Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2010 Ótvírætt hagræði er að því að velja og versla allt til baðher- bergisins á sama stað. Það er auðvelt eftir að Álfaborg og Baðheimar sameinuðust á dögunum í Skútuvogi 6. Álfaborg hefur verið þekkt í aldar- fjórðung fyrir flísar og gólfefni og er með elstu fyrirtækjum í þeim bransa. Árið 2007 keypti Álfaborg Baðheima og nú hafa fyrirtækin sameinast um sýningarsal. „Það er hagkvæmt fyrir viðskiptavin- inn að kaupa allt á sama stað, hann kemst yfirleitt að betri kjörum með stærri pökkum,“ segir Kol- beinn Össurarson, einn af eigend- um Álfaborgar sem segir samein- inguna bjóða upp á mikla mögu- leika. „Við vorum alltaf með lítils háttar af hreinlætistækjum og baðinnréttingum en erum komn- ir með miklu breiðara úrval,“ segir hann og sýnir nýja línu í akrýlbaðkörum, danskar Dans- ani-baðinnréttingar og Villeroy & Boch-hreinlætistæki sem hann segir sennilega þekktustu hrein- lætistæki á Íslandi. Fyrir utan Gustavsberg, bendir blaðamað- ur á, en Kolbeinn upplýsir að um sömu samsteypu sé að ræða. „Við leggjum mikið upp úr því að versla eingöngu við viðurkennda birgja því það skiptir svo miklu máli að hreinlætistækin séu í lagi,“ segir hann ákveðinn. Kolbeinn segir miklar bylting- ar hafa átt sér stað í hreinlætis- tækjabúnaði í góðærinu og erf- itt sé að toppa það. „Við höldum áfram með ákveðna hluti sem hafa gefist vel og erum líka með ódýrari lausnir á sambærilegri vöru og við vorum með áður,“ segir hann og upplýsir að birgj- ar hafi orðið að lækka verð enda sé þess þörf eins og markaðurinn sé í dag. Hann nefnir sem dæmi nýjar og flottar flísar sem hafi verið að koma frá spænska fyrir- tækinu Porcelanosa á hagstæðara verði en verið hefur. „Allir eru til- búnir til að leggja sitt af mörk- um til að mæta slæmu efnahags- ástandi, því það er víðar en á Ís- landi,“ segir hann. Í flísunum eru alltaf að koma inn nýjungar að sögn Kolbeins. Þar eru tískusveiflurnar meiri en í baðinnréttingunum. „Nú voru til dæmis að koma inn nýjar flísar sem heita Velas Blanco. Þær eru mikið upphleyptar og flottar en þægilegar í þrifum þótt þær séu hrjúfar því það er háglansgler- ungur á þeim,“ lýsir Kolbeinn. Hann segir gráar flísar enn halda góðri stöðu á vinsældalistanum en kalda liti þó aðeins að víkja fyrir öðrum hlýrri, jafnvel sterkum litum sem settir séu á litla fleti. Nefnir sem dæmi sterkrauðan lit sem lífgi upp á og falli ágætlega í kramið. „Fólk er æ meira farið að leita að einhverju hlýju og nota- legu til að hafa kringum sig.“ Kolbeinn kveðst þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga nóg á lager. Slíkt sé ekki sjálfgefið í dag. Þótt dregið hafi úr nýbyggingum á undanförnum misserum segir hann viðhaldsverkefni að auk- ast á móti. „Endurgreiðsla virð- isaukaskatts á viðhaldsvinnu var jákvæð aðgerð og hún er að skila sér,“ segir hann. „Fólk er að hrista af sér slenið og byrja að laga til.“ Hlýir litir hafðir með köldum „Allir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að mæta slæmu efnahagsástandi því það er víðar en á Íslandi,“ segir Kolbeinn er hann útskýrir lækkandi verð frá erlendum birgjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á baðherberginu geta leynst ýmsar hættur þegar börn eru annars vegar, en hægt er að fyrirbyggja þær með nokkrum einföldum ráðum. Það er hægt að fá innbyggðan hitastilli með blöndunartækjum til að koma í veg fyrir að börn og aðrir á heimilinu geti brennt sig á of heitu vatni (vatn úr krönum ætti aldrei að vera heitara en sem nemur fjörutíu gráðum). Hálkumottur eru sömuleiðis hentugar í baðkers- og sturtubotna þar sem þeir verða hálir þegar þeir blotna. Þá ættu foreldrar að verða sér úti um öryggislæsingar á kló settsetur, þar sem mörgum börn- um þykir klósett spennandi græja og geyma klósettbursta þar sem þau ná ekki til. Síðast en ekki síst ætti aldrei að skilja börn eftir eftirlitslaus þegar þau eru í baði. Öryggi haft í öndvegi Gott er að hafa skemil eða þess háttar á baðherberginu svo barnið fari ekki að príla eftir þeim hlutum sem það þarf að nota. ● LEIKIÐ Á BAÐHER- BERGINU Baðferðir, sérstak- lega í vel flísalögðum baðher- bergjum, eru upplagðar til að nota í ærlegt sull með ungviði heimilisins. Ýmiss konar leikföng, svo sem kútar, gúmmíendur, sundboltar og fleira sem jafnan eru bara notuð í sundlaugunum, getur verið gaman að leika sér með á baðherberginu og sápukúlur koma þar ekki síst sterkt inn. Hægt er að gera baðferðir að æv- intýraleik með flösku af sápukúlu- vatni þar sem foreldrar leggjast á eitt með börnum sínum að láta kúlurnar fjúka um baðherbergið. Sullið er streitulos- andi og ekkert að því að busla og blása sápukúlur einn þótt engin séu börnin. Skútuvogi 6 | 104 Reykjavík | Sími 568 6755 | www.alfaborg.is Vandaður heill sturtuklefi frá Dansani úr gleri. Tilboðsverð 119.900 kr. Stærðir 80x80, 90x90 og 70x90. Velas Blanco 33,3x66,6 flísar frá Venis á Spáni. Verð 8.609 kr. fermeterinn Baðinnrétting frá Dansani úr Eik. Tilboðsverð 169.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.