Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI12. maí 2010 — 110. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 KLIPPT OG SKORIÐ – um skegg og rakstur, er yfirskrift nýrr- ar sýningar í Horninu á annarri hæð Þjóðminjasafnsins sem verður opnuð á morgun. Á sýningunni má sjá ýmislegt tengt skeggi karl- manna og hvernig þetta karlmennskutákn hefur tekið mið af tísku og tíðaranda. „Ég flaug út með foreldrum mínum til Sjanghæ árið 2003um þ Nudd og tehús í Kína Guðrún Heimisdóttir upplifði kínversk áramót fyrir nokkrum árum þegar hún dvaldi í Sjangh þ systir hennar starfaði. Hún segir Kína ótrúlegt land og síðan hafi hún ið Guðrún Heimisdóttir dagskrárgerðarkona fór alklædd í nudd hjá blindum nuddara í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sérblað | Miðvikudagur 12. maí Baðherbergið SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Baðherbergið MIÐVIKUDAGUR skoðun 18 veðrið í dag Í góðum félagsskap Kristján Ingimarsson lék á móti Sofi e Gråbøl og Nicolas Bro í Macbeth í leikhúsi í Kaupmannahöfn. fólk 38  ÉG ER OG BRAGÐGÓÐ JÓGÚRT SEM KEMUR Á ÓVART Kauptu mig! ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag Stelpur í stuði KFUM OG KFUK bjóða sumardvöl fyrir stúlkur með ADHD. tímamót 20 LÉTTIR TIL SMÁM SAMAN. Í dag má búast við hægri vestlægri eða breytilegri átt en við suðvestur- og vesturströndina verður aðeins hvass- ara. Víða skúrir en léttir til er líður á daginn, fyrst sunnanlands. veður 4 10 5 8 7 11 Óvænt í vesturbænum Nýliðar Hauka gerðu sér lítið fyrir og náðu sér í stig á erfi ðum útivelli gegn KR í gær. sport 34-35 EFTIRLÝSTUR AF INTERPOL Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er á lista yfir eftirlýsta glæpamenn á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. Þar er hann sagður grunaður um falsanir og fjársvik. LÖGREGLUMÁL Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að mæta sjálfviljugur til Íslands í yfir- heyrslu hjá sérstökum saksóknara. Þetta sagði Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í London í gærkvöldi. Alþjóðalögreglan Interpol gaf í gær út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefur neitað að verða við tilmælum um að koma til yfirheyrslu. „Ég er algerlega hlessa á þessum síðustu tíðindum,“ segir Sigurður. „Það kemur mér mjög á óvart að menn séu handteknir um leið og þeir koma til lands- ins,“ segir hann og vísar þar til Ingólfs Helgason- ar og Steingríms P. Kára- sonar, fyrrverandi yfir- manna hjá Kaupþingi, sem voru handteknir við komuna til landsins í fyrrinótt. Áður höfðu Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmunds- son verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Sig- urður er ásamt þeim grunaður um þátttöku í stórfelldum brotum í rekstri Kaupþings, sem meðal annars snúa að markaðsmisnotkun. „Þessar handtökur og gæsluvarðhaldsúr- skurðir eru að mínu viti fullkomlega ástæðu- laus og ég mun að minnsta kosti ekki sjálf- viljugur taka þátt í því leikriti, sem mér sýnist vera sett upp til þess að sefa reiði þjóðarinnar, eins og gefið hefur verið í skyn og ráðamenn hafa ekki treyst sér til að neita.“ Spurður um handtökuskipunina sem Int- erpol hefur gefið út og hvort hann hyggist koma til landsins í ljósi hennar segir Sigurð- ur: „Ég mun láta reyna á þau mannréttindi sem ég bý við hér í Bretlandi og kem þar af leiðandi ekki heim í þessar aðstæður ótil- neyddur.“ Sigurður vildi ekki tjá sig frekar um málið. Verði Sigurður handtekinn ytra munu þar- lendir dómstólar þurfa að úrskurða um það hvort hann verði framseldur til Íslands. - sh / sjá síðu 4 Kemur ekki ótilneyddur Sigurður Einarsson er eftirlýstur af Interpol. Hann lýsir handtökum síðustu daga sem leikriti til að sefa reiði almennings. Hann ætli ekki að taka þátt í því sjálfviljugur og muni því ekki koma heim ótilneyddur. DÓMSMÁL Skilanefnd Glitnis hefur höfðað mál fyrir dómstól í New York gegn sjö fyrrverandi eig- endum og háttsettum stjórnend- um gamla bankans. Þeir eru Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir, Hann- es Smárason, Pálmi Haraldsson í Fons, Þorsteinn Jónsson, Lárus Welding og Jón Sigurðsson. Þeim er stefnt til greiðslu tveggja milljarða Bandaríkjadala, eða 257 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Reuters í gærkvöldi. Þar segir að sjömenn- ingunum sé gefið að sök að hafa gert samsæri um að ná völdum í bankanum og hafi á stuttum tíma sogið fé út úr bankanum til að „fylla eigin vasa og koma eigin fyrirtækjum í vanda til bjargar“. Price waterhouse Coopers, fyrr- verandi endurskoðunarfyrirtæki Glitnis, er jafnframt stefnt. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, staðfesti fréttina í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann segir að málið sé endahnút- ur langrar rannsóknar en hann geti ekki tjáð sig um málavöxtu frekar. Fréttatilkynning verður send frá skilanefndinni í morgunsárið. - shá / sjá síðu 2 Eigendum og æðstu stjórnendum Glitnis stefnt fyrir dómstól í Bandaríkjunum: Krafin um 257 milljarða króna Ég mun láta reyna á þau mannréttindi sem ég bý við hér í Bretlandi SIGURÐUR EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.