Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 37
krana fyrir fólk og hins vegar í steypt trog fyrir nautgripina. En er ekki hætta á að gengið sé nærri grunnvatnsbirgðum? „Sú tækni sem við notumst við í verkefninu er hönnuð sérstaklega til að koma í veg fyrir slíkt. Sólarpumpur og sellur eru samstilltar þannig að aðeins er dælt því magni af vatni sem jarðfræðiráðgjafi okkar hefur áætlað að hver borhola þoli. Þannig er tryggt að þessi vatnsból séu sjálfbær til langs tíma en þorni ekki upp. Oft eru heimamenn ósáttir við þetta og vilja fá meira vatn í einu til að brynna gripum. Þeir finna þó út úr þessu og skipuleggja sín mál í samræmi við vatnsmagn á hverjum stað,“ segir Davíð. Vatn er líf Heimamenn bera ábyrgð á viðhaldi og umsjón og hafa fengið tilsögn um hlutverk sitt – hvernig er þeirri fræðslu háttað og hvað er kennt? „Þjálfunin sem veitt er í verkefninu miðast við að heimamenn geti tekið við stjórnun og viðhaldi vatnsbólanna. Namibíumenn hafa á stefnuskrá sinni samráðsstjórn um vatn í sveitahéruðum, þannig að samfélögin þurfa að vera í stakk búin þegar til kemur. Vatnsnefndir fá þjálfun í t.d. heilbrigðis- og hreinlætismálum, umgengni um vatnsból og frágangi, fjármálum og samvinnu. Umsjónarmenn hljóta að auki tæknilega þjálfun í minniháttar viðgerðum og greiningu á bilunum, en mikilvægt er að samfélögin geti sjálf séð um minniháttar viðgerðir og séu ekki háð utanaðkomandi aðilum hvað það varðar. Ætlast er til að gjald sé innheimt fyrir vatnsnotkun og þeir peningar sem safnast renni til viðhalds vantsbólsins.” Sagt er að Ovahimbar þvoi sér aldrei, að minnsta kosti ekki upp úr vatni, hvernig nýta þeir vatnið og hverju breytir það fyrir samfélögin að geta gengið að ómenguðu vatni? „Hér er gjarnan talað um að vatn sé líf. Án vatns er ekki byggilegt hér á stórum svæðum. Lífsviðurværi fólks hér er búpeningur og því leggja Himbarnir eðlilega mikið upp úr því að vatn sé til staðar til að brynna dýrunum. En vatn tengist auðvitað ótal þáttum í samfélögum, heilbrigðismál og hreinlætismál má færa til betri vegar með hreinu vatni, tækifæri til menntunar aukast og staða kvenna breytist mikið með aðgengi að hreinu vatni í nágrenni heimilisins.” Ráðuneyti vatnsmála tekur við verkefninu Þegar verkefnið hófst var ákveðið að reisa 33 vatnsból fyrir Ovahimba og þegar hafa verið tekin í notkun 26 vatnsból. Vinna við síðustu vatnsbólin sjö er hafin og þau verða komin i gagnið í haust áður en Þróunarsamvinnustofnun kveður Namibíu fyrir fullt og allt. En hvernig verður eftirliti og stuðningi háttað eftir að Íslendingar eru farnir? „ÞSSÍ er í samstarfi við ráðuneyti vatnsmála hér í Namibíu og það mun taka alfarið við verkefninu þegar starfi okkar lýkur. Það vinnur beint með samfélögunum á svæðinu og við höfum lagt áherslu á að starfsmenn þess hafi fengið þá þjálfun sem nauðsynlegt er, m.a. í sólartækni. Í lok ársins mun svo fara fram heildrænt mat á verkefninu og þar munu vafalítið koma fram hlutir sem mikilvægt verur að draga lærdóm af,” segir Davíð. Ovahimbar hafa oft orðið fyrir miklum búsifjum vegna langvarandi þurrka og fyrir hefur komið að búpeningur hafi drepist í stórum stíl. Síðustu tvö árin hefur hins vegar rignt mikið í febrúar og mars en í ár hefur minna rignt. Engu að síður er jörðin víða iðagræn þar sem við ökum vegaslóða á leiðinni til Okamanga í fylgd kunnugra sem þó villast af leið í tvígang, enda hverfur slóðinn oft í landslagið. Inni á milli grænna engja er ekið yfir gróðursnauða mela og hvarvetna er lágvaxinn kyrkingslegur trjágróður, hvorki þéttur né gisinn, og tilsýndar eru gróðurvaxin bogadregin fell sem eru í raun hvorki fjöll né hólar. Ég spyr Davíð að því í bílnum hversu mörg heimili nýti hvert vatnsból. „Það er nú oft nokkuð snúið að henda reiður á það þar sem erfitt er að fá Himbana til að nefna ákveðnar tölur í þessu samhengi, aukinheldur sem fólk flytur sig á milli svæða til að stjórna beitarálagi. Við teljum að hvert vatnsból þjóni að meðaltali um 15 stórfjölskyldum, sem gætu þá verið í kringum 150 manns. Á nokkrum stöðum eru vatnsbólin við skóla, þar sem nemendur eru í kringum 100.