Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 12.05.2010, Qupperneq 6
6 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR Til sölu eða leigu bækistöð á Suðurlandi: Staðsetning: Eyrarbakki í Árborg. Stærð: 1.705 m2 og skiptist í tvo stóra sali, skrifstofur, starfsmannaaðstöðu og fl . Tilvalið sem verkstæði, geymsla, aðstaða fyrir vinnufl okka, lager, og fl . Stór athafnalóð (3.500 m2) fylgir sem veitir stækkunarmöguleika síðar. Hagstætt verð. Upplýsingar í símum: 661 6800 og 660 1060 ® KLAUSTRIÐ EFTIR PANOS KARNEZIS FRÁ ÞEIM SEM GUÐ VILL TORTÍMA TEKUR HANN FYRST VITGLÓRUNA D Y N A M O R E Y K JA V ÍK „Kyrrlát, nánast þögul, frásögn en um leið brenn- heitt, mannlegt drama ... máttug og fumlaus.“ –Times Þýðandi: Árni Óskarsson neon SPLUNKUNÝ KILJA! NÁTTÚRA „Það skal viðurkennast að þetta var mikilfenglegt. Ég sá berg- ið rifna við efstu brún og falla átta- tíu til hundrað metra í sjó fram,“ segir Haraldur Sverrisson, skip- stjóri á Sporði VE, sem var sjónar- vottur að því í fyrrinótt þegar mikil fylla hrundi úr Bjarnarey, einni af úteyjum Vestmannaeyja. Haraldur var á leið á miðin um fjögurleytið um nóttina þegar hann sá spilduna falla niður með tilheyr- andi rykmekki og boðaföllum. Pétur Steingrímsson, sem er vel kunnugur í Bjarnarey, fór út í eyna í gær og segir að tugþúsundir tonna af grjóti hljóti að hafa hrunið. Nú sé fjara þar sem áður var tíu til tut- tugu metra dýpi við bergið. Farið eftir fylluna gangi tuttugu metra inn í bergið og sé fimmtíu metra breitt. Hrunið er það þriðja úr Bjarnarey á jafnmörgum vikum. „Mér sýnist að það eigi eftir að hrynja meira því þetta er allt sprungið þarna úti,“ segir Pétur. Nyrsti hluti svokallaðs Réttarhauss hrundi og með honum tapaðist svo- kallaður Brekahellir. Ásýnd Bjarn- areyjar hefur því breyst mikið auk þess sem veiðistaðir töpuðust en Pétur segir einnig ljóst að mikið af lundaholum hafi farið í sjóinn. Ingvar A. Sigurðsson, forstöðu- maður Náttúrustofu Suðurlands, segir að hrun sem þetta verði með reglulegu millibili. Starfsmenn stofunnar munu fara á næstu dögum og skoða aðstæður. - shá Sjómaður varð vitni að því þegar gríðarmikil skriða féll í sjó fram: Ásýnd Bjarnareyjar gjörbreytt BJARNAREY Farið eftir skákina sem klofnaði úr berg inu gengur tuttugu metra inn í eyjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR PAKISTAN, AP Fjórtán manns féllu í Pakistan í gær í loftárás sem gerð var með ómönnuðum loftförum á vegum bandarísku leyniþjónust- unnar CIA. Þrjár loftárásir hafa verið gerðar síðan upp komst um tilraun til að fremja hryðjuverk með bílasprengju í New York í byrj- un maímánaðar. Fullyrt er að hinir föllnu hafi allir verið uppreisnarmenn í Waz- iristan-héraði, en það hefur ekki fengist staðfest. Stjórnvöld í Pak- istan mótmæla formlega árásun- um, en talið er að árásirnar séu í raun gerðar með þeirra leyfi og aðstoð. Waziristan er hérað við landamæri Pakistans og Afganist- ans, og er í raun stjórnað af höfð- ingjum ættbálka á svæðinu frek- ar en pakistönskum stjórnvöldum. Bandarísk stjórnvöld hafa undan- farið aukið þrýsting sinn á pakist- önsk stjórnvöld um að hefja hern- aðaraðgerðir í héraðinu til að draga úr áhrifum Al-Kaída hryðjuverka- samtakanna. Talið er að aukin áhersla banda- rískra stjórnvalda á árásir í Pak- istan standi í beinu samhengi við tilraun til að fremja hryðjuverk á Times-torgi í New York 1. maí síðastliðinn. Maður grunaður um verknaðinn hefur verið handtek- inn, og hefur hann sagst hafa feng- ið þjálfun í Waziristan. - bj Bandaríkin gera loftárásir í Pakistan eftir tilraun til að fremja hryðjuverk í New York: Fjórtán fallnir eftir loftárás AUKIN GÆSLA Pakistanskur hermaður leitar á mönnum skammt frá landamær- um Afganistans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tæplega sextugur maður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir fíkniefna- smygl. Maðurinn, sem er Lithái, var ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega hálfu kílói af kókaíni. Hann kom til lands- ins með flugi frá Kaupmannahöfn með fíkniefnin falin innvortis, en hann var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar. Maður- inn játaði brot sitt fyrir dómi og hefur þegar hafið afplánun. - jss Átján mánaða fangelsi: Dæmdur fyrir smygl á kókaíni Ætlar þú að taka sumarfrí á meðan HM í knattspyrnu stendur yfir? JÁ 15% NEI 85% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að sameina iðnaðarráðuneyt- ið og sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið í eitt atvinnu- vegaráðuneyti? Segðu skoðun þína á vísir.is. BRETLAND/AP David Cameron, leið- togi breska Íhaldsflokksins, er for- sætisráðherra Bretlands. Elísabet drottning veitti Cameron stjórn- armyndunarumboð í gærkvöldi stuttu eftir að Gordon Brown baðst lausnar. Cameron hefur náð sam- komulagi við Frjálslynda demó- krata um myndun samsteypu- stjórnar en formlegar viðræður hefjast fyrir helgi. Cameron þáði stjórnarmynd- unarumboð úr hendi drottning- ar aðeins klukkustund eftir að Brown hafði beðist lausnar. Hann tók að því búnu við lyklavöldum að Downingstræti 10 og markar það tímamót í fleiri en einum skiln- ingi. Þrettán ára valdatíma Verka- mannaflokksins er lokið. Cameron er yngsti forsætisráðherra Breta síðan Lord Livingstone gegndi embættinu 1812. Íhaldsmenn og Frjálslyndir mynda fyrstu sam- steypustjórn landsins í sjötíu ár. Í stuttri ræðu á tröppum Down ingstrætis 10 í gærkvöldi sagði Cameron að framundan væru margar erfiðar ákvarðan- ir en ásamt Nick Clegg, leiðtoga Frjálslyndra, yrði haldið fast um stjórnartaumana og ólíkar áhersl- ur flokkanna myndu ekki standa í veginum fyrir því að endurvinna traust almennings, vinna bug á fjárlagahallanum og félagslegum vanda. Báðir flokkar hafi fallist á málamiðlanir sem gerðu þeim kleift að vinna saman þrátt fyrir ólíkar stefnuskrár. Cameron var í gærkvöldi þegar tekinn við að mynda ríkisstjórn sína. George Osbourne verður fjár- málaráðherra og William Hague utanríkisráðherra. Líkur eru leidd- ar að því að Nick Clegg muni taka við varaforsætisráðherraembætti; embætti sem í raun felur ekki í sér nein völd. Því er ekki útilokað að Clegg muni jafnframt gegna öðru og valdameira embætti sem muni jafnframt eiga við um fleiri úr röðum Frjálslyndra sem munu fá þungavigtarembætti í sinn hlut. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, var fyrsti erlendi þjóð- höfðinginn til að óska Cameron til hamingju í stuttu símtali í gær- kvöldi. svavar@frettabladid.is Cameron tekinn við sem forsætisráðherra David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, er arftaki Gordons Brown í stóli forsætisráðherra Breta. Samkomulag hefur náðst á milli Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata um samsteypustjórn, hinnar fyrstu í landinu í 70 ár. NÝR FORSÆTISRÁÐHERRA BRETA David Cameron tók við lyklavöldum í forsætisráðherrabústaðnum í Downingstræti 10 í gær- kvöldi. Með honum er eiginkona hans, Samantha. Þau eiga von á barni í september. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.