Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 39
Einhvern næstu daga verða teknar ínotkun heimavistir og ný eldhúsvið tvo grunnskóla á Ssese-eyjum á Viktoríuvatni í Úganda en nýju byggingarnar eru hluti af þróunarverkefni á eyjunum. Þróunarsamvinnustofnun Íslands vinnur með héraðsstjórninni að margvíslegri samfélagslegri uppbyggingu við eyjasamfélögin, m.a. í menntamálum. Þriðja heimavistin verður tekin í notkun síðar á árinu. Aðeins 23 grunnskólar eru starfræktir á eyjunum en á sjöunda tug eyjanna eru byggðar. Skólasókn er afar bágborin sem sést best á því að aðeins 40% barna á grunnskólaaldri sækja skóla. Við hvern skóla eru byggð tvö heimavistar- hús, annað fyrir stelpur og hitt fyrir stráka, og með tilkomu heimavistanna verður í fyrsta sinn unnt að bjóða nemendum sem eiga heima á afskekktum eða fámennum eyjum að sækja skóla og búa við góðar aðstæður fjarri heimili. Tveir skólanna eru á stærstu eyjunni, Buggala, en þriðji skólinn á eyjunni Kachanga. Að sögn David Tusuumbira, skólastjóra Kibanga- grunnskólans á Buggala, hefur fyrirspurnum um skólavist fjölgað á byggingartímanum og hann er ekki í neinum vafa um að heimavistarhúsin nýju auki skólasókn á eyjunum. „Við eigum eftir að sjá mörg ný andlit,“ segir hann. Hingað til hafa þeir tiltölulega fáu nemendur sem þurfa á heimavist að halda þurft að kúrast í einni kennslustofu sem breytt var í bráðabirgðahúsnæði. Nýju heimavistarhúsin munu gerbreyta aðstöðunni en þau munu rúma 40 nemendur hvert auk þess sem „húsmóðir“ verður ráðin við hverja heimavist til að gæta barnanna utan skólatíma. Rúmlega 500 nemendur eru í Kibanga- skólanum og kennarar eru ellefu, sem þýðir að hver kennari hefur að jafnaði umsjón með um 50 nemendum. Skólastjórinn segir erfiðleikum bundið að fá menntaða kennara til starfa. Hann bendir einnig á hátt brottfall úr námi, segir að langflestir nemendanna séu í fyrsta bekk en eftir því sem nemendur eldist fækki í árgöngum og tiltölulega fáir ljúki grunnskólanum eftir sjö ára nám. Skýringin er sú að lífið er fiskur á eyjunum og strax þegar krakkar, einkanlega strákar, hafa getu til að vinna sér inn aura í fiski er náminu kastað fyrir róða. David segir að skóla- og héraðsyfirvöld reyni eftir fremsta megni að aftra því að börn séu tekin úr skóla vegna atvinnu. David segir samfélagið allt mjög ánægt með framlög ÞSSÍ til skólamála á eyjunum, ekki aðeins byggingar nýju húsanna, heldur ekki síður stuðning við innra starf skólans. Hann nefnir í því sambandi kaup á fyrstu hljóðfærunum sem skólinn eignast og fæst barnanna höfðu áður augum litið, einnig þátttöku í landskeppnum í íþróttum milli skóla í Úganda, m.a. í fótbolta, blaki og frjálsum íþróttum, sem hafi í mörgum tilvikum gefið börnunum tækifæri í fyrsta sinn til að ferðast út fyrir eyjuna og upp á meginlandið. „Íslendingar hafa líka stuðlað að endurmenntun fyrir kennara og greitt fyrir vinnubúðir til að bæta skólastarfið, einnig keypt kennslubækur sem ekki var vanþörf á því síðustu kennslubækurnar frá stjórnvöldum bárust árið 2004. Við reiðum okkur á áframhaldandi stuðning ykkar í þágu barnanna á eyjunum,“ segir David að lokum. -Gsal, Ssese-eyjum. ÞRÓUNARMÁL - upplýsingarit Þróunarsamvinnustofnunar Íslands Eyjasamfélögin á Viktoríuvatni: Heimavistir byggðar við þrjá skóla Í viðræðum við fulltrúa héraðsstjórnarinnar á Ssese-eyjum eru þeir spurðir um framfarir á síðustu árum á þeirra sviðum, almennt séð, og tekið fram að það þurfi alls ekki að miðast við verkefni sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands styður. „Fyrirgefðu,“ segir Florence Bbosa sem stýrir menntamálum á eyjunum. „Ég get ekki rætt um framfarir í menntamálum án þess að nefna ICEIDA, því allar þær umtalsverðustu hafa orðið fyrir tilverknað ykkar.