Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 8
8 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR 1. Hvað ætla hrefnuveiðimenn að nýta í fyrsta skipti í sumar? 2. Hvað heitir olíufélagið sem lengi var í eigu Rússans Mik- haíls Khodorkovskí? 3. Hvaða listi mældist með hreinan meirihluta á Ísafirði í nýrri skoðanakönnun? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 IÐNAÐUR Hótelkeðjan Hilton Worldwide hefur ákveðið að íslenska flöskuvatnið Icelandic Glacial verði í hávegum haft á meira en 750 hótelum sínum um víða veröld. Íslenska vatnið, sem fyrirtæk- ið Icelandic Water Holdings ehf. framleiðir, þótti bera af öðrum vatnstegundum eftir að gerðar höfðu verið ítarlegar prófanir á gæðum frá mörgum framleið- endum. Jón Ólafsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segist afar stoltur af niðurstöðunni. - gb Íslenskt vatn vekur lukku: Hilton-keðjan velur íslenskt UMHVERFISMÁL „Það er einfald- lega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýs- son, sveitarstjóri Bláskógabyggð- ar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Blá- skógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægð- ir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannað- ar móttökustöðvar á fjórum stöð- um sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtím- is breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formað- ur Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigend- ur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskóga- byggð til umhverfisráðuneytis- ins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Blá- skógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndl- un sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæð- um,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórn- ina fyrir ósveigjanleika. „Það virð- ist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveit- arfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvit- andi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstakl- inga. „Þetta eru sjálfsagt ein- hvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Eigendur sumarhúsa svara með sóðaskap Gámar á vegum Bláskógabyggðar hafa verið fjarlægðir úr sumarhúsahverfum. Ósáttir sumarhúsaeigendur hafa kært og henda áfram rusli á gömlu gámastæð- in í stað þess að fara með það á móttökustöðvar. Sorglegt, segir sveitarstjórinn. VIÐ BÖÐMÓÐSSTAÐI Sumarhúsaeigendur mótmæla með því að halda áfram að henda rusli hér þótt enginn sé gámurinn og bannað sé að skilja eftir úrgang á staðn- um. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR VIRKJANIR Ross J. Beaty, forstjóri Magma Energy, er sagður hafa sagt blaðamönnum tímaritsins Reykjavík Grapevine ósatt um fyrirætlanir fyrirtækisins hér á landi. Beaty sagði í viðtali við Grapevine 16. september 2009 að fyrir- tæki hans hefði engan áhuga á að eignast meirihluta í HS orku. „Ég hef engan áhuga á að kljást við Íslendinga, allra síst ríkisstjórnina, um hvað sé eðlileg orkustefna í landinu.“ Þá hafi hann sagt Ísland spennandi fjárfestingarkost, óháð efnahags- lægðinni, og hann væri ekki að nýta sér ástandið hér. Í viðtali við fjárfestingarblaðið Hera Research Monthly hafi hann hins vegar sagt að ógjörningur hefði verið að fjárfesta á Íslandi ef ekki hefði verið fyrir efnahags- hrunið. - kóp Reykjavík Grapevine: Segja Beaty hafa sagt ósatt ROSS J. BEATY VÍSINDI Rannsókn vísindamanna við háskólann í Newcastle hefur leitt í ljós að fuglar velja síður líf- rænt ræktað korn ef hefðbundið korn er einnig í boði. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem stóð yfir í þrjú ár, ætti að vera fólki umhugsunarefni nú þegar áherslan á lífrænt ræktað- an mat eykst dag frá degi, segir líffræðingurinn Ailsa McKenzie, sem stýrði rannsókninni. Hún rekur áhugaleysi fuglanna á lífrænt ræktuðu korni til þess að prótíninnihald í því sé minna en í hefðbundnu korni. Fuglarnir vilji sem prótínríkastan mat og velji því hefðbundið korn. - bj Rannsókn á lífrænni ræktun: Fuglar velja sér síður lífrænt DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest tveggja og hálfs árs fangels- isdóm yfir 46 ára síbrotamanni, Guðmundi Jakobi Jónssyni, fyrir ótal afbrot framin á árunum 2008 og 2009. Ákæran á hendur honum var alls í 34 liðum, meðal annars fyrir rán, fjársvik, þjófnaði, lík- amsárás og fíkniefna- og umferð- arlagabrot. Hann var sakfelldur fyrir 33 af ákæruliðunum í héraðsdómi og 32 í Hæstarétti. Guðmundur á langan sakaferil að baki, og hefur frá árinu 1990 hlotið fjórtán refsidóma fyrir ýmis afbrot. - sh Síbrotamaður í fangelsi: Tvö og hálft ár fyrir ótal afbrot Verkfallsbann úr gildi Áfrýjunardómstóll í Bretlandi hefur fellt úr gildi bann við verkfalli flug- freyja hjá British Airways. Flugfreyjur geta því hafið fimm daga verkfall sem þær hafa boðað að hefjist næsta mánudag. BRETLAND HAMFARIR Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar í gær til að verja mannvirki fyrir flóðinu í Svað- bælisá undir Eyjafjöllum. Fyrir hádegi tók að rigna og óx í ánni að sama skapi, að sögn Ólafs Eggerts- sonar bónda á Þorvaldseyri. „Það er mjög mikið í ánni og stöðugt rennsli,“ sagði hann síð- degis í gær. „En þetta er ekki eins þykkur korgur og í gær. Menn börðust í gær við að halda ánni í farveginum svo að hún flæddi ekki yfir þjóðveginn eða kæmist að húsinu á Lambafelli, en hún rennur nærri því. „Efnið sem runnið hefur niður af jöklinum fyllir farveginn og þá hækkar í ánni,“ útskýrði Ólafur. Flóðið væri vatnskenndara en áður og rynni greiðar fram. Síð- degis í gær hafði heldur dregið úr rigningunni á svæðinu. Spurður um sýnina til jökulsins sagði Ólafur að ekkert glitti í hann vegna þoku sem næði niður í miðj- ar hlíðar. Ekkert heyrðist heldur til hans. „En svart er að líta til fjalla, alveg kolbikasvart,“ bætti Ólafur við og sagði svifrykið hafa kvalið fólkið á svæðinu mest, því þegar það væri í loftinu væri ekki viðlit að vera úti við, hvorki fyrir menn né skepnur. - jss SVAÐBÆLISÁ Áin ruddist kolgrá fram í fyrradag þegar eðjuhlaup kom í hana. Stórvirkar vinnuvélar notaðar í baráttunni við vatnsflauminn: Vörðu mannvirki fyrir eðjuflóði HVERAGERÐI Bæjarstjórn Hvera- gerðis lýsir furðu sinni á því að í samgönguáætlun Alþingis sé ekki gert ráð fyrir framlagi til Suðurlandsvegar heldur eigi að horfa til aðkomu lífeyrissjóð- anna. Komið hafi fram að arður lífeyrissjóðanna ætti að felast í veggjöldum. Bæjarstjórnin telur að veggjöld séu óásættanleg mismunun gagn- vart íbúum sem margir hafa sest að fyrir austan fjall í þeirri trú að suðvesturhornið væri eitt atvinnusvæði. - gar Hvergerðingar mótmæla: Segja veggjöld óásættanleg Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartím- inn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín. JÚLÍUS SIGURBJÖRNSSON FORMAÐUR SUMARHÚSAEIGENDA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.