Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 30
 12. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● baðherbergi Hjá Flísaverk.is færðu alla þjónustu sem þú þarft fyrir baðherbergið ofl. Flísalagnir • Parketlagnir • Niðurrif • Förgun • Pípulagnir Rafmagn • Múrverk • Smíðavinna Flísaverk • Sími 898-4990 Gerum upp baðherbergið frá A–Ö „Við gerum allt frá a til ö, rífum út, færum til lagnir og fleira án þess að húseigendur þurfi að lyfta litla fingri,“ segir Kristján Sveinsson, annar eigandi fyrirtækisins Flísa- verk, sem sérhæfir sig í endurgerð baðherbergja. Kristjáni stofnaði Flísaverk ásamt Arinbirni Snorrasyni pípu- lagningamanni upp úr síðustu ára- mótum og segir fyrirtæki af þess- ari gerð hafa sárvantað á Íslandi. „Akkúrat svona þjónusta, þar sem hægt er að nálgast alla iðnaðar- menn á einum stað, var varla fyrir hendi í góðærinu þegar langir bið- listar voru eftir iðnaðarmönnum. Við útvegum hins vegar iðnaðar- menn og öll tæki og tól í verkið,“ bendir hann á. Kristján segir að af þessum sökum hafi þeir Arinbjörn ákveð- ið að stofna Flísaverk, því enda þótt almennt sé minna að gera í byggingariðnaði sé fjöldi viðhalds- verkefna sem þarf að sinna. „Við erum til dæmis í mörgum tilvik- um að aðstoða eldra fólk sem getur kannski ekki skipt um húsnæði en er í leit að hagkvæmari lausnum fyrir heimilið, þar á meðal fyrir baðherbergið og þar hjálpum við. Þannig höfum við fjarlægt baðkör og sett sturtu í staðinn og gert allt aðgengi betra fyrir hjólastóla.“ Kristján segir framkvæmdir yf- irleitt ganga fljótt fyrir sig. „Ef til stendur að breyta öllu taka breyt- ingarnar að meðaltali um tvær vikur, svo hratt gengur þetta.“ Við sjáum um allt Kristján og Arinbjörn í einu baðherbergjanna sem þeir hafa gert upp í nafni Flísa- verks, en hægt er að afla sér frekari upplýsinga á flisaverk.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● REGLU KOMIÐ Á ÓREIÐUNA Baðherbergisskúff- ur enda oft sem nokk- urs konar ruslakistur. Þangað ratar allt sem hvergi annars staðar á heima. Burstar blandast við teygjur, spennur, kremtúpur, snyrtivör- ur, plástra og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Einkenni slíkra skúffa eru að ekkert finnst sem þó er vitað að leynist í húsgagninu. Gott ráð við því er að fjárfesta í skilrúmum í skúffuna. Með því fær hver hlutur sitt pláss og auðveldara reynist að finna það sem leitað er að. Netið er gullnáma fyrir bað- herbergisfrömuði sem langar að setja niður fyrir sér hvernig draumabaðherbergið þeirra eigi að líta út. Hér eru nokkrar gagnlegar vefsíður nefndar til sögunnar. Bobedre.dk, boligmagasinet.dk og elleinterior.se eru dæmi um síður þar sem baðherbergið er með sér svæði og yfirgripsmiklar upp- lýsingar og hugmyndir er að finna. Bæði ber þar mikið á skandinavískum baðher- bergjum, sem eru oftar en ekki með stórum ljósum veggflöt- um, ljósum viði svo sem eik og hlýlegu yfir- bragði og svo þyngri ítölskum og miðevrópskum baðherbergj- um. Þá eru baðherbergin gjarnan flísalögð að stórum hluta, oft með glansandi og litríkum flísum, og blöndunartækjum sem ber mikið á. Önnur góð dönsk síða með stór- um myndabanka fyrir baðher- bergi er indretninginspiration. dk. Rómantískar baðhugmyndir má finna í hundraða tali á bresku vefslóð- inni houseto- home.co.uk/ galleries/ bathroom. html. Eru þar mjög góðar hugmynd- ir um hvernig gera má upp gömul hús- gögn til að nota undir handklæð- in, eða sem vaskskápa og hvern- ig má geyma sápur, skrúbbsölt og þess háttar í glerkrukkum og öðru. Annar góður vefur fyrir hugmyndir að rómantískum fylgi- hlutum er danski vefurinn augu- stes.dk. Englendingarnir eru oft rómantískir og vefur BBC heldur úti sérstöku svæði þeim til „inn- blásturs“ sem hyggjast leggjast í baðframkvæmdir. Slóðin þar er www.bbc.co.uk/homes/design/de- sign_inspiration. Dwell.com er vefslóð ameríska tímaritsins dwell en þar má finna talsvert af greinum um baðher- bergi en síðan einblínir einkum á klassíska hönnun. Alltaf er stór hópur sem er hrifinn af amerísk- um sveitastíl og fyrir þann hóp er kitchenbathideas.com með marg- ar fallegar myndir og hugmyndir. - jma Troðfullt af hugmyndum Fallegt getur verið að blanda saman svörtum flísum við bláa tóna en lita- blöndur á 6. áratugnum voru oft þannig í litlum mósaíkflísum á baðherberginu. NORDICPHOTOS/GETTY Til að aðskilja salernishluta baðherbergisins frá sturtuaðstöðu getur komið mjög vel út að nota mismunandi efni á vegginn, svo sem veggfóður og flísar. Kuðungur kemur alltaf jafnfal- lega út á baðherbergjum. Bresk baðherbergi eru oft auðþekkjan- leg á veggfóðri og blöndunartækjum. ●HANDGERÐAR SÁPUR Á BAÐHERBERGIÐ Sælusápur eru íslensk framleiðsla sem kemur frá bænum Lóni í Kelduhverfi. Hjónin Guð- ríður Baldvinsdóttir og Einar Ófeigur Björnsson stunda sauðfjárbúskap ásamt skóg- og byggrækt og stofnuðu fyrirtækið Sælusápur vorið 2008. Sápurnar eru handgerðar og unnar úr íslensku hráefni sem fengið er á staðnum, svo sem villt- um jurtum eins og vallhumli og blóð- bergi, lífrænt rækt- uðu hunangi og mjólk úr þingeyskum kúm. Meðal tegunda má nefna Sveitasælu, Sjáv- arsælu, Heiðarsælu og Súkkulaðisælu en nánar má forvitnast um sápurnar sælu á vefsíðunni saelusapur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.