Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 22
DEKUR „Upplifunin er æðisleg; maður fær silkimjúkar fætur á eftir og er gagntekinn notalegri vellíðan,“ segir Elfa Dögg Þórðardóttir mann- virkja- og umhverfisfulltrúi, sem átti hugmyndina að Hveragarðinum sem lofar dásamlegu dekri í miðbæ Hveragerðis, þar sem opnuð verður ný aðstaða til vatns- og leirfótabaða um helgina. „Hveragerði stendur á mögnuðu bæjarstæði þar sem allt sjóðbull- ar af heitu vatni inni í bænum og utan við bæinn. Við áttum fyrirtaks laug til fótabaða í miðbænum, sem í rennur allt affall af hverasvæðinu sem og affall af borholu Orkuveit- unnar, og þegar ég bar undir bæj- arstjórnina hvort við ættum ekki að auka nýtingu svæðisins með leir- og hverafótaböðum var henni tekið fagnandi,“ segir Elfa Dögg þar sem hún bakar rúgbrauð og sýður sér gómsæt landnámshænuegg meðan hún baðar tærnar í heilnæmum leir og hveravatni. „Leirinn tökum við úr kulnuðum hverum í umhverfi bæjarins, og eins og náttúruleirinn sem notað- ur er í leirböð Náttúrulækningafé- lagsins er hann sjálfhreinsandi og bakteríudrepandi, sem gerir hann ávallt nýjan og ferskan fyrir næsta mann, auk þess að vera bólgueyð- andi og hafa heilsubætandi áhrif,“ segir Elfa Dögg í fögrum og freist- andi Hveragarðinum. Hann er svo sannarlega einstakur á heimsmæli- kvarða, því hvergi er nálægð byggð- ar jafn mikil við virkt háhitasvæði þar sem gestum gefst tækifæri til að verða vitni að fjölbreyttri nýt- ingu háhitans. „Í Hveragarðinum er skemmti- legt aðstöðuhús í fallegri gróður- vin þar sem ræktuð eru appelsínu- og bananatré ásamt kaffirunna. Þar er hægt að fá sér kaffi og með því og kaupa heimaræktað grænmeti. Auk þess geta gestir fylgst með brauðbakstri, soðið sér egg í sérút- búnu neti og gætt sér á gúrku snafsi, en íslenskar landnámshænur hafa tekið sér bólfestu í Hveragarðin- um, ungum sem öldnum til mikillar ánægju,“ segir Elfa Dögg um heild- stæða nýtingu hverasvæðisins. Með þessari nýjung hafa Hvergerðing- ar tekið stórt skref til tengingar við þá notkun sem tíðkaðist á svæðinu í árdaga byggðar þegar fólk sótti sér heilsubót með því að liggja í leir- böðum á hverasvæðinu, húsmæður suðu mat í hverum og mættu þar reglulega til stórþvotta. thordis@frettabladid.is Tásur, rúgbrauð og egg Faraldsfóturinn getur orðið lúinn á ferðalögum um landið og svalandi tilhugsun að geta dýft þreyttum tám í hveravatn og kælandi leirbað, eins og nú gefst færi á undir berum himni í Hveragerði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, og Elfa Dögg Þórðardóttir njóta snemmsumarsælu í nýja Hveragarðinum þar sem landsmenn geta nú komið og leyft náttúruöflunum að dekra við fætur sína, bragðlauka og andann. MYND/GUÐMUNDUR ÞÓR GUÐJÓNSSON SKRÚBBBURSTI örvar blóðflæðið og losar dauðar húðfrumur á yfirborði húðar. Má nota bæði í sturtu en einnig til að þurrbursta líkamann. 20% afsláttur af öllum Basler vörum út Maí. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.