Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2010 Lila handlaug á vegg 55cm Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laugard. 11-16. MILAN sturtuhorn 90x90 cm með botni VITRA S50 handlaug 60 cm 44x25x44 cm, spegill 35x80 cm * blöndunartæki ekki innifalin NIZA innrétting með spegli. Hvít, græn, wengue og blá.* NAPOLI hitastýrt sturtusett MILAN blöndunartæki Ótrúlegt úrval flísa, hreinlætistækja og fylgi- hluta fyrir baðherbergið í 700 m2 sýningarsal Flísa- og baðmarkaðurinn kall- ast ný verslun sem var opnuð í mars síðastliðnum og er í eigu Múrbúðarinnar. Flísa- og bað markaðurinn er í Bæjar lind 6 í Kópavogi og er eins og nafnið bendir til, sérverslun með baðherbergisvörur. „Hér fæst allt sem þarf inn á bað- herbergið,“ segir Ragnar Haralds- son, verslunarstjóri Múrbúðarinn- ar á Kletthálsi. „Við bjóðum breitt úrval af innréttingum og hreinlæt- istækjum, meðal annars vandaðar spánskar innréttingar, og einnig þýskar. Hingað geta viðskiptavin- ir leitað eftir heildarlausnum inn á baðherbergið allt frá ljósum til handklæðanna í baðskápinn.“ Meðal vörumerkja í verslun- inni er að finna merkið Turkas sem Ragnar segir ódýra vörulínu en vandaða. Þýska merkið Cera- vit fæst einnig í versluninni en það er þekkt fyrir vandaðar vörur. Þá býður Flísa- og baðmarkaðurinn há- gæða vörur frá merkinu Vitra en fyrirtækið er einn stærsti hreinlæt- istækjaframleiðandi Evrópu. Vitra á meðal annars fyrirtækið Villeroy & Boch og hefur þekkta hönnuði á sínum snærum á borð við Ross Lov- egrove og Matteo Thun. Þótt stutt sé síðan verslunin var opnuð hefur aðsóknin verið góð og er Ragnar ánægður með viðtökurn- ar. „Umferðin hefur verið mikil í gegnum verslunina hjá okkur enda bjóðum við verð og úrval á einum stað sem ekki hefur þekkst á þess- um markaði áður. Þetta góða verð getum við boðið með því að kaupa hagstætt inn og leggja minna á vör- una, sem skilar sér til neytenda. Það sem skiptir viðskiptavinina líka miklu máli er að við eigum nánast allar vörurnar til á lager bæði flís- arnar og hreinlætistækin.“ Hagstæðar heildarlausnir Ragnar segir Flísa- og baðmarkaðinn leggja áherslu á vönduð vörumerki. MYND/ÚR EINKASAFNI Plássleysi er algengt á bað- herbergjum. Því þarf að nota hugvitið til að koma öllu haganlega fyrir. Eitt af því sem tekur talsvert pláss eru hand- klæði. Oftar en ekki er lítið pláss á veggjum til að koma fyrir hönkum og því um að gera að nýta hurðar herberg- isins. Ein leið er að setja upp hanka. Enn betra er þó að koma fyrir tveimur til þrem- ur handklæðaslám á hurðinni. Þannig er hægt að hengja upp fleiri handklæði og líka hægt að breiða úr þeim svo þau þorni fyrr. Þótt gólfpláss sé af skornum skammti getur verið skemmtilegt að koma fyrir stand- andi handklæðaslá. Til að mynda hafa sumir brugðið á það ráð að endurhanna gamla stiga undir handklæðin. Slíkan stiga má einn- ig færa til og því hentugt á heitum sumardögum að færa stigann út í garð ef börnin vilja busla í vaðlaug eða leika sér með garðslönguna. Plássið nýtt á skilvirkan hátt Standandi handklæðahengi eru skemmtileg og auðvelt er að færa þau til. Fallegir hankar gefa baðherbergj- um sjarmerandi yfirbragð. ● NÁTTÚRUVÆNN STÍFLUEYÐIR Niðurfall- ið í handlauginni getur stíflast og eins niðurfallið í bað- kerinu og sturtubotninum. Ýmis efni eru fáanleg í versl- unum til að losa um stíflur en fyrir þá sem er umhug- að um náttúruna og vilja síður hella sterkum ætandi efnum í niðurfallið eru umhverfisvænni leiðir til. Til dæmis má hella bolla af matarsóda ofan í niðurfallið og strax á eftir tveimur boll- um af borðediki. Heyra má blönduna freyða ofan í niðurfallinu og strax og hljóðið hættir skal hella einum lítra af sjóðandi heitu vatni. Sé þetta gert reglulega má halda rörunum stíflulausum og fá betri lykt upp úr niðurfallinu í kaupbæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.