Fréttablaðið - 17.05.2010, Síða 14

Fréttablaðið - 17.05.2010, Síða 14
14 17. maí 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ PI PA R\ TB W A TB W A TB W A BW A TB W A W TB W TB W TB WBBBBBTBBBB •• SÍ A SÍ A S ÍA S ÍS •• 10 03 9 1 0 0 5 TILBOÐ! 194.900 kr. Fullt verð: 219.900 kr. Verkfæravagn á hjólum 7 skúffur 188 verkfæri fylgja Röð rangra ákvarðana Sjálfstæðis-flokks og Framsóknarflokks í Kópa- vogi á liðnum árum gerir skuldastöðu Kópavogsbæjar líklega 10 milljörðum verri en hún þyrfti að vera. Það þýðir að skera þarf niður sem nemur árlegum rekstrarkostnaði þriggja leikskóla á þessu og næsta ári vegna fjármagnskostnaðar þessara óþörfu skulda. Þetta stangast á við þá mynd sem meiri- hlutaflokkarnir hafa reynt að teikna upp af stöðunni. Þeir fullyrða að hækkun skulda bæjarins stafi af gengisfalli krónunnar og verðbólgu; staðan hafi verið svo góð fyrir hrun að Kópavogur geti vel tekist á við efnahagsáfallið. En er það svo? Ákvörðun Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks um að leysa fasteignabraskara undan uppkaupum á hesthúsum í Glaðheim- um kostaði Kópavogsbúa milljarða og leiddi til þess að semja þurfti við eiganda Vatns- enda um eignarnám á landi. Sem leiddi til þess að semja varð við Garðabæ um aflétt- ingu vatnsverndar, sem aftur leiddi til þess að Kópavogsbær varð að tryggja Garða- bæ vatn. Þá eru ótaldar ákvarðanir á tíma spennu og hávaxta um ótímabær lóðakaup og lóðaúthlutanir auk óþarfra framkvæmda- við Kópavogshöfn. Bærinn skuldar nálægt 45 milljörðum þegar allt er talið. Nálægt 1,4 milljónir króna á hvern íbúa. Vegna þessara skulda greiddi Kópavogsbær jafn mikið í fjár- magnskostnað árið 2009 og hann varði í félagsþjónustu, menningarmál, æskulýðs- og íþróttamál, umferðar- og samgöngumál og umhverfismál á sama ári. Fyrir þennan pening hefði mátt halda afgreiðslutíma sundlauganna óbreyttum, sleppa gjaldtöku á eldri borgara í sund, fjölga dvalarrýmum aldraðra, bjóða ókeyp- is skólamáltíðir bæði í leik- og grunnskól- um og hækka fjárhagsstuðning félagsþjón- ustunnar. Meirihluti íbúa hefur þörf fyrir breyting- ar á fjármálastjórn bæjarins. Hagræða þarf í rekstrinum án þess að ógna velferð íbú- anna. Gæta þarf aðhalds við ráðstöfun fjár- muna en bæta atvinnustig á sama tíma. Það skiptir máli í hvað fjármunum Kópavogs- bæjar er varið og frekari lántökur verða því einungis réttlættar að þær hafi ekki áhrif á rekstur bæjarins. Frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa þá þekkingu og reynslu sem þarf til þess að snúa fjármálum Kópavogs til betri vegar og skapa skilyrði fyrir forgangsröðun í þágu velferðar íbúanna. Dýrkeyptar, óþarfar lántökur Fjármál Kópavogs- bæjar Elfur Logadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Kópavogi Fjölmiðlar spyrja ekki Sigurður G. Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, er óhress með fjölmiðla. Þeir smjaðra víst ekki fyrir útrásarvíkingum eftir hrun eins og þeir gerðu fyrir hrun. „Fjölmiðlar spurðu engra spurninga þá – og spyrja engra spurninga nú,“ bloggar Sigurður á Pressunni. „Rætt er við hina nýju eigendur Íslands,” það er skilanefndir bank- anna, “af sömu lotningu og með sama smjaðurhætti og forðum þegar rætt var við stjórnendur bankanna, sem oftast komust frá viðtölum án gagnrýninna spurninga fjölmiðlamanna.“ Nú, svariði þá Þetta er nú ekki alveg sanngjarnt hjá Sigurði. Fjölmiðlar spyrja margra gagnrýninna spurninga. Þeir hafa til dæmis sleitulítið reynt að ná í fyrrverandi stjórnendur Glitnis og Kaupþings og beðið þá að skýra sín mál. Og jafnan komið að lokuðum dyrum og talhólfum. Sumir þeirra segja að vísu að verjendur þeirra ráði þeim frá því að svara spurningum fjölmiðla. Þá tjáir lítið að spyrja. Bulls ígildi Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra, fór á Selfoss í gær- kvöldi þar sem hann fundaði með samráðshópi landbúnaðarráðuneyt- isins vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Jón hefur getað endurflutt ræðu um öskuregn sem hann hélt spurður um alls óskyld mál á tröppum Ráðherra- bústaðarins við Tjarnargötu fyrir viku. Í þetta sinn hefði vettvangurinn að minnsta kosti verið viðeigandi. Nema Jón hafi látið kné fylgja kviði í bullinu og svarað spurningum um öskufall á þá leið að honum hugnist ekki fyrirhugaðar breytingar á stjórnarráðinu. bergsteinn@frettabladid.isN ú eru innan við tvær vikur þar til kosið verður til sveitar- stjórna. Það hljómar raunar eins og það geti ekki verið satt miðað við það hversu lítið sveitarstjórnarmál eru til umræðu í samfélaginu. Í langstærsta sveitarfélagi landsins er staða kosn- ingabaráttunnar líkari því að nokkrir mánuðir væru til kosninga en fáeinir dagar. Eftirspurnin eftir stjórnmálum og stjórnmálafólki hefur vissulega verið með eindæmum lítil undanfarin misseri og tiltrú almennings til pólitíkusa er líklega í sögulegu lágmarki. Við þessar aðstæður myndast kjörlendi grínframboðs, Besta flokksins í Reykjavík sem einnig hefur getið af sér afkvæmið Næst- besta flokkinn í nágrannabænum Kópavogi. Svo virðist sem borgarfulltrúar og aðrir þeir sem í framboði eru til borgarstjórnar af alvöru hafi koðnað niður í aðstæðunum, lagst í vonleysi og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta sem minnst á sér kræla fremur en að reyna að hrista af sér slyðruorðið, stíga fram og kynna málefni sín með reisn. Vel heppnuð grínframboð geta verið sem hressandi vindar í alvöru kosningabaráttu. Það er enda yfirleitt tilgangur grínframboða sem vanalega stefna alls ekki að því að ná kjöri. Í svo dauflegri kosninga- baráttu og verið hefur hingað til í borginni snýst þó grínið í andhverfu sína. Samkvæmt skoðanakönnunum nær Besti flokkurinn ekki bara inn manni heldur fleiri mönnum. Fari fram sem horfir er líklegt að Besti flokkurinn verði þannig í oddaaðstöðu í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Sveitarstjórnarmál snúast um börnin í samfélaginu, leikskóla og grunnskóla og stóran hluta velferðarkerfisins, þau snúast um skipu- lagsmál og samgöngur og fjöldamarga aðra hluti sem snerta daglegt líf fólks. Sveitarstjórnarmál eru því alls ekkert grín. Besti flokkurinn grínast þó enn og hefur ekki stefnu í neinum málum sem eitthvað vega. Stefna flokksins snýst enn um ísbirni í Húsdýragarðinn, ókeypis handklæði í sundlaugarnar og fleira í þeim dúr sem væri auðvitað í góðu lagi ef raunveruleg kosningabarátta færi einnig fram. Það eru einungis tólf dagar til stefnu þannig að nú fer hver að verða síðastur að koma fram úr fylgsni sínu. Þeir sem taka þátt í sveitar- stjórnarmálum af alvöru verða að standa á torgum og útskýra fyrir okkur kjósendum fyrir hvað þeir standa. Sitjandi meirihluti verður af sannfæringu að segja okkur hvers vegna við ættum að fela þeim áframhaldandi stjórn borgarinnar og minnihlutinn að sama skapi að færa fram gild rök fyrir því hvers vegna skipta á um stjórn í borginni. Það gengur ekki að koðna niður undan því að Jón Gnarr og félagar syngi hress lög um að stjórnamálamenn séu fúlir og leiðinlegir sér- hagsmunapotarar. Ef þessir síðustu dagar verða ekki gjörnýttir af frambjóðendum er hætt við að ringulreiðin á næsta kjörtímabili verði verri en nokkru sinni fyrr. Og það er vissulega versti kosturinn. Tólf dagar til sveitarstjórnarskosninga: Vekjum kosninga- baráttuna SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.