Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 41
– eftir Þórdísi Sigurðardóttur, skrifstofustjóra ÞSSÍ og Ágústu Gísladóttur, sviðsstjóra á aðalskrifstofu ÞSSÍ Með jöfnu millibili vakna spurningar og efasemdir um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Það eru ekki síst tvær spurningar sem brenna á. Í fyrsta lagi er það spurningin um hvort þróunarsamvinna beri árangur og í öðru lagi hvort þróunarframlögin nái til hinna fátæku. Það er viðfangsefni fræðimanna, eftirlitsaðila og þeirra sem starfa á vettvangi þróunarmála að leita svara við spurningum af þessum toga. Ein leið til þess er að skoða arðsemi þróunarframlaga og hvar arður verður til. Í þessum pistli ætlum við að fjalla sérstaklega um arðsemi og mikilvægi stuðnings við konur. Kynjamyndir Everjoice J. Win er baráttukona frá Simbabve sem gagnrýnt hefur þá mynd sem svo oft er dregin upp á Vesturlöndum af konum í Afríku sunnan Sahara. Gagnrýni hennar beinist að því hvernig afrískum konum er lýst sem fórnarlömbum; fátækum, valdalausum og oftar en ekki óléttum með barnaskarann í kringum sig. Við tökum undir með henni og staðhæfum að þessi mynd sé ekki gagnleg, mikilvægara sé að beina linsunni að mannauði afrískra kvenna til að styðja þær til betri lífskjara. Heimur kvenna er margslunginn, í Afríku sem annars staðar. Flestar afrískar konur þurfa að takast á við fjölþætt verkefni dag hvern, oft við erfiðar aðstæður. Þær eru í mörgum tilvikum ábyrgar fyrir því að fæða fjölskyldur sínar og sinna daglegum þörfum barna sinna og annarra fjölskyldumeðlima. Margar kvennanna taka auk þess að sér ýmiss konar samfélagsleg verkefni. Þótt sýnt hafi verið fram á að afrískar konur leggja ekki síður til þjóðarframleiðslunnar en karlar eru mörg af þeim störfum sem þær sinna ólaunuð. Þær þurfa því að vera úrræðagóðar við að láta enda ná saman, hvort sem er í tíma eða fjárráðum. Stundum er talað um hinn „teygjanlega vinnutíma kvenna“ og þekkja það eflaust margar íslenskar konur af eigin reynslu rétt eins og kynsystur þeirra í Afríku. Frumkvöðlar meðal kvenna Flestar konur í Afríku sunnan Sahara eru í þeim sporum að hinn formlegi vinnumarkaður er þeim að mestu lokaður. Þær verða því að leita annarra leiða til að sjá sér farboða. Í hópi þeirra er að finna marga kjarkmikla og þrautseiga frumkvöðla. Það sem helst hamlar því að konur geti hafið atvinnurekstur er fjármagnsskortur – þær eiga sjaldnast land eða eignir til að leggja fram sem tryggingu fyrir lánum. Svolítill stuðningur getur skipt sköpum um að takist að hrinda góðri hugmynd í framkvæmd. Ein þessara kvenna er Joyce Nakamatt, þriggja barna móðir búsett á eyju í Viktoríuvatni. Hún hefur lokið framhaldsnámskeiði í fullorðinsfræðslu sem ÞSSÍ styrkir og fjallar um rekstur smáfyrirtækja. Á námskeiðinu fékk hún þá hugmynd að stofna eigið (ör) fyrirtæki. Með sem samsvarar innan við 1.000 kr. sem stofnfé fór hún að sjóða graut og selja fiskimönnum á löndunarstaðnum í þorpinu sínu. Hún hóf strax að færa daglega einfalt rekstrarbókhald og hefur með því tekist að fá næga yfirsýn til að ná endum saman og gott betur. Ágóðann hefur hún notað til að leigja hlutdeild í sölubás, stækka fyrirtækið og selur nú te og ýmsa matvöru. Joyce tók þátt í að stofna sparisjóð í félagi við samnemendur sína og leggur inn í hann sem samsvarar 100 kr. á dag. Þannig getur hún nú greitt námskostnað barna sinna og keypt nauðsynjavörur til heimilisins. Annað dæmi um frumkvöðlaanda er að finna hjá Maggie Kigozi sem starfar sem framkvæmdastýra Fjárfestingastofu Úganda (UIA). Maggie kynntist verkefninu Auður í krafti kvenna í heimsókn til Íslands árið 2003. Í framhaldi af því varð til samstarfsverkefni UIA og ÞSSÍ um að styrkja frumkvöðlafræðslu í Úganda þar sem áhersla er lögð á að ná til kvenna á landsbyggðinni. Verkefnið hófst árið 2006 og hefur viðbótarstuðningur við það borist frá Belgíu. Ríflega 3.000 kynsystur þeirra Joyce og Maggie hafa hlotið þjálfun á vegum verkefnisins sem auðveldar þeim að stofna og reka fyrirtæki. Alþjóðabankinn hefur reiknað út að með valdeflingu kvenna og auknum tækifærum þeim til handa í atvinnu- og viðskiptalífi í Úganda megi auka hagvöxt þar um 2% sem myndi skipta miklu fyrir aukna hagsæld í landinu (Alþjóðabankinn, 2005). Bankinn notar gjarnan slagorðið „Kynjajafnrétti er snjöll hagfræði“ til að leggja áherslu á að stuðningur við konur í atvinnulífinu skapar arð fyrir samfélagið í heild sinni. Þróunarstarf í þágu jafnréttis Þekking, innsæi og reynsla kvenna og karla eru nauðsynleg til að góður árangur náist af þróunarstarfi. Áhersla á kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna