Fréttablaðið - 17.05.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 17.05.2010, Síða 4
4 17. maí 2010 MÁNUDAGUR VINNUMARKAÐUR Eftirleiðis skulu allir starfs- menn og atvinnurekendur í byggingariðnaði og veitingarekstri hafa vinnuskírteini á sér við störf sín. Alþingi samþykkti lög þess efnis í síðustu viku. Möguleiki er á að þetta eigi við fleiri atvinnugreinar. Árni Páll Árnason félags- málaráðherra var flutn- ingsmaður frumvarpsins. Hann segir það nauðsyn- legt til að tryggja réttindi starfsmanna og að lág- marksstarfskjör séu virt. Mýmörg dæmi séu um hið gagnstæða á undanförnum árum og lögin taki á því. Þá sé mikilvægt að hægt sé að ganga úr skugga um það með einföldum hætti, hvort verið sé að svíkja út atvinnuleysisbætur. „Tvær leiðir voru færar í þessu; önnur var sú að fara í stórfellt opinbert eftirlit, en hana vildum við ekki fara. Hin var sú að aðilar vinnumarkaðarins sæju um þann þátt. Við getum ekki liðið það að réttindi séu brotin á erlendu launafólki eða menn geti stundað stórfelld svik í atvinnutryggingakerfinu og það séu engin úrræði við líði.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formað- ur Framsóknarflokksins, gagnrýndi lögin harðlega í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Þar sagði hann málið óhugnanlegt og þegar það sé sett saman við ýmis konar boð og bönn minni samfélagið helst á Austur-Þýskaland. Árni Páll segir gagnrýni Sigmundar athygl- isverða. „Framsóknarflokkurinn gerði aldrei athugasemdir við málið meðan það var til meðferðar í þinginu, hann virðist hafa haft einhverjum öðrum hnöppum að hneppa.“ Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist ekki Dagsektir ef starfsmenn eru án vinnustaðaskírteina Orðið er að lögum að allir starfsmenn í byggingariðnaði og veitingarekstri skuli bera vinnustaðaskírteini. Óhugnanlegt segir formaður Framsóknarflokksins. Tryggir réttindi starfsmanna segir félagsmálaráðherra. Formaður og varaformaður Framsóknarflokksins eru ósamstíga þegar kemur að málinu. Sigmundur Davíð, formaður flokksins, sagði það óhugnanlegt og ræddi um Austur-Þýskaland, í hádegis- fréttum Rúv í gær. Þar vísaði hann til fleiri boða og banna. Birkir Jón Jónsson varafor- maður samþykkti frumvarpið á Alþingi. Það gerðu fleiri Framsóknarmenn og Guðmundur Steingrímsson skrifaði undir nefndarálit félags- og tryggingamála- nefndar. Enginn þingmaður Framsóknarflokksins greiddi atkvæði gegn frum- varpinu. Birkir Jón segist hafa sam- þykkt frumvarpið með þeim eðlilegu fyrirvörum að þeim heimildum sem þar eru veittar verði beitt af hófsemi. „Fari svo að svartsýnustu spár gangi eftir og samfélagið breytist í eitt allsherjar eftirlitssamfélag, munum við láta til okkar taka á vettvangi þingsins og vinda ofan af því.“ Það að hann hafi greitt frumvarpinu atkvæði sitt sé merki þess að hann óttist það ekki hvað þetta mál varðar. Forystumenn ósamstíga varðandi skírteinin SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON BIRKIR JÓN JÓNSSON BYGGINGARIÐNAÐUR Lögin beinast fyrst í stað að byggingariðnaði og veitingahúsarekstri. Félagsmálaráðherra segir reynsluna sýna að það séu geirar sem ástæða sé til að haf varann á gagnvart. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁRNI PÁLL ÁRNASON MARGRÉT STEINARSDÓTTIR hafa séð frumvarpið. Það hafi ekki verið sent skrifstofunni til umsagnar. Hún segir mikilvægast að huga að því að varlega sé farið í skráningu og söfnun per- sónuupplýsinga, í tengslum við útgáfu slíkra skírteina. Þá verði að tryggja að þau séu ekki notuð í öðrum tilgangi. „Mér sýnist þetta snúa að vinnuveitandan- um og að hann fari eftir lögum. Ég á því erfitt með að sjá mannréttindavinkil á þessu, fyrir- tæki sem slík geta ekki notið mannréttinda.