Fréttablaðið - 04.06.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 04.06.2010, Síða 4
4 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR REYKJAVÍK „Þetta er auðvitað stór- mál,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borg- arstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arð- semiskröfu aðeins með gjaldskrár- hækkun. Dagur segir fyrirtæki og heimili síst þurfa auknar álögur. „Hin hlið- in á þessu er sú að upplýsingum um þessa uppsöfnuðu þörf um gjald- skrárhækkanir hefur verið haldið leyndum fyrir borgarbúum og birt- ast núna daginn eftir kosningar. Það eitt og sér er grafalvarlegt mál.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ekki rétt að málið hafi ekki verið rætt fyrir kosningar. Það hafi verið tekið upp í borgar- stjórn og borgarráði, og hún form- lega gert grein fyrir því 19. maí. Þá hafi upplýsingarnar verið lagð- ar fram á næsta stjórnarfundi OR eftir að um þær var beðið. Hanna segir fráleitt að gera ráð fyrir svo miklum hækkunum. „Sú hækkunarþörf sem þarna er sett fram er að mínu mati fráleit, enda eru engin rök fyrir því að mæta fjárþörf OR til næstu fimm ára með því einu að sækja fé til almennings. Spurningin, af hálfu Samfylkingar- innar, er þess eðlis að hún kallar á svör sem eru ekki í neinu samræmi við það sem gera þarf hjá Orkuveit- unni.“ Hanna segir að haldið verði áfram í hagræðingu og verkefnum sem tryggi bættan rekstur. Hún áréttar að staðið hafi verið við að hækka ekki gjaldskrá síðustu tvö ár og hún verði ekki hækkuð á þessu ári. „Ég hef ítrekað sagt það og sagði það margoft fyrir kosningar að gjaldskrár yrðu ekki hækkað- ar á þessu ári og hækkanir á kom- andi árum yrðu skoðaðar miðað við verðlag.“ Dagur segir menn hafa kallað eftir upplýsingunum í næstum hálft ár og það sé ábyrgðarleysi af Hönnu Birnu að víkja sér undan því að birta borgarbúum mynd af stöðu fyrirtækisins. „Þetta er reikningur- inn fyrir stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu fjög- ur ár.“ Hann segist ekki treysta sér til að segja hvort væntanlegur meirihluti Samfylkingar og Besta flokks muni hækka gjaldskrána. Til þeirrar ákvörðunar þurfi gögn og réttar upplýsingar sem ekki hafi fengist. Þess má geta að matsfyrirtæk- ið Moodys mat horfur um lánshæfi OR neikvæðar í mars, meðal ann- ars vegna þess að gjaldskráin hafði ekki verið hækkuð. kolbeinn@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Catalinu Mikue Ncogo um eitt ár. Héraðsdómur hafði dæmt hana í tveggja og hálfs árs fangelsi en Hæstiréttur bætti ári við refsing- una. Catalina var ákærð fyrir man- sal, fíkniefnasmygl og vændis- starfsemi. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sýknu af mansali, þar sem mat héraðs- dóms á sönnunargildi framburð- ar konu sem kvað Catalinu hafa blekkt sig, haldið sér nauðugri hér og hafa neytt sig til að stunda vændi, gat ekki komið til endur- mats fyrir Hæstarétti. Sannað þótti að virtum gögn- um málsins og framburði vitna að Catalina hefði haft viðurværi sitt af vændi þriggja kvenna og haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferð- ismök við þær gegn greiðslu. Við ákvörðun refsingar leit Hæstirétt- ur til þess að Catalina hefði verið sakfelld fyrir að hafa haft atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið og staðið að innflutningi á töluverðu magni af hættulegum fíkniefnum. Var styrk- leiki þeirra mikill. Dómurinn taldi brotavilja Catalinu einbeittan og að hún ætti sér engar málsbætur. -jss Hæstiréttur sakfelldi Catalinu Mikue Ncogo fyrir vændi og kókaínsmygl: Þyngdi dóm yfir Catalinu um ár ÁR TIL VIÐBÓTAR Catalina Mikue Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 25° 23° 20° 27° 26° 19° 19° 23° 23° 25° 30° 33° 20° 26° 20° 15° Á MORGUN 3-8 m/s. SUNNUDAGUR Hæg breytileg átt eða hafgola. 12 14 14 13 17 18 13 16 10 16 11 15 7 4 4 4 3 4 5 5 6 4 18 20 20 14 15 15 18 20 15 18 13 13 14 HELGARHORFUR Þetta verður al- deilis fl ott helgi og þá sérstaklega um norðan- og austanvert landið þar sem eru horfur á bjartviðri báða dagana og miklum hlýindum. Við suð- urströndina verður hins vegar skýjað og líkur á úrkomu en á sunnudag verður væta um vestanvert landið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Vegna missagnar í umsögn Persónu- verndar var ranglega frá því sagt í Fréttablaðinu í gær að nýtt frumvarp gerði ráð fyrir heimildum til handa félagsmálaráðherra að rannsaka gögn ýmissa stofnana og fjármálafyrirtækja um einstaklinga, Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á fjárhagstöðu heimila í landinu. Hið rétta er að heimildin á að vera hjá efnahags- og viðskiptaráðherra sem leggur frum- varpið fram á Alþingi. LEIÐRÉTT Föðurnafn eins af meðlimum Óp- hópsins misritaðist í myndatexta í blaðinu í gær. Var Rósalind sögð Gunnarsdóttir en hið rétta er að hún er Gísladóttir. Í Fréttablaðinu á miðvikudag sagði að þrír unglingspiltanna sem eru í haldi yfirvalda grunaðir um yfir 80 innbrot í sumarbústaði væru af pólsku og slóvensku bergi brotnir. Hið rétta er að þeir eru af pólsku og slóvakísku bergi brotnir. ATVINNUMÁL Um þrjátíu manns bættust við á atvinnuleysisskrá á Þingeyri í dag eftir að Fisk- vinnslan Vísir sagði upp kaup- tryggingu hjá flestum starfs- mönnum sínum á staðnum. Ástæðan er lokun fiskvinnslunn- ar í sumar. Tilkynnt hefur verið að lokun- in standi í þrjá mánuði, en jafn- framt er óvíst hvenær fyrirtæk- ið tekur til starfa að nýju. Fiskvinnslan er stærsti vinnu- staðurinn á Þingeyri en fyrir- tækið er með höfuðstöðvar í Grindavík. Um tíu manns voru á atvinnu- leysisskrá á Þingeyri fyrir vinnslustöðvunina og eru þeir því um 40 sem eru án atvinnu á staðnum frá mánaðamótum. - shá Vísir lokar á Þingeyri: Atvinnuleysið fjórfaldaðist Segir að upplýsing- um hafi verið leynt Dagur B. Eggertsson segir að upplýsingum um hækkunarþörf OR hafi verið leynt fyrir borgarbúum. Rangt segir Hanna Birna og segir málin oft hafa verið rædd. Stjórnarformaður segir gjaldskrá verða að hækka til að ná markmiðum. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur telur að lág arðsemi og óbreytt gjaldskrá standi fyrirtækinu fyrir þrifum þegar leitað hafi verið eftir nýju lánsfé, bæði innanlands og utan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HERMÁL Franska kafbátaleitar- skipið Latouche-Tréville leggur að höfn í Reykjavík á morgun. Skipverjar munu taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadags- ins á sunnudag og verður skipið við bakka í Sundahöfn til þriðju- dagsins 8. júní, að því er segir í tilkynningu frá sendiráði Frakk- lands hérlendis. „Viðkoma þess í Reykjavík er hluti af venjubundn- um verkefnum þess á norðurslóð- um. Skipið er 139 metrar að lengd og vegur 4.800 tonn. Áhöfnin telur 248 meðlimi,“ segir í tilkynning- unni. Almenningi gefst kostur á að skoða Latouche-Tréville á sunnu- dag milli klukkan 14 og 18. - gar Kafbátaleitarskip í heimsókn: Frakkar fagna á sjómannadegi LATOUCHE-TREVILLÉ Franska herskipið sem kemur til Reykjavíkur á morgun. STJÓRNMÁL Það á strax að fara í breytingar til að ráðherrar gegni ekki þingstörfum sam- hliða ráðherradómi, heldur rými fyrir varamönnum sínum. Þetta er skoðun Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylk- ingar. Frumvarp um þetta liggur fyrir Alþingi, stutt meðal annars af þingmönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Sigríður segir við Vísi að hægt væri að færa ráðherra út af þingi strax í næsta mánuði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildi ekki svara fyrirspurn um þetta í gær. - kóþ Þingmaður Samfylkingar: Ráðherrar víki úr þingstörfum UMHVERFISMÁL Náttúrustofa Vest- urlands hefur fengið sérfræð- inga í landgræðslu til liðs við sig vegna fyrirhugaðra aðgerða gegn ágengum plöntum. Um sam- starfsