Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 31
Samstarfsríki Íslands í tvíhliða opinberri þróunarsamvinnu voru sex talsins í þremur heimsálfum fyrir rúmu ári. Í árslok verða þau þrjú í einni heimsálfu. Fækkun samstarfs- landa og samdráttur í framlögum til þróunarsamvinnu er sá veruleiki sem Þróunar- samvinnustofnun hefur verið að laga sig að frá því fjármálakreppan reið yfir. Haustið 2008 var í samráði við utanríkisráðuneytið mörkuð skýr stefna um það hvernig brugðist yrði við þeim mikla vanda sem við blasti og var ljóst að fækka þyrfti samstarfslöndum. Í niðurskurðinum hefur verið kappkostað að standa við allar samningsbundnar skuldbindingar stofnun- arinnar. Umdæmisskrifstofum og sendiráðum Íslands á Srí Lanka og Níkaragva var lokað árinu 2009. Í Níkaragva mun jarðhitaverkefni ljúka árið 2012 og stýrir því staðarráðinn verkefnisstjóri með starfsstöð í sendiráði Finna í Managva. Samstarf við þessi ríki hefur staðið stutt yfir, eða frá 2005 á Srí Lanka og 2006 í Níkaragva. Í lok þessa árs fækkar enn um eitt samstarfsríki þegar þróunarsamvinnu við stjórnvöld í Namibíu lýkur. Eftir standa þrjú samstarfsríki, öll í Afríku: Malaví, Mósambík og Úganda. Þróunarsamvinna við Namibíu hefur staðið yfir frá því landið fékk sjálfstæði árið 1990. Einnig var Namibía í mörg ár stærsta samstarfsríki Íslands í þróunarsamvinnu. Viðskilnaðurinn við Namibíu markar þannig kaflaskil í sögu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands. Áherslur í þróunarsamvinnu Íslands og Úganda verða áfram á sviði fiskimála fullorðinsfræðslu, samfélagsþróunar í fiski- mannasamfélögum við Viktoríuvatn og frumkvöðlafræðslu. Nýtt verkefni á sviði gæða- mála hófst formlega í apríl 2009 en markmið þess er að byggja upp getu í fiskisamfélögum og auka þekkingu á gæðamálum og markaðs- setningu fiskafurða. Í Malaví lauk á síðasta ári samstarfsverkefni í fiskveiðimálum við Apaflóa og verður ekki framhald á verkefninu. Breytingar urðu á formi stuðnings við sjúkrahúsið við Apaflóa og á þessu ári verður framhaldið fullorðinsfræðslu, vatns- og hreinlætisverkefni, auk reksturs sjúkrahússins við Apaflóa. Í samstarfi við Mósambík er megináhersla lögð á fiskimál og menntamál. Á síðasta ári var brotið blað í samstarfi þessara þjóða þegar norsk og íslensk stjórnvöld skrifuðu undir þríhliða samning við mósambísk stjórnvöld um stuðning við sjávarútveginn næstu fimm árin. Um er að ræða samfjármögnun til að efla stjórnun fiskiveiða, til rannsókna, uppbyggingar á gæðaeftirliti, fiskeldi og til að aðstoða smábáta- útgerð og fiskimannasamfélögin við strendur landsins. (Úr skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra til Alþingis, 14. maí s.l.) Á tæpu ári frá því íbúar fiskimanna-þorpsins Kachanga á einni af Ssese-eyjunum úti á Viktoríuvatni í Úganda fengu aðgang að hreinu vatni hafa heilbrigðismálin í þorpinu tekið stakkaskiptum, sjúkdómar eins og kólera hafa ekki gert vart við sig og dregið hefur stórlega úr niðurgangspestum, að sögn Kakome Aloysius, ritara vatnsnefndar Kachanga. Sérfræðingar í þróunarmálum hafa margir haldið því fram að hreint vatn og hreinlætisaðstaða sé undirstaða þess að auka lífsgæði í fátækum löndum og algjör forsenda þess að mörg þúsaldarmarkmiðin náist. Aloysius í Kachanga tekur undir þetta viðhorf. „Hér voru viðvarandi magasjúkdómar vegna vatnsmengunar með tilheyrandi vanlíðan og ferðum á heilsugæslustöðina,“ segir Aloysius. „Nú bregður hins vegar svo við að fólk er hraust, lífsgæðin hafa aukist og við erum svo hamingjusöm,“ segir hann. Á átta stöðum í þorpinu geta íbúar nú sótt sér ferskt og ómengað vatn með því einu að skrúfa frá krana. Vatnsverkefnið er hluti af framlagi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í þróunaráætlun Kalangala-héraðs sem miðar að því að auka hagsæld og lífsgæði íbúa í þessum strjálbýlu eyjasamfélögum. ÞSSÍ hefur einnig komið upp þremur almenningssalernum í bænum til að bæta hreinlætisaðstöðu og notagildi slíkrar aðstöðu þarf ekki að draga í efa. „Við höfum líka aukið gæði aflans með því að skola fiskinn upp úr ferska vatninu áður en hann er sólþurrkaður og við verðum vör við að hreina vatnið laðar að nýja íbúa því hér hefur orðið talsverð fólksfjölgun,“ segir hann. Fyrsti hluti verkefnisins var að reisa dælustöð sem vatni úr Viktoríuvatni er dælt í og þar er vatnið hreinsað og sýklar drepnir en eftir það er vatninu dælt í tvo stóra tanka fyrir ofan bæinn sem að lokum er veitt í átta vatnshana í bænum auk þess sem vatnið nýtist löndunarstaðnum þar sem aflinn er meðhöndlaður. Fyrst um sinn verður vatnið ókeypis fyrir þorpsbúa en síðar ætla yfirvöld í þorpinu að innheimta vatnsskatt til að tryggja viðhald á búnaðinum og sjálfbærni verkefnisins. Aloysius segir íbúa Kachanga ákaflega þakkláta íslensku þjóðinni fyrir þennan stuðning sem hann segir hafa gerbreytt fél i il hi b -Gsal, Kachanga. Ó Á ÞR UNARM L - upplýsingarit Þróunarsamvinnustofnunar Íslands Ómengað vatn og hreinlætisaðstaða gerbreytir lífinu í fiskimannaþorpinu Kachanga: Við erum bæði hraust og hamingjusöm Samstarfsþjóðum fækkar um helming Á Himba- slóðum bls. 6-7 Réttum hjálpandi hönd - eftir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra baksíða sam ag nu t ns etra X a íab bík Úganda Auður í Afríku – og systur hennar bls. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.