Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 20
20 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Hestapestin sem nú gengur
um land allt hefur víðtæk
áhrif á hestamennsku og
hefur verið hætt við ýmis
mót og uppákomur í hesta-
mannafélögum.
Pestin lætur nemendur
Hólaskóla ekki ósnortna.
Nú hefur verið ákveðið
að fresta brautskráningu
allra nemenda Háskólans á
Hólum sem vera átti 21. maí
til 3. september. Meirihluti
útskriftarnema í ár eru af
hestafræðideild.
Að sögn Vigdísar Gunn-
arsdóttur, námsráðgjafa
hjá Háskólanum á Hólum,
veiktust hestar starfsmanna
fyrst en upp úr miðjum apríl
hafði veikin borist í hesthús-
ið sem hýsir skóla- og nem-
endahesta. „Við ákváðum
strax þá að fresta braut-
skráningunni,“ segir Vigdís
enda var ljóst að einhverjir
nemendur hestafræðibraut-
ar næðu ekki að klára prófin
sín á tilsettum tíma. Hesta-
veikin gengur yfirleitt yfir
á þremur til fjórum vikum
en þar sem fara þarf varlega
af stað verður einnig að gefa
nemendum tíma til að koma
hestunum í þjálfun á ný.
„Fyrstu árs nemar voru
búnir með verklegan hluta
námsins og fengu kennara-
einkunn fyrir það próf sem
var eftir. Annars árs nemar
eru í verknámi eftir áramót
og þegar veikin kom upp
var strax ákveðið að flýta
prófum og tókst það í flest-
um tilfellum en ekki öllum,“
segir Vigdís. Helst voru það
nemendur á þriðja ári hesta-
fræðideildar, reiðkennar-
arnir, sem ekki gátu lokið
prófum og er stefnt að því
að nemendurnir þreyti þau
próf seinni hluta júnímán-
aðar.
Þó hátíðlega athöfnin
frestist fá þeir nemendur
sem eiga að útskrifast í vor
öll gögn sem staðfesta að
þeir hafi lokið námi sínu.
Brautskráningu frestað vegna hestaveiki
HÓLAR Í HJALTADAL.
Sumarbúðir KFUM og KFUK í Kald-
árseli bjóða í fyrsta skipti upp á sum-
arbúðadvöl fyrir tíu til tólf ára stúlkur
með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar
raskanir í samvinnu við ADHD-sam-
tökin í sumar. Sams konar sumarbúð-
ir hafa verið starfræktar fyrir drengi
með ADHD síðastliðin þrjú sumur og
gefist afar vel. Þær ganga undir nafn-
inu Gauraflokkurinn í Vatnaskógi og
hlutu samfélagsverðlaun Fréttablaðs-
ins í flokknum Frá kynslóð til kynslóð-
ar fyrr á þessu ári.
„Í þessum flokkum eru mun færri
börn en ella og er þörfum þeirra mætt
með fjölmennara starfsliði og sér-
menntuðu starfsfólki. Foreldrar borga
engu síður sama verð og aðrir enda
afla aðstandendur flokkanna sjálfir
fjár vegna aukins kostnaðar,“ segir
Ásgeir M. Jónsson formaður stjórnar
Kaldársels.
Þó að ADHD sé fimm sinnum algeng-
ari röskun á meðal drengja en stúlkna
þótti fyllileg ástæða til að bjóða upp
á svipað úrræði fyrir stelpur. „Gaura-
flokkurinn hefur mælst afar vel fyrir
hjá foreldrum drengjanna auk þess
sem við viljum vera með sams konar
tilboð fyrir stráka og stelpur.“
Stúlknaflokkurinn heitir Stelpur
í stuði og segir Ásgeir markmiðið að
stúlkurnar geti notið sín í öruggu og
skemmtilegu umhverfi og að þeim sé
mætt á skilningsríkan og uppbyggileg-
an hátt. „Við verðum með sálfræðing,
félagsfræðing og hjúkrunarfræðing
á staðnum auk þess sem allt starfs-
fólk fer í gegnum námskeið í skyndi-
hjálp, öryggismálum og eineltisfræðslu
svo dæmi séu nefnd. Starfið er þróað
með tilliti til þarfa barna með ADHD,
ramminn er skýr, matartímar reglu-
legir og dagskráin sniðin að ólíkum
áhugasviðum auk þess sem aukinn
mannskapur tryggir að hægt sé að
mæta stúlkunum á þeirra forsendum.