er bæði aðferð til að auka skilvirkni og arðsemi þróunarframlaga og jafnframt leið til að ná til þeirra fátæku þar sem konur fylla þann hóp að stórum hluta. ÞSSÍ hefur markað sér stefnu sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Í jafnréttisstefnu stofnunarinnar er áhersla lögð á að bæði kynin skuli koma að og njóta góðs af þeim verkefnum sem stofnunin styður. Reynsla ÞSSÍ og annarra sem starfa á þessum vettvangi hefur þó leitt í ljós að samhengi milli stefnu og framkvæmdar er ekki einfalt og kemur þar margt til. Yfirlýsingar um jafnrétti eru gagnslitlar ef þær eru til málamynda. Því þarf að fylgja stefnu fast eftir. Það gildir um jafnréttismál eins og önnur góð áform að nauðsynlegt er að setja skýr markmið í upphafi og fylgja þeim á leiðarenda. Tryggja þarf aðkomu beggja kynja við undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni þróunarverkefna. Þar sem rík áhersla er nú lögð á eignarhald heimamanna á öllu þróunarstarfi má færa gild rök fyrir því að setja þurfi skilyrði um þátttöku kvenna í öllum þróunarverkefnum og á öllum stigum þróunarstarfsins. Sjónarhóll kvenna er í mörgum tilvikum annar en karla, þær hafa reynslu og þekkingu sem kemur úr annarri átt. Þær geta varið hagsmuni sína, lagt mat á hvað stendur í vegi fyrir sanngjörnum ávinningi þeirra af einstökum verkefnum og komið með lausnir. Raddir kvenna skipta máli Sést hefur til afrískrar konu á jaðri þróunarsamvinnusviðsins sem við skulum kalla Auði. Ráða má að aðstæður Auðar séu talsvert öðruvísi en aðstæður Joyce sem við erum vanari að hafa í huga þegar við gerum okkur mynd af afrískum konum. Auður gæti komið frá hvaða ríki sem er í Afríku. Hún á líklega heima í þéttbýli en á líka rætur í dreifbýli og þekkir margbreytilegar aðstæður kvenna í landi sínu. Hún vill að á sig sé hlustað og gæti hafa verið kjörin fulltrúi í sveitarstjórn. Hún tilheyrir millistéttinni í heimalandi sínu og þótt hún teljist ekki mjög fátæk er hún heldur ekki rík. Hún þarf að takast á við margvísleg vandamál sem dæmigerð eru fyrir flest Afríkuríki, eins og skort á velferðarkerfi, mikla misskiptingu gæða og réttindabrot gagnvart konum og fleiri hópum svo fátt eitt sé nefnt. Við hvetjum alla þá sem vinna að þróunarmálum til að leita uppi Auði og systur hennar af mismunandi þjóðfélagsstigum, hlusta á hvað þær hafa að segja og hefja við þær samstarf. Það er fjárfesting sem borgar sig. ÞRÓUNARMÁL - upplýsingarit Þróunarsamvinnustofnunar Íslands „Ég hef tekið eftir því þá fáeinu mánuði sem ég hef starfað með Þróunarsamvinnustofnun Íslands að verklagið mótast afskaplega mikið af árangri og ábyrgð,“ segir Leah Sepuya, skrifstofustjóri umdæmisskrifstofu ÞSSÍ í Kampala, en hún tók við því starfi seint á síðasta ári. „Ég er þeirrar skoðunar að við séum að gera mjög góða hluti í þróunarmálum fyrir Úganda og hópurinn er einbeittur og telur ekki eftir sér að leggja á sig aukalega til þess að ná árangri í starfi með grasrótinni, jafnvel í afskekktustu héruðum landsins.“ Leah kveðst hafa sótt um skrifstofu- stjórastarfið vegna þess að hún hafi haft reynslu af verkefnabundinni þróunaraðstoð, hafði m.a. áður unnið hjá frjálsum félagasamtökum. „Úganda hefur margvíslega möguleika til vaxtar en því miður er svo margt sem hamlar,“ segir Leah. „Það er mikil spilling, atvinnuleysi og menntakerfið er ekki mjög hagnýtt, alls kyns fræði eru kennd í skólum sem aldrei reynir á í veruleikanum. Opinberu fé er líka illa varið og ríkisstjórnin tekur óþarfa lán, t.d. var mikið fé tekið að láni til að halda Samveldisfundinn hér í Úganda á síðasta ári en reikningsskilin eru mjög dapurleg. Miklum fjármunum er líka varið í rannsóknir ýmissa mála en því miður berast skýrslur seint og sökudólgarnir sjaldnast færðir til bókar,“ segir hún. Leah nefnir einnig þann vanda Úganda sem snýr að skorti á fjárfestingu í landinu. „Mörg fyrirtæki af ýmsu tagi skjóta upp kollinum á skömmum tíma en hætta starfsemi á enn skemmri tíma vegna ýmiss konar ástæðna. En, þrátt fyrir þetta, eru margir geirar í okkar samfélagi sem sýna stöðugar framfarir og það á bæði við um heilbrigðis- og menntamál, þökk sé þróunarsamvinnu.“ -Gsal, Kampala. „Verklagið mótast af árangri og ábyrgð“ -segir Leah Sepuya skrifstofustjóri ÞSSÍ í Úganda Auður í Afríku – og systur hennar Við hvetjum alla þá sem vinna að þróunarmálum til að leita uppi Auði og systur hennar af mismunandi þjóðfélagsstigum, segir í grein Þórdísar og Ágústu. Myndin er frá Úganda. LJÓSMYND: GUNNAR SALVARSSON. Leah Sepuya skrifstofustjóri ÞSSÍ í Kampala. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.