Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 18
18 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Samfélags- mál Árni Svanur Daníelsson prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur HALLDÓR Fyrir utan eldfjöllin eru fyrirbæri árs-ins 2010 kannski undirskriftalistar þar sem fólk tjáir afstöðu sína og skoðanir til ólíkra málefna. Áskoranirnar til forseta Íslands um að skrifa ekki undir Icesave lögin eru okkur í fersku minni og á Fac- ebook samskiptavefnum hafa ótal slíkir listar sprottið á formi hópa sem helgaðir eru ólíkum málefnum. Þetta eru nokkurs konar bænalistar. Bænalistarnir breyta engu í sjálfu sér. Réttlætinu verður ekki fullnægt við það að við setjum nafn okkar undir yfirlýsingu þess efnis að fjárglæframenn sem köstuðu mykju á málstað ekkna og munaðarleys- ingja eigi að iðrast gjörða sinna og hljóta makleg málagjöld. Bænir sem við beinum hvert til annars og til almættisins gera aðeins sitt gagn ef þær leiða til aðgerða. Bænir, hvers eðlis sem þær eru, eiga að beina okkur til þeirra sem á einhvern hátt skortir það sem þarf til að lifa með mannlegri reisn. Bænalíf sem skilar sér ekki út í lífið er ónýtt bænalíf. Nú stendur yfir Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun. Athygli okkar hefur beinst að fátækt á Íslandi. Hún birtist í ólíkum myndum, en alltaf rænir fátæktin manneskjuna reisn og tækifær- um til að blómstra. Fátækt hefur lengi verið staðreynd á Íslandi, en margt bendir til að Hrunið hafi aukið hana. Í dag eiga rúmlega 11.000 börn foreldri án atvinnu og 30.000 Íslendingar lifa í fátækt. Það breytist ekki neitt þótt við göngum í Facebook hópinn Við mótmælum fátækt á Íslandi. Látum því ekki staðar numið með listana. Nú er tími til að byggja samfélag þar sem allir geta lifað með reisn. Sam- félag þar sem við sættum okkur ekki við fátækt. Tökum okkur stöðu með þeim sem eru útilokuð frá nægtaborðinu, búa við kröpp kjör. Vinnum í þágu þeirra og sam- félagsins. Fátækt og bænir M argir vilja losna við verðtrygginguna. Það er skilj- anlegt, eftir að hún hefur valdið mörgum heimilum miklum búsifjum. Þeir sem voru til dæmis með hús- næðislán í íslenzkum, verðtryggðum krónum hafa horft upp á lánið sitt hækka um margar milljónir á sama tíma og þeir hafa greitt drjúgan hluta af mánaðarlaununum sínum í afborganir, vexti og verðbætur. Í umræðum um verðtrygg- inguna ber stundum á því að menn telja að hægt sé að fara einfaldar leiðir. Aflétta einfald- lega verðtryggingunni og þá sé vandinn leystur. Málið er ekki svo einfalt. Eins og fram kemur í skýrslu, sem Askar Capital vann fyrir efnahags- og viðskiptaráðu- neytið, er verðtryggingu einkum að finna í löndum, sem búa við óstöðugan, lítinn gjaldmiðil og mikla verðbólgu. Verðtryggingin er verðið, sem við greiðum fyrir íslenzku krónuna. Vegna þess hvað verðgildi krónunnar er óvíst eru fáir reiðubúnir að lána til langs tíma án verðtryggingar, nema þá með mjög háum vöxtum. Með afnámi verðtryggingar við núverandi aðstæður færi fólk því aðeins úr öskunni í eldinn. Að sama skapi vildu líklega fáir afnema verðtryggingu á lífeyrisskuldbindingum á meðan hætta er á að krónan sveiflist eins og hún hefur gert hingað til. Ef við byggjum við stöðugan gjaldmiðil væri verðtryggingin ekki stórkostlegt vandamál. Enda er stór hluti húsnæðislána landsmanna tekinn á tíma þegar krónan virtist stöðug og verðbólgan var lítil. Það er ekki fyrr en skellurinn kemur, með tilheyrandi verðbólgu, að verðtryggingin bítur í budduna okkar. Það er