Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 34
Frumkvöðlafræðsla í Úganda: Tæplega sex þúsund hafa sótt námskeið - eftir Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu Saga íslenskrar þróunarsamvinnu spannar nú næstum 40 ár. Á þessum tíma hafa miklar breytingar orðið á umhverfi þróunarsamvinnu bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi. Fyrstu lögin um þróunarsamvinnu Íslands frá 1971 endurspegluðu áherslur þess tíma, en þá höfðu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna nýlega samþykkt ályktun um að iðnríkin skyldu verja 0,7% af vergum þjóðartekjum í þágu þróunarríkjanna. Tíu árum síðar voru samþykkt lög um Þróunarsamvinnustofnun Íslands, en með þeim var tvíhliða aðstoð við þróunar- lönd komið í fastari skorður og Þróunarsam- vinnustofnun hóf störf í núverandi mynd. Í upphafi níunda áratugarins var jafnrétti kynjanna, umhverfismálum og þróun einkageirans gert hærra undir höfði og umhverfi þróunarsamvinnu varð flóknara með þátttöku fleiri ríkja, stofnana og frjálsra félagasamtaka í þróunarstarfi. Kalda stríðið setti mark sitt á þróunaraðstoð og við lok þess komu fram raddir um að hennar væri ekki lengur þörf. Það leiddi til þess að framlög til hefðbundinna þróunarverkefna drógust saman en á sama tíma jukust hins vegar vegar framlög til neyðar- og mannúðaraðstoðar vegna náttúruhamfara og ófriðar. Samþykkt Þúsaldaryfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna árið 2000 markaði þáttaskil í þróunarstarfi. Þar sammæltust aðildarríki samtakanna um átta mælanleg markmið sem vinna skyldi að fram til ársins 2015. Til að stuðla að framgangi þúsaldarmarkmiðanna þarf betri heildarsýn á málaflokkinn, efla þarf samræmingu milli þróunarstofnana og laga aðstoð þeirra að þörfum og getu viðtökuríkja. Parísaryfirlýsingin frá 2005 inniheldur áætlun og markmið um umbætur í störfum þróunarstofnana sem miða að þessum markmiðum. Ný lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands sem tóku gildi haustið 2008 grundvallast á þessum markmiðum. Lögin ná til allrar þróunarsamvinnu Íslands, tvíhliða samstarfs við önnur ríki, samstarfs við fjölþjóðlegar stofnanir, störf í þágu friðar og neyðar- og mannúðaraðstoðar. Þau taka mið af þúsaldarmarkmiðunum og öðrum alþjóðlegum yfirlýsingum og sáttmálum. Lögin styrkja einnig hlutverk Alþingis og greiða götu samstarfs félagasamtaka og stjórnvalda. Í upphafsgrein laganna segir að meginmarkmið þróunarsamvinnu Íslands sé að styðja viðleitni stjórnvalda í þróunarlöndum til að útrýma fátækt og hungri, stuðla að efnahags- og félagslegum framförum, þar með talið mannréttindum, menntun, bættu heilbrigði, jafnrétti kynjanna, sjálfbærri þróun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Það heyrir einnig til markmiða þróunarsamvinnu að tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að vinna að uppbyggingu og gæslu friðar, og veita mannúðar og neyðaraðstoð. Með lögunum er brugðist við breytingum sem hafa átt sér stað á þróunarsamvinnu íslenskra stjórnvalda. Umfang hennar hefur aukist og verklag verið aðlagað þeim alþjóðlegu viðmiðum sem áður voru nefnd. Framlög til þróunarsamvinnu jukust umtalsvert á síðasta áratug, frá því að vera um 800 milljónir króna árið 2000, í ríflega fjóra milljarða árið 2009, sem svarar til 0,32% af vergum þjóðartekjum. Vegna efnahagsþrenginga hafa framlög dregist saman og nema þau 3,2 milljörðum króna í fjárlögum þessa árs en vegna gengisþróunar íslensku krónunnar hefur verðmæti framlaganna gagnvart samstarfsríkjum og alþjóðastofnunum dregist mun meira saman eða nálægt því um helming. Þróunarsamvinnulög kveða á um að utanríkisráðherra leggi fram annað hvort ár tillögu til þingsályktunar á Alþingi um áætlun stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu til fjögurra ára í senn. Í áætlunni skal greint frá framlögum og hvernig þau skiptast á grundvelli stefnumiða til lengri og skemmri tíma litið. Utanríkisáðuneytið fer með yfirstjórn og samræmingu þróunarsamvinnu Íslands. Það fer jafnframt með fyrirsvar í samstarfi við alþjóðlegar þróunarstofnanir, vegna neyðar- og mannúðaraðstoðar og