“ Florence segist ekki vilja draga neina dul á að ástand menntamála á eyjunum hafi verið mjög slæmt áður en ICEIDA - eða Þróunarsamvinnustofnun Íslands - kom til sögunnar. Síðan hafi talsverðar framfarir orðið. „Ef við byrjum á skólasókninni,“ segir Florence, „voru áður um 3.000 börn sem sóttu skóla en núna eru þau 4.250, þannig að miklu fleiri börn fá nú formlega menntun. Annað atriði sem breyst hefur til batnaðar er eftirlitshlutverkið með skólastarfinu, fulltrúar frá héraðsstjórn Kalangala geta nú sinnt því hlutverki betur vegna þess að samgöngur voru engar, ICEIDA keypti vélhjól fyrir eftirlitið og greiðir fyrir bát og eldsneyti til fjarlægari eyja. ICEIDA hefur einnig styrkt okkur með kaupum á námsbókum, áður þurftu fimm nemendur að deila með sér hverri námsbók en nú eru þrír um hverja bók. Og við væntum þess að innan tíðar verði aðeins tveir nemendur um hverja bók og það er ágætt.“ Viðhorfin til menntunar í fiskimanna- samfélögunum hefur að sögn Florence löngum verið lituð af þeim hugsunarhætti að framtíðin sé í fiski og nám sé ekki sérlega mikilvægt. Hún segir að nú séu þessi viðhorf að breytast. „Þessi viðhorfsbreyting tekur langan tíma en það er gleðilegt að við sjáum jákvæð dæmi um breytt viðhorf til menntunar,“ segir hún. „Við sjáum til dæmis foreldra sýna menntun barna nokkurn áhuga með því að kaupa skóladót og greiða örlítið fyrir fæði. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var þegar foreldrar vildu alls ekki senda börn í skóla. Stóra vandamálið er hins vegar það hvort foreldrar hafi efni á því að greiða lítilræði fyrir menntun barna sinna og sem stendur getum við í héraðsstjórninni ekki tekið á okkur allan kostnaðinn, foreldrar verða að leggja sitt af mörkum.“ Ssese-eyjarnar eru sumar hverjar án grunnskóla og því hefur stór hópur barna á eyjunum alist upp án þess að ganga í skóla. Með nýjum heimavistum við þrjá grunnskóla sem byggðir eru fyrir íslenskt þróunarfé eru líkur á því að börn á þessum afskekktu eyjum fái tækifæri til að sækja skóla og búa í ágætri heimavist. „Við vitum nú þegar að börnin koma þegar þessi aðstaða hefur skapast,“ segir Florence. „Fiskimannafjölskyldur eru mikið á ferðinni og elta fiskinn. Börnin hafa að sjálfsögðu fylgt foreldrunum þegar þeir hafa tekið sig upp og flutt. Með heimavistunum vonumst við til að börnin geti áfram sótt skólann þótt fjölskyldan flakki á milli eyja.“ Í eyjasamfélögunum hefur reynst erfitt að fá fagfólk til starfa, meðal annars hafa grunnskólarnir átt í örðugleikum með að fá menntaða kennara til starfa. Florence nefnir að með stuðningi Íslendinga hafi verið gert átak í því að veita starfandi kennurum tækifæri til endurmenntunar til að auka hæfni í starfi. Námskeið hafi verið haldin um námskrárgerð og samkennslu mismunandi aldurshópa og einnig hafi framkvæmdanefndir við skólana átt þess kost að sækja sér fræðslu um hlutverk þeirra og skyldur. -Gsal, Ssese-eyjum. Viðhorfsbreyting til menntunar í fiskimannasamfélögum Verið er að taka í gagnið nýjar heimavistir við þrjá grunnskóla fyrir íslenskt þróunarfé. Þátttaka í landskeppnum í íþróttum hefur gefið mörgum börnum tækifæri til að ferðast út fyrir eyjarnar. LJÓSMYNDIR: GUNNAR SALVARSSON Florence Bbosa. LJÓSMYND: GUNNAR SALVARSSON. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.