Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 43
21. maí föstudagur 7 Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Sel javeg 2. Frí heimsendingarþjónusta til eldri borgara og öryrkja. Reykjavíkur Apótek býður NOW vítamín og bætiefni með 20% afslætti út september. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið er í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2. VÖ ÁR TEKIN Á EINUM DEGI Árni segir hugmyndina að Back- yard upphaflega komna frá tón- listarmanninum Árna Plús1 sem vildi festa á filmu ákveðna tón- listarsenu sem honum þótti vera í gangi um þessar mundir. „Hugmyndin var að halda tón- leika í bakgarðinum hjá honum, festa það á filmu og skrásetja þannig þessa tónlistarsenu sem er í gangi. Allt upptökuferlið gekk nokkuð hratt fyrir sig, ég náði að hóa saman einhverju tökuliði og tökur fóru svo að mestu fram á þessum eina degi þegar tónleik- arnir voru haldnir,“ segir Árni, en myndin byggist einnig á viðtöl- um við tónlistarmennina sjálfa og ber því íslensku tónlistarlífi gott vitni. Í heimildarmyndinni Með hangandi hendi er fylgst með tónlistarmanninum ástsæla, Ragga Bjarna, þar sem hann er að sigla inn í sjötugasta og fimmta aldursárið. „Myndin fjall- ar um Ragga þar sem hann und- irbýr veisluhöldin en við skyggn- umst einnig á bak við persónuna sem hann hefur skapað og lítum yfir feril hans, en Raggi fagnaði einmitt sextíu ára starfsafmæli meðan á tökum stóð,“ útskýrir Árni. Hann ber Ragga vel söguna og segir hann vera einlægan og skemmtilegan mann. „Við fylgd- um Ragga í tvö ár. Ég held að hann hafi ekki alveg áttað sig á stærð heimildarmyndarinnar þegar hann samþykkti að láta mynda sig, en þau hjónin hafa tekið þessu af miklu æðruleysi og leyft okkur að fylgja sér út um allt.“ Að sögn Árna er myndin þó ekki full- unnin enn sem komið er og því verður aðeins brot úr henni sýnt á Skjaldborgarhátíðinni um helg- ina. Myndin verður síðan frum- sýnd í fullri lengd í kvikmynda- húsum í haust. FLEIRI HÁTÍÐIR Aðspurður segir Árni hátíðir sem Skjaldborg skapa nauðsynlegan vettvang þar sem kvikmyndagerð- arfólk geti komið verkum sínum á framfæri. „Svona hátíðir styrkja grasrótina í kvikmyndagerð. Í grasrótinni fær fólk tækifæri til að prófa sig áfram innan kvikmynda- gerðar og ef rótin er ekki sterk þá mun iðnaðurinn aldrei blómstra að fullu. Ef ræturnar eru fúnar, þá drepst tréð. Hátíð eins og Skjald- borg getur gefið heimildarmynd- um tækifæri til að blómstra sem undir öðrum kringumstæðum mundu safna ryki uppi á hillu,“ segir Árni. Inntur eftir því hvort hann sé með fleiri verkefni í burðarliðn- um svarar hann með semingi. „Ég er með fullt af verkefnum í gangi en það ríkir mikil óvissa innan bransans þessa dagana og þess vegna eru þau í hálfgerðu limb- ói eins og sakir standa. Ég held ég eigi sex ókláraðar myndir í skúffunum heima hjá mér, hand- rit að tveimur sjónvarpsseríum auk tveggja annarra mynda sem eru í burðarliðnum,“ segir hann og hlær. „Undanfarna mánuði hef ég einnig verið að kynna Backy- ard fyrir erlendum aðilum og býst við því að hún fari eitthvað á flakk nú á næstunni,“ segir Árni að lokum. Skjaldborgarhátíðin á Patreksfirði Skjaldborgarhátíðin er haldin hátíðleg í fjórða sinn í ár og fer fram dagana 21. maí til 24. maí. Markmið hátíðarinnar er að sýna heimildarmyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings. Hátíðin dregur nafn sitt af húsinu Skjaldborg sem var byggt árið 1935. Árið 1980 var Skjaldborg gerð upp að að innan og var þá ráðist í að útbúa bíóaðstöðu í húsinu sem var með því besta sem þekktist á þeim tíma. Í ár verða sýndar tuttugu og fjórar heimildarmyndir á hátíðinni en einnig er haldin plokkfiskveisla, „tropical“ veisla sem skipulögð er af slökkvi- stjóra bæjarins auk þess sem Geirmundur Valtýsson mun spila á lokaballi hátíðarinnar. Heimildarmyndin Kjötborg, eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur, hlaut áhorfendaverðlaun sem besta myndin á heimildarmynda- hátíðinni Skjaldborg árið 2008, en hvert ár hlýtur ein mynd slík verðlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.