Aðstaðan í Kaldárseli, sem er
skammt fyrir ofan Hafnarfjörð, er eins
og best verður á kosið. Þar er hægt að
fara í göngu- og hellaferðir, stunda
inni- og útiíþróttir, halda kvöldvökur
og ýmislegt fleira. „Stúlkurnar eru þó
alveg lausar við tölvur meðan á dvöl-
inni stendur og hverfa þannig aftur til
fortíðar og kynnast því sem er ekki
tengt við 220 volt einhvers staðar í
vegg. Umfram allt vonumst við þó til
að geta stuðlað að gleðistundum og
góðum minningum.“
Sækja þarf um dvöl í Stelpur í stuði á
sérstöku umsóknareyðublaði á heima-
síðu www.kfum.is. Sálfræðingur fer
yfir hverja umsókn en að sögn Ásgeirs
berast þær gjarnan fyrir milligöngu
þjónustumiðstöðva borgarinnar eða
fjölskyldudeilda bæjarfélaganna.
vera@frettabladid.is
KFUM OG KFUK: BJÓÐA SUMARBÚÐARDVÖL FYRIR STÚLKUR MEÐ ADHD
MÆTT Á EIGIN FORSENDUM
FÁ AÐ NJÓTA SÍN Í NÁTTÚRUNNI Ásgeir segir þörfum stúlknanna mætt með fjölmennara starfsliði og sérmenntuðu starfsfólki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
85 ára afmæli
Í dag 12. maí verður
Þorgrímur
Kristmundsson
rennismíðsmeistari 85 ára.
Af því tilefni verður heitt á könnunni í
Lionssalnum Sóltúni 20, 2. hæð milli
14.00 og 18.00 fi mmtudaginn 13. maí,
uppstigningardag.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Einar Haukur Eiríksson
frá Ísafirði, Hraunvangi 3, Hafnarfirði,
lést þann 10. maí sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 19. maí kl. 13.00.
Guðrún Þorláksdóttir
Eiríkur Þ. Einarsson Anna Gísladóttir
Óskar S. Einarsson Kristrún Hjaltadóttir
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
BURT BACHARACH ER 82 ÁRA Í DAG.
Ég byrjaði að spila á píanóið með
litlu bandi í menntaskóla. Ég var
hræðilegur. Ég hélt ég hefði alls
enga hæfileika. Ég spilaði ekki einu
sinni í takt. Ég komst bara inn í
McGill, sem var ömurlegur tónlist-
arskóli, af því að þeir tóku aðeins
inn bandaríska tónlistarnema.
Burt Bacharach er bandarískur tón-
smiður og píanóleikari sem hefur
samið mikinn fjölda af vinsælum
lögum svo sem Walk On By og Do You
Know the Way to San Jose.
MERKISATBURÐIR
330 Konstantínópel, nú Is-
tanbúl, verður höfuðborg
Rómverska heimsveldis-
ins.
1412 Einar Herjólfsson farmað-
ur lætur lífið. Hann er tal-
inn hafa borið svarta
dauða til landsins. Veik-
in dregur næstu þrjú árin
um þriðjung þjóðarinnar
til dauða.
1926 Flugvélinni Norge er flog-
ið fyrstri allra yfir norður-
pólinn.
1935 Golf er leikið í fyrsta skipti
á Íslandi þegar sex holu
golfvöllur Golfklúbbs Ís-
lands er vígður í Laugar-
dal í Reykjavík.
1940 Hermenn Þjóðverja ráð-
ast inn í Frakkland.
Hinn 12. maí 1882 fengu ekkjur og ógiftar konur,
tuttugu og fimm ára og eldri, kosningarétt á
Íslandi. Þær fengu þó ekki kjörgengi. Þetta
gilti aðeins um konur sem stóðu fyrir búi eða
áttu með sig sjálfar að öðru leyti. Það var mjög
fámennur hópur kvenna.
Áður en lögin tóku gildi höfðu þó þrjár konur
kosið. Þær höfðu notfært sér þá gloppu í lög-
unum að hvergi var tekið fram að konur mættu
ekki kjósa.
Giftar konur og vinnuhjú fengu kosningarétt
og kjörgengisrétt í áföngum fram til ársins 1915.
Þá fengu allar konur, 40 ára og eldri, kosninga-
rétt. Árið 1920 var aldursmörkunum breytt í 25
ár og höfðu konur þá jafnan pólitískan rétt og
karlar.
Fyrsta konan var kjörin á þing árið 1922 en
næstu 60 árin, allt þangað til Kvennalistinn bauð
fram til kosninga sátu aðeins tólf konur á Alþingi.
ÞETTA GERÐIST: 12. MAÍ 1882
Konur fá takmarkaðan kosningarétt
AFMÆLISBÖRN
EMILIO
ESTEVEZ
leikari er 48
ára.
FRIÐRIK ÞÓR
FRIÐRIKSSON
kvikmynda-
gerðarmaður
er 56 ára.
JASON BIGGS
leikari er 32
ára.
JIM FURYK,
bandarískur
kylfingur, er
fertugur.