Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 8
8 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja flutti konu í barnsnauð frá Vest- mannaeyjum aðfaranótt þriðjudags þar sem öskufall hamlaði flugi. Í Landeyjahöfn beið sjúkrabíll með ljósmóður frá Selfossi og flutti kon- una á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík. „Þetta gekk vonum framar,“ segir Birgir Nielsen, sem varð konu sinni samferða til Reykjavík- ur. Hann segir barnið ekki væntan- legt alveg strax en þau séu í góðum höndum á Landspítalanum. „Það var rjómablíða í nótt og björgunarsveitin leysti þetta vel úr hendi,“ segir hann, en kveður þó að óneitanlega hafi verið sérstakt að koma inn í Bakkafjöru í fyrri- nótt. „Við fengum þær fregnir að þyrlan myndi ekki koma og vorum svo komin í bæinn tveimur tímum seinna.“ Gunnar Kristinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja, segir að öskufall vegna eldgossins í Eyja- fjallajökli hamli þar flugi núna, Eyjarnar séu inni á flugbannssvæði og völlurinn lokaður. „Við höfðum samband við Landhelgisgæsluna en þeir treystu sér ekki til að koma með þyrluna nema um líf og dauða væri að tefla og það var ekki í þessu tilviki,“ segir hann. - óká BJÖRGUNARBÁTURINN ÞÓR Kona í barnsnauð var flutt í land með björgun- arbátnum Þór. Kona í barnsnauð var flutt yfir sjó og land á Landspítalann: Öskufall hamlaði flugi í Eyjum 500 bæklingar með nýju sniði. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 50 kassar utan um augnakonfekt. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is DÓMSMÁL Mál níu mótmælenda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur í dag. Þeir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir. Sólveig Anna Jónsdóttir leik- skólastarfsmaður er meðal sak- borninga. Hún segir það hafa komið sér á óvart að vera ákærð fyrir árás á Alþingi, samkvæmt 100. grein hegningarlaga. „Mig grunaði að það yrði gefin út ákæra, eins og menn létu á sínum tíma. Ég var yfirheyrð tvisvar, í seinna skiptið sótti lög- reglan mig í vinnuna, og það var greinilegt að það átti að taka okkur föstum tökum. En mér datt ekki í hug að viðbrögðin yrðu svona hysterísk. Það er svívirði- legt að krefjast refsingar sam- kvæmt 100. grein hegningarlaga og liggur við að maður tali um pól- itískar ofsóknir.“ Sólveig Anna segir það óþægi- lega tilhugsun að eiga á hættu að verða dæmd. „Eins og staðan er núna þá hef ég á tilfinningunni að ég verði sakfelld. Ég vona auðvit- að að svo fari ekki. Ef fólk fer yfir gögnin sést að þar stendur ekki steinn yfir steini, en satt best að segja býst ég við því að fá dóm.“ Spurð hvort hún óttist að fara í fangelsi segist hún ekki hafa leitt hugann að því. „Ég leyfi mér ekki að hugsa svo langt en það yrði ábyggilega ömurleg lífsreynsla.“ Sólveig Anna telur að með því að ákæra mótmælendur fyrir árás á Alþingi séu yfirvöld að senda skilaboð um að hart verði tekið á mótmælum á borð við þau sem urðu í búsáhaldabyltingunni. „Það er í raun verið að hræða fólk frá því að taka þátt í mótmælaað- gerðum á tímum þegar það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikil ástæða til að mótmæla.“ Sólveig Anna segist vona að ekki komi til átaka í dag, eins og gerðist við fyrirtöku málsins 30. apríl síðastliðinn. Ekki var nægur sætafjöldi fyrir áhorfendur og var þeim sem ekki höfðu sæti gert að víkja þaðan. Þegar sumir við- staddra neituðu að hlíta fyrir- mælunum voru þeir fjarlægðir með valdi. Bón um að fyrirtakan í dag færi fram í stærri dómsal var synjað. „Réttarhaldið er eftir sem áður opið,“ segir hún. „Ég vona að lögreglan virði það og hemji sig.“ bergsteinn@frettabladid.is Hef á tilfinningunni að ég verði sakfelld Sólveig Anna Jónsdóttir leikskólastarfsmaður er ásamt átta öðrum ákærð fyrir árás á Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Hún segir sakargiftirnar svívirðilegar. SÓLVEIG ANNA JÓNSDÓTTIR Segir til- gang ákærunnar vera að hræða fólk frá því að taka þátt í mótmælaaðgerðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skrifstofustjóri Alþingis kærði mótmælendurna níu til lög- reglu á sínum tíma. Þetta kom fram í svari Ástu Ragnheið- ar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, á Alþingi í gær. Birgitta spurði með hvaða hætti ákvörðun um aðkomu Alþingis að ákærum gegn mótmælendunum níu var tekin, hver óskaði eftir rannsókn lögreglu og í umboði hvers. Í svari Ástu Ragnheiðar kemur fram að það sé skrif- stofustjóra Alþingis að tryggja öryggi þingsins. Mynd- bandsupptaka sýni að mannsöfnuðurinn hafi yfirbugað þingvörð við innganginn og mátti ætla að hann væri ekki kominn í friðsamlegum tilgangi. „Af samtölunum við þingverði og lögreglumanninn varð enn fremur ráðið að hópurinn skirrðist ekki við að beita líkamlegu valdi til að komast í tæri við þingmenn.“ Enn fremur segir Ásta að starfsmenn skrifstofu Alþingis hafi orðið fyrir meiðslum og skrifstofustjóri beri ábyrgð gagnvart þeim. „Forseti Alþingis lítur svo á að á skrifstofu- stjóra Alþingis hvíli sjálfstæð skylda til að standa vörð um öryggi starfsmanna Alþingis sem og alþingismanna,“ segir í svari Ástu Ragnheiðar. „Að mati forseta er augljóst að skrifstofustjórinn var bær til að taka sjálfstæða ákvörðun um hvort óskað yrði eftir rannsókn á atvikinu. Til þess þurfti hann hvorki atbeina forseta né annarra eins og ýjað er að í spurningunni.“ „Skirrðist ekki við að beita líkamlegu valdi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.