Fréttablaðið - 12.05.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 12.05.2010, Síða 22
DEKUR „Upplifunin er æðisleg; maður fær silkimjúkar fætur á eftir og er gagntekinn notalegri vellíðan,“ segir Elfa Dögg Þórðardóttir mann- virkja- og umhverfisfulltrúi, sem átti hugmyndina að Hveragarðinum sem lofar dásamlegu dekri í miðbæ Hveragerðis, þar sem opnuð verður ný aðstaða til vatns- og leirfótabaða um helgina. „Hveragerði stendur á mögnuðu bæjarstæði þar sem allt sjóðbull- ar af heitu vatni inni í bænum og utan við bæinn. Við áttum fyrirtaks laug til fótabaða í miðbænum, sem í rennur allt affall af hverasvæðinu sem og affall af borholu Orkuveit- unnar, og þegar ég bar undir bæj- arstjórnina hvort við ættum ekki að auka nýtingu svæðisins með leir- og hverafótaböðum var henni tekið fagnandi,“ segir Elfa Dögg þar sem hún bakar rúgbrauð og sýður sér gómsæt landnámshænuegg meðan hún baðar tærnar í heilnæmum leir og hveravatni. „Leirinn tökum við úr kulnuðum hverum í umhverfi bæjarins, og eins og náttúruleirinn sem notað- ur er í leirböð Náttúrulækningafé- lagsins er hann sjálfhreinsandi og bakteríudrepandi, sem gerir hann ávallt nýjan og ferskan fyrir næsta mann, auk þess að vera bólgueyð- andi og hafa heilsubætandi áhrif,“ segir Elfa Dögg í fögrum og freist- andi Hveragarðinum. Hann er svo sannarlega einstakur á heimsmæli- kvarða, því hvergi er nálægð byggð- ar jafn mikil við virkt háhitasvæði þar sem gestum gefst tækifæri til að verða vitni að fjölbreyttri nýt- ingu háhitans. „Í Hveragarðinum er skemmti- legt aðstöðuhús í fallegri gróður- vin þar sem ræktuð eru appelsínu- og bananatré ásamt kaffirunna. Þar er hægt að fá sér kaffi og með því og kaupa heimaræktað grænmeti. Auk þess geta gestir fylgst með brauðbakstri, soðið sér egg í sérút- búnu neti og gætt sér á gúrku snafsi, en íslenskar landnámshænur hafa tekið sér bólfestu í Hveragarðin- um, ungum sem öldnum til mikillar ánægju,“ segir Elfa Dögg um heild- stæða nýtingu hverasvæðisins. Með þessari nýjung hafa Hvergerðing- ar tekið stórt skref til tengingar við þá notkun sem tíðkaðist á svæðinu í árdaga byggðar þegar fólk sótti sér heilsubót með því að liggja í leir- böðum á hverasvæðinu, húsmæður suðu mat í hverum og mættu þar reglulega til stórþvotta. thordis@frettabladid.is Tásur, rúgbrauð og egg Faraldsfóturinn getur orðið lúinn á ferðalögum um landið og svalandi tilhugsun að geta dýft þreyttum tám í hveravatn og kælandi leirbað, eins og nú gefst færi á undir berum himni í Hveragerði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, og Elfa Dögg Þórðardóttir njóta snemmsumarsælu í nýja Hveragarðinum þar sem landsmenn geta nú komið og leyft náttúruöflunum að dekra við fætur sína, bragðlauka og andann. MYND/GUÐMUNDUR ÞÓR GUÐJÓNSSON SKRÚBBBURSTI örvar blóðflæðið og losar dauðar húðfrumur á yfirborði húðar. Má nota bæði í sturtu en einnig til að þurrbursta líkamann. 20% afsláttur af öllum Basler vörum út Maí. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.