eftir að Gordon Brown baðst lausnar. Cameron hefur náð sam- komulagi við Frjálslynda demó- krata um myndun samsteypu- stjórnar en formlegar viðræður hefjast fyrir helgi. Cameron þáði stjórnarmynd- unarumboð úr hendi drottning- ar aðeins klukkustund eftir að Brown hafði beðist lausnar. Hann tók að því búnu við lyklavöldum að Downingstræti 10 og markar það tímamót í fleiri en einum skiln- ingi. Þrettán ára valdatíma Verka- mannaflokksins er lokið. Cameron er yngsti forsætisráðherra Breta síðan Lord Livingstone gegndi embættinu 1812. Íhaldsmenn og Frjálslyndir mynda fyrstu sam- steypustjórn landsins í sjötíu ár. Í stuttri ræðu á tröppum Down ingstrætis 10 í gærkvöldi sagði Cameron að framundan væru margar erfiðar ákvarðan- ir en ásamt Nick Clegg, leiðtoga Frjálslyndra, yrði haldið fast um stjórnartaumana og ólíkar áhersl- ur flokkanna myndu ekki standa í veginum fyrir því að endurvinna traust almennings, vinna bug á fjárlagahallanum og félagslegum vanda. Báðir flokkar hafi fallist á málamiðlanir sem gerðu þeim kleift að vinna saman þrátt fyrir ólíkar stefnuskrár. Cameron var í gærkvöldi þegar tekinn við að mynda ríkisstjórn sína. George Osbourne verður fjár- málaráðherra og William Hague utanríkisráðherra. Líkur eru leidd- ar að því að Nick Clegg muni taka við varaforsætisráðherraembætti; embætti sem í raun felur ekki í sér nein völd. Því er ekki útilokað að Clegg muni jafnframt gegna öðru og valdameira embætti sem muni jafnframt eiga við um fleiri úr röðum Frjálslyndra sem munu fá þungavigtarembætti í sinn hlut. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, var fyrsti erlendi þjóð- höfðinginn til að óska Cameron til hamingju í stuttu símtali í gær- kvöldi. svavar@frettabladid.is Cameron tekinn við sem forsætisráðherra David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, er arftaki Gordons Brown í stóli forsætisráðherra Breta. Samkomulag hefur náðst á milli Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata um samsteypustjórn, hinnar fyrstu í landinu í 70 ár. NÝR FORSÆTISRÁÐHERRA BRETA David Cameron tók við lyklavöldum í forsætisráðherrabústaðnum í Downingstræti 10 í gær- kvöldi. Með honum er eiginkona hans, Samantha. Þau eiga von á barni í september. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.