Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 50
34 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.680 Breiðablik Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–18 (4–10) Varin skot Ingvar Þór 8 – Ómar 4 Horn 4–9 Aukaspyrnur fengnar 9–14 Rangstöður 5–1 KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Á. Antoníuss. 6 Haraldur F. Guðm. 6 Bjarni Hólm Aðalst. 6 Alen Sutej 8 Magnús Þorsteinss. 6 Hólmar Örn Rúnarss. 6 *Paul McShane 8 (87. Brynjar Guðm. -) Magnús Þ. Matthíass. 7 (90. Ómar Karl Sig. -) Guðm. Steinarsson 6 (46. Jóhann Guðm. 6) Hörður Sveinsson 4 *Maður leiksins BREIÐABL. 4–5–1 Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalst. 5 (89. Elvar Páll S. -) Kári Ársælsson 5 Elfar Freyr Helgason 5 Kristinn Jónsson 5 Olgeir Sigurgeirsson 4 (64. Haukur Baldv. 6) Guðm. Kristjánsson 5 Finnur Orri Margeirss. 4 (73. Andri Yeoman -) Kristinn Steindórss. 4 Alfreð Finnbogason 4 Guðm. Pétursson 6 0-1 Alen Sutej (36.) 0-1 Þorvaldur Árnason (7) 30 DAGAR Í HM Englendingurinn Geoff Hurst er eini leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í úrslitaleik HM. Hurst skoraði þrjú mörk í 4-2 sigri Englands á Vestur-Þýskalandi í framlengdum úrslita- leik á Wembley 1966. Annað mark Hurst í leiknum sem fór í slána og niður á línu er eitt umdeildasta mark knattspyrnusög- unnar en það kom Englandi í 3-2 í framlengingunni. Laugardalsvöllur, áhorf.: 750 Fram ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–11 (7–4) Varin skot Hannes 4 – Albert 5 Horn 4–4 Aukaspyrnur fengnar 12–11 Rangstöður 4–1 ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 4 Eiður Aron Sigurbj. 5 Andri Ólafsson 6 Yngvi Borgþórsson 6 Matt Garner 5 Finnur Ólafsson 5 Tony Mawejje 5 (58. Gauti Þorvarðar. 6) Tryggvi Guðmundss. 5 (68. Anton Bjarnas. 6) Eyþór H. Birgisson 4 (76. Hjálmar Viðarss. -) Þórarinn Valdimarss. 6 Denis Sytnik 7 *Maður leiksins FRAM 4–3–3 Hannes Þór Halld. 7 Daði Guðmundsson 7 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 6 Halldór H. Jónsson 6 Jón G. Eysteinsson 6 Almarr Ormarsson 5 Ívar Björnsson 7 (80. Hlynur Atli -) *Tómas Leifsson 8 (66. Joe Tillen 5) Hjálmar Þórarinsson 5 (88. Guðm. Magn. -) 1-0 Tómas Leifsson (4.) 2-0 Ívar Björnsson (56.) 2-0 Jóhannes Valgeirss. (8) Það var þjóðhátíðarstemning á Selfossi í gær er Selfoss lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þrátt fyrir frábæran stuðning áhorfenda og metmætingu á völlinn þá tókst Selfyss- ingum ekki að næla í fyrstu stigin því Fylkir vann leikinn, 1-3. „Ég er aldrei sáttur við að tapa leik. Það var algjör óþarfi að sofna þarna tímabundið í upphafi síðari hálfleiks og gefa þeim þessi mörk,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss. „Svona er þetta bara en við erum að læra og menn læra af þessum leik. Við verðum samt að vera mjög fljótir að læra í þessari deild. Það var samt ýmislegt jákvætt í þessu enda menn að leggja sig fram og reyna. Það voru sjö eða átta leikmenn að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og eðlilega nokkur sviðsskrekkur í mönnum.