“ Vatnsmálin á könnu kvenna Vatnsbólið í Okamanga er spánýtt, tekið í notkun fyrir fáeinum dögum, og það ríkir því talsverð spenna að sjá hvernig til hefur tekist og hvort heimamenn séu komnir með nýtt ferskt vatn í grenndinni. Eftir rúmlega klukkutíma akstur komum við að býli í nágrenni vatnsbólsins. Þetta er dæmigert býli Ovahimba, innan girðingar eru nokkur hringlaga hús úr leir, svefnskálar, vinnustofur og eldhús svo eitthvað sé nefnt og hólf fyrir verðmætasta búpeninginn. Innan girðingar er líka „eldur forfeðranna“ en tilbeiðsla áanna er eitt sterkasta einkennið í menningu Ovahimba. Á þessu býli eru nokkur smáhýsanna með lituðum ábreiðum og tvö stór tré vaxa upp úr hrjóstrugri jörðinni. Stóru teppi hefur verið vafið að hálfu utan um annað tréð inni á miðju svæðinu og þar sitja karlmenn. Undir hinu trénu sitja fleiri karlmenn og þar er hundspott og unglingspiltur á asna en börnin hlaupa um fáklædd. Konurnar koma síðan ein af annarri út úr kofunum en vatnsmálin eru á þeirra könnu, formaður vatnsnefndar Okamanga og gjaldkeri eru konur. Þær vísa okkur að vatnsbólinu. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá hvernig til hefur tekist hér. Þrátt fyrir að stutt sé síðan vatnsbólið var klárað er hér að fullu gengið frá öllu af hálfu samfélagsins, búið að girða í kring til að varna skemmdum á grunnvirkjum, og tekið á móti okkur til að grennslast fyrir um ferðir þessara ókunnugu manna. Allt eins og það á að vera. Við höfum unnið náið með ráðuneytinu við að bæta þjálfunarmál og laga þau að aðstæðum Ovahimba, miðað við það sem við sjáum hér virðist það starf hafa skilað sér, segir Davíð.“ Í upphafi vatnsverkefnisins varð ljóst að nýju vatnsbólin gætu haft umtalsverð áhrif á nýtingu beitarlands. Jafnvel var talið að hætta myndi skapast á ofbeit með tilheyrandi gróðurskemmdum í kringum þau þar sem vatn væri nú til staðar á nýjum stöðum árið um kring. Því var ákveðið að styðja annað verkefni sem tekur á stjórnun og nýtingu beitarlands í kringum ný vatnsból á svæðinu og miðar þannig að samþættri auðlindastjórnun. Frjálsu félagasamtökin IRDNC (Integrated Rural Development and Nature Conservation) vinna verkefnið og markmiðið er að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda til hagsbóta fyrir samfélög. Hvað verður um Ovahimba? Ovahimbar falla vel að ranghugmyndunum um hálfnöktu afrísku villimennina sem voru hluti af lífseigum fordómum Vesturlandabúa. En það er ekki annað hægt en að dást að þeim, viljastyrk þeirra og stoltinu af menningu og siðum ættbálksins. Þeir gera sér fulla grein fyrir að annað fólk býr við meiri þægindi og allt aðra lífshætti, en þeir kjósa fábreytileikann, hefðina og glímuna við óblíða náttúruna. Og þeir fara með friði, eiga enga óvini og vilja öllum vel. Enginn veit hvenær frumbyggjasamfélag Ovahimba líður undir lok en nú þegar ferðamennska hefur rofið skörð í einangrun þeirra og þúsundir „hvítingja“ ferðast um Himbaslóðir á ári hverju gætu þessi endalok verið tiltölulega skammt undan. Og þó. Ovahimbar hafa staðið af sér ótrúlegustu tilraunir til útrýmingar, bæði af völdum manna og náttúrunnar. Þjóðverjar gerðu í upphafi síðustu aldar tilraun til að útrýma þeim og samfélag þeirra var hætt komið í sjálfstæðisbaráttu Namibíu og í borgarastyrjöldinni í Angóla. Þegar ógurlegir þurrkar á níunda áratug síðustu aldar drápu 90% af búpeningi þeirra reiknuðu margir með endalokum Ovahimba-samfélagsins. En þeir risu upp aftur. Og vonandi rísa þeir alltaf upp. Heimurinn væri miklu fátækari án þeirra. -Gsal ÞRÓUNARMÁL - upplýsingarit Þróunarsamvinnustofnunar Íslands Staða Ovahimiba kvenna breytist mikið með aðgengi að hreinu vatni. Sólarsellur knýja vatnsdælu sem gengið er frá ofan í borholunni og þaðan fer vatnið í tíu þúsund lítra vatnsgeymi sem hvílir á steyptum undirstöðum. 7 Kanjokatunga Tjiumbua umsjónarmaður vatnsbólsins í Etara með ungan son sinn á bakinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.