framlags Íslands til friðaruppbyggingar og friðargæslu. Um 40% framlags til þróunarmála rennur til verkefna á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sem annast tvíhliða samstarf í umboði utanríkisráðherra og í samræmi við langtímaáætlun stjórnvalda. Mikilvægt markmið þeirra breytinga sem ný lög hafa í för með sér er að stuðla að betra samræmi í stefnu Íslands á öllum sviðum þróunarmála og auka samhljóm á milli þróunarsamvinnu og annarra málefna utanríkisstefnunnar. Í því skyni starfar sérstakur stýrihópur utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ undir stjórn ráðuneytisstjóra. Hlutverk stýrihópsins er að vinna stefnumarkandi tillögur í þróunarmálum til ráðherra, fjalla um og samhæfa fjárlagatillögur og framkvæmdaáætlanir, og hafa eftirlit með að fylgt sé samræmdum reglum og verklagi í öllu þróunarstarfi Íslands. Samkvæmt ákvæði laganna hefur einnig verið skipuð sjö manna Þróunarsamvinnunefnd sem kosin er af Alþingi og sautján manna samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Nefndin og samstarfsráðið sinna ráðgefandi hlutverki við stefnumarkandi ákvarðanir. Í ráðinu sitja fulltrúar félagasamtaka, háskólasamfélagsins og vinnumarkaðarins, auk hinna sjö fulltrúa sem einnig sitja í Þróunarsamvinnunefnd. Ráðið er vettvangur fyrir þá aðila sem láta sig þróunarmál varða í íslensku samfélagi til að miðla af þekkingu sinni, skiptast á skoðunum um strauma og stefnur í þróunarsamvinnu og til að fjalla um stefnumörkun stjórnvalda. Þær breytingar og umbætur sem nýlega hafa verið gerðar á lögum og skipulagi þróunarstarfsins er staðfesting þess að við viljum axla ábyrð og skyldur í samfélagi þjóðanna. Tímabundnir erfiðleikar setja vissulega strik í reikninginn, en þeir breyta ekki vilja okkar til að leggja af mörkum til að útrýma fátækt og stuðla að betri og friðsælli heimi. Starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar vinna mikilvægt starf fyrir Íslands hönd og bera hróður landsins víða. Sú þekking og reynsla sem stofnunin býr yfir er okkur afar mikilvæg og er einn helsti grundvöllur þess að við verðum fær um að efla og styrkja okkar þróunarstarf af fullum þunga þegar betur fer að ára. Tæplega sex þúsund einstaklingar hafa sótt námskeið í frumkvöðlafræðslu í 36 héruðum Úganda á síðustu árum en leiðbeinendurnir hafa margir hverjir fengið frummenntun sína á þessu sviði á Íslandi. Fyrsti hópurinn með átta Úgandabúum kom sumarið 2006 og tólf verðandi kennarar í frumkvöðlafræðum voru á Íslandi síðasta sumar. Þessir einstaklingar hafa síðan kennt „annarri kynslóð“ fræðara og alls hafa nú 150 einstaklingar réttindi til að kenna á frumkvöðlanámskeiðum. „Ætlunin er að hefja innan tíðar eftirfylgni í formi viðskiptaráðgjafar fyrir þá sem hafa lokið frumkvöðlafræðslu,“ segir Leslie Mutumba hjá Fjárfestingastofu Úganda en hann var leiðtogi í námsferðinni á síðastliðnu sumri þar sem Úgandabúar sóttu tveggja vikna námskeið í frumkvöðlafræðslu í Háskólanum í Reykjavík. Báðir hóparnir sem komið hafa frá Úganda hafa verið á vegum Þróunarsamvinnustofnunar en eitt af samstarfsverkefnum í þróunarsamvinnu við stjórnvöld í Úganda er á sviði frumkvöðlafræðslu þar sem Fjárfestingastofa Úganda er helsti samstarfsaðili. Frumkvöðlanámskeiðin hafa verið mjög vinsæl í Úganda en markmið þeirra er ekki síst að efla atvinnutækifæri kvenna. Leslie segir að konur séu í talsverðum meirihluta þeirra sem sótt hafi námskeiðin, eða tæplega sex af hverjum tíu þátttakendum. Með fjölgun leiðbeinenda á frumkvöðla- námskeiðum verður enn frekar hægt að herða róðurinn og bjóða fleiri Úgandabúum að sækja námskeið. Að sögn Leslie er á döfinni að þýða leiðbeiningarit á fimm staðbundin tungumál til að ná til þeirra sem ekki eru læsir á ensku. -Gsal, Kampala. Alþjóðleg Þróunarsamvinna Íslands ÞRÓUNARMÁL - upplýsingarit Þróunarsamvinnustofnunar Íslands 4 Meginmarkmið þróunarsamvinnu Íslands er m.a. að stuðla að efnahags- og félagslegum framförum. LJÓSMYND: GUNNAR SALVARSSON. Konur eru í meirihluta þeirra sem sótt hafa frumkvöðlanámskeiðin. LJÓSMYND: GUNNAR SALVARSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.