“ Fyrri hluti fyrri hálfleiks var nokkuð sprækur hjá heimamönnum en slagkraftinn vantaði í sóknarleik þeirra. Smám saman náði Fylkir yfirhöndinni og hefði átt að leiða í hálfleik en leikmenn nýttu ekki fín færi. Fylkir fékk aftur á móti óskabyrjun í síðari hálfleik og skoraði snemma. Eftir það kom meiri ró yfir liðið og það var með leikinn algjörlega í höndum sér. Sævar minnkaði muninn í 1-2 en Selfoss hafði ekki nægt sóknarafl til þess að skora annað mark. Fylkir skor- aði svo lokamarkið og vann sanngjarnt. „Ég er að mörgu leyti sáttur við okkar leik. Það var svolítið stress á okkur og leikmenn ekki alveg nógu öruggir á boltanum. Eftir að við skorum fannst mér koma sjálfstraust í liðið. Við sköpuðum okkur fullt af færum í leiknum og það var ánægjulegt að skora þrjú mörk en þau hefðu hæglega getað orðið fleiri,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, sáttur eftir leikinn. „Við ákváðum að vera þolinmóðir í leikhléi, halda áfram að gera okkar hluti því þá vissum við að mörkin myndu koma sem þau og gerðu,“ sagði Ólafur en hann gefur Sel- foss-liðinu ágætiseinkunn. „Það kemur enginn hingað og sækir auðveld stig. Þetta lið á eftir að gera öðrum liðum skráveifu.“ - hbg PEPSI-DEILD KARLA: FYLKIR VANN FYRSTA ÚRVALSDEILDARLEIKINN Á SELFOSSI Verðum að vera fljótir að læra í þessari deild FÓTBOLTI Keflvíkingar byrja vel undir stjórn Willums Þórs Þórs- sonar en þeir unnu sanngjarnan 1-0 sigur á bikarmeisturum Blika á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. Vinstri bakvörðurinn Alen Sutej var einn hættulegasti sóknarmað- ur leiksins og skoraði sigurmark- ið. Markið hans kom í annars jöfnum fyrri hálfleik en í þeim síðari voru gestirnir úr Keflavík miklu hættulegri og sigurinn var því sanngjarn. Það má segja að áhrif Willums séu strax sjáanleg á Keflavíkurliðinu. „Ég var mjög sáttur við spila- mennskuna og mér fannst við vinna mjög vel sem liðsheild. Við vorum mjög agaðari í allri vinnu. Á móti Breiðabliki getur þú ekki vonað að þeir nái ekki sinni spila- mennsku því þú verður bara að ná að loka á þetta hjá þeim. Við unnum vel í því og vorum mjög skipulagðir í því,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Við náum inn marki og það hjálpar okkur. Í seinni hálfleik komum við mjög skarpir og ein- beittir til leiks og sköpuðum fullt af færum. Við vorum þá með mjög flottar og gagnvirkar sókn- ir þar sem Ingvar Þór Kale kom í veg fyrir það að við bættum við marki,“ sagði Willum Þór og það er hægt að taka undir það. Kefl- víkingar náðu samt ekki að bæta við marki og Willum Þór var því aldrei öruggur með sigurinn. „Auðvitað hefði mér liðið betur ef við hefðum náð að bæta við marki tvö vegna þessa að maður veit að Blikaliðið er alltaf líklegra til að refsa. Við vorum samt mjög agað- ir og skipulagðir og gáfum ekki færi á okkur með Ómar traustan í markinu. Ég get ekki verið annað en mjög ánægður með liðið,“ sagði Willum Þór. Keflvíkingar spiluðu skynsam- lega og voru skeinuhættir þegar þeir unnu boltann. Paul McShane var allt í öllu og liðið leitaði mikið að Guðmundi Steinarssyni sem var í frjálsu hlutverki fyrir aftan framherjann. Alen Sutej skor- aði sigurmarkið með skalla eftir stutta hornspyrnu og sendingu Guðmundar Steinarssonar. Blik- ar áttu ágæta spretti framan af en liðinu gekk mjög illa að klára sóknirnar á síðasta þriðjungn- um. Keflvíkingar voru miklu grimmari í upphafi seinni hálf- leiks. Jóhann Birnir Guðmunds- son leysti Guðmund Steinarsson af í hálfleik og var mjög ógnandi frá fyrstu mínútu. Ingvar Þór Kale bjargaði Blikum í þrígang á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks og að auki björg- uðu varnarmenn Blika á marklínu frá Alen Sutej sem var mjög ógn- andi í föstu leikatriðunum. Blik- ar náðu upp smá pressu í lokin en ógnuðu þó aldrei marki Keflavík- ur að einhverju ráði. Blikarnir töpuðu þarna þriðja leiknum á rúmri viku og hlutirnir eru ekki að falla alveg með þeim þessa dagana. „Þetta eru tvö jöfn lið og tvö lið sem hafa háð marga hildi á síðustu árin og spilað marga fjöruga leiki. Þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði Keflavíkurliðið var boðið upp í tangó en tangó var það ekki í dag. Fínt var það ekki. Ég held að Keflvíkingunum sé alveg sama því þeir fara burtu með þrjú stig. Mér fannst örla á taugaspennu hjá mínum leikmönnum að spila fyrsta leikinn og á heimavelli. Keflvík- ingarnir fóru betur út úr því dæmi en við. Ég lít á sem svo að þetta hafi verið frumsýningarskjálfti og ég vona það,“ sagði Ólafur Kristj- ánsson, þjálfari Breiðabliks. ooj@frettabladid.is Áhrif Willum augljós á Keflvíkingum Keflvíkingar hófu Pepsi-deildina á 1-0 sigri á Blikum í Kópavogi í gær. Skynsamur leikur og gott skipulag landaði sanngjörnum sigri en öruggur var hann þó aldrei þar sem annað markið kom aldrei. FÓTBOLTI Það gekk brösuglega hjá liði ÍBV að koma sér til Reykja- víkur í gær þar sem Eyjafjalla- jökull heldur áfram að setja strik í reikninginn. Með hjálp einkaflug- manna tókst þeim þó að komast í bæinn. Liðið reið hins vegar ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Fram. Mikill vorbragur var á spilamennsku Eyjamanna og feilsendingar þeirra fleiri en góðu hófi gegnir. Framarar voru með góð tök á leiknum og komust yfir með sér- kennilegu marki. Tómas Leifsson fékk óskabyrjun í bláa búningnum og setti boltann yfir Albert Sæv- arsson, líklega ætlaði Tómas að gefa boltann fyrir en sendingin breyttist í prýðilegt skot. Þetta reyndist eina markið í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari bætti Ívar Björns- son við öðru marki. Eftir það var þetta í raun aldrei spurning þótt gestirnir hafi átt nokkrar ágætar skot- tilraunir. Úrslitin 2-0 fyrir Fram. Framarar hafa ekkert breyst í spila- mennsku frá því í fyrra og halda áfram að virka vel saman sem vél undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar. Liðið þurfti ekki neina skínandi spilamennsku til að vinna mótherja sína í gær. Ef þetta er það sem koma skal frá Eyjamönnum er ansi erfitt sumar í vændum hjá þeim. Tryggvi Guðmundsson var alls ekki að finna sig og munar þar um minna, eng- inn var til að draga vagn- inn hjá gestunum. Úkraínski sóknar- maðurinn Denis Sytnik var ljós- asti punkturinn hjá ÍBV en þar fer greinilega hæfileikaríkur leikmað- ur. Hann náði að skapa talsverðan usla en er þó ákaflega einfættur og var það aðeins að há honum. Þorvaldur Örlygsson, þjálf- ari Fram, vildi ekki tala um að vorbragur hefði verið á leikn- um. „Menn sjá lélegar og góðar bíómyndir en mér fannst leikur- inn nokkuð góður. En menn voru nokkuð þungir að koma inn á gras- ið. Það er allavega gott að byrja á sigri og það gefur manni von varð- andi framhaldið,“ sagði Þorvaldur eftir leik. - egm Framarar unnu verðskuldaðan sigur á Eyjamönnum á Laugardalsvellinum í gærkvöldi: Vorbragur á báðum liðum í Laugardalnum ALBERT SÆVARSSON Mátti sækja knöttinn tvívegis í mark ÍBV í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GÓÐUR ÚTISIGUR Haraldur Freyr Guðmundsson í baráttunni við Guðmund Pétursson, leikmann Breiðabliks, í gær. Haraldur og félagar í Keflavík sóttu þrjú góð stig í Kópavoginn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Rekur hér boltann í leik Breiðabliks og Keflavíkur í gær en Jóhann B. Guðmundsson fylgist með honum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.