rétt, sem Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir í Fréttablaðinu í gær, að forsendan fyrir því að afnema verð- trygginguna er að ná tökum á stjórn peningamálanna; ná að halda gengi gjaldmiðilsins stöðugu og verðbólgunni lágri. Ef gjaldmiðillinn er stöðugur, skiptir ekki máli hvað hann heit- ir. Ef hægt er að gera íslenzku krónuna að stöðugum gjaldmiðli, má vel búa við hana út frá hagsmunum heimilanna. En þeir, sem mest mæra krónuna nú um stundir, virðast einmitt líta á það sem hennar helzta kost að hún geti sveiflazt duglega, í þágu útflutn- ingsgreinanna. Síðasta sveifla var reyndar ekki hagstæðari en svo að fjöldamörg fyrirtæki (líka útflutningsfyrirtæki) eru tæknilega gjaldþrota vegna þess að skuldir þeirra í erlendri mynt tvöfölduðust á skömmum tíma, jafnvel þótt tekjurnar séu meiri í krónum talið. Sagan sýnir að það er hæpið að lítill, sjálfstæður gjaldmiðill eins og krónan geti skapað þann stöðugleika sem bæði heimili og fyr- irtæki vilja búa við. Ísland á augljósan annan kost, sem er evran. Hún fæst ekki nema með inngöngu í Evrópusambandið. Bent hefur verið á að evrusvæðið glími nú við mikla erfiðleika. Enn sem komið er eru þeir smávægilegir miðað við það sem krónusvæðið Ísland lenti í. Innganga í ESB og upptaka evru er verkefni, sem tekur mörg ár. Nóg svigrúm gefst í umsóknar- og aðildarferlinu til að meta hvort evran kemst í gegnum núverandi hreinsunareld og stenzt samanburð við krónuna sem forsenda þess að hægt verði að afnema verðtrygginguna. Verðtrygging verður ekki aflögð fyrr en Ísland hefur eignazt stöðuga mynt. Verður það króna? Krónan kostar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Bænir sem við beinum hvert til annars og til almættisins gera aðeins sitt gagn ef þær leiða til aðgerða. Dauðans alvara Stjórnarandstaðan hefur oft velgt ríkisstjórninni undir uggum það sem af er kjörtímabili; Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, liggur ekki á liði sínu og þjarmaði rækilega að dóms- og mannréttindamálaráð- herra á dögunum, með fyrirspurn um – umhverfisvæna greftrun. Eygló vill vita hvernig sé staðið að greftrun og líkbrennslu á Íslandi; hver sé umhverf- ismengunin af greftrun og líkbrennslu; og, síðast en ekki síst, „hefur verið skoðaður möguleikinn á að leyfa þurrfrystingu við greftrun til að draga úr umhverfismengun?“ Skriflegt svar óskast. Heitir þetta ekki að jarða umræðuna? Deilt um breytingar Skiptar skoðanir eru innan þingflokks VG um sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis ásamt iðnaðar- ráðuneyti í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Sumir fullyrða að sú ráðstöfun myndi tefla matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða sé þjónkun við Samfylk- inguna í Evrópumálum. Kynntu þeir sér ekki stefnuna? Þetta skýtur skökku við. Árið 2006 kom út Græn framtíð, rit VG um sjálfbæra þróun. Þar stendur: „Úrelt skipan mála innan Stjórnarráðsins má ekki lengur standa í vegi fyrir nauðsynleg- um áherslubreytingum hvað snertir fjármagn og tilfærslu verkefna milli ráðuneyta. Jafnhliða mikilli eflingu umhverfisráðuneytisins þarf að huga að tilfærslu verkefna milli annarra ráðuneyta og hugsanlegri fækk- un þeirra, meðal annars með uppbyggingu eins atvinnu- vegaráðuneytis.“ Hvernig hefði verið fyrir vissa þingmenn VG að kynna sér stefnu flokksins áður en þeir buðu sig fram fyrir hann? bergsteinn@frettabladid.is pakkinn Fyrsti á aðeins 845 krónur! Skráðu þig á: klubbhusid.is eða í síma 528-2000 ARGH 0510 Nýr pakki kominn út!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.