“ kolbeinn@frettabladid.is AUSTURRÍKI, AP Slæðubann vinn- ur gegn tilgangi sínum og mark- ar afturför til fortíðar, að mati ráðstefnu múslima í Vínarborg í Austurríki um helgina. Rúmlega hundrað íslamskir trúarleiðtogar frá 40 löndum sóttu ráðstefnuna. Þeir gagn- rýndu Evrópulönd sem íhuga að leggja bann við andlitsslæðum, líkt og stendur til í Frakklandi og Belgíu. Famile Fatma Arslan, lögfræð- ingur frá Hollandi, var meðal ráðstefnugesta. Hún telur að slæðubann myndi vinna gegn til- gangi sínum. „Þetta er ekki fyrir- byggjandi aðgerð, heldur ögrandi og mun þannig hafa öfug áhrif.“ Hafi viðkomandi ríki áhuga á að styrkja stöðu múslimskra kvenna ættu þau að leggja meiri áherslu á menntun og fræðslu.“ - bs Múslimar um slæðubann: Telja slæðubann hafa öfug áhrif MEÐ SLÆÐU Í ALMENNINGSGARÐI Slæðubann er ögrandi aðgerð segja múslimar FRÉTTBLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 22° 17° 14° 16° 11° 14° 14° 21° 17° 21° 22° 32° 15° 19° 17° 16°Á MORGUN 3-8 m/s en hvassara allra syðst. MIÐVIKUDAGUR S- og SV-átt, víða 5-10 m/s. 8 6 3 4 5 4 8 6 8 7 3 5 8 9 7 5 9 3 6 2 5 4 8 5 8 10 8 10 8 12 14 10 HLÝNAR HÆGT Í dag verður heldur svalt norðanlands og horfur á slyddu inn til landsins. En á morgun hlýnar og á miðvikudag- inn má sjá tveggja stafa hitatölur víð- ast hvar á landinu. Þá verður vindur suðvestlægur og vætusamt sunnan- og vestanlands. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður NEYTENDUR Ryanair hefur verið dæmt til að greiða þrjár milljónir evra í bætur, vegna bágrar þjón- ustu við fólk sem varð stranda- glópar vegna gossins í Eyja- fjallajökli. Það jafngildir um 490 milljónum króna. Þetta kemur fram í franska blaðinu Le Monde. Það er sérstaklega vegna far- þega sem strandaðir voru í Ciampino í Róm sem hvorki var boðið upp á vott né þurrt. Ítalska flugumferðareftirlitið segir önnur flugfélög hafa staðið sína plikt. - kóp Eyjafjallajökull hefur áhrif: Ryanair dæmt til greiðslu bóta BANDARÍKIN, AP Olían sem streym- ir úr borholunni á botni Mexíkóflóa myndar allt að sextán kílómetra langa flekki, djúpt undir slikjunni á yfirborði sjávar. Olíufélagið BP reyndi í gær að koma slöngu niður að borholunni með fjarstýrðum kafbáti til að dæla olíu í olíuskip en án árangurs. Olía hefur streymt úr borholunni í tæpan mánuð, eftir að borpallur- inn Deepwater Horizon sprakk í loft upp og sökk 20. apríl síðastlið- inn. Ellefu fórust í slysinu. Banda- rísk stjórnvöld telja að um 795 þús- und lítrar, eða um fimm þúsund tunnur, af olíu streymi úr borhol- unni daglega. Sumir vísindamenn telja magnið vera mun meira. BP er stærsti olíu- og gasfram- leiðandi í Bandaríkjunum. Félagið á annan borpall á Mexíkóflóa sem starfræktur var á grundvelli ófull- nægjandi og jafnvel rangra verk- fræðilegra upplýsinga. Ljóst er að lífríki Mexíkóflóa er í mun meiri hættu en fyrst var talið vegna neðansjávarflekksins. Vís- indamenn segja það nú aðeins tíma- spursmál hvenær hráolíu tekur að reka á fjörur víðs vegar um Banda- ríkin. „Lífríkið þarf mörg ár, ef ekki áratugi, til að jafna sig,“ segir Samantha Joyce, sjávarlíffræðing- ur við Georgíu-háskóla. - bs Umfangsmiklir olíuflekkir dreifa úr sér neðansjávar í Mexíkóflóa: Allt að 16 kílómetra breiður MEXÍKÓFLÓI Lífríki flóans verður mörg ár að jafna sig á olíunni sem streymir úr borholu neðansjávar. FRÉTTABLAÐIÐ/ AP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 14.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,5501 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 131,11 131,73 190,37 191,29 163,33 164,25 21,953 22,081 21,052 21,176 17,076 17,176 1,4168 1,4250 193,01 194,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR KLAUSTRIÐ EFTIR PANOS KARNEZIS FRÁ ÞEIM SEM GUÐ VILL TORTÍMA TEKUR HANN FYRST VITGLÓRUNA D Y N A M O R E Y K JA V ÍK „Kyrrlát, nánast þögul, frásögn en um leið brenn- heitt, mannlegt drama ... máttug og fumlaus.“ –Times Þýðandi: Árni Óskarsson neon SPLUNKUNÝ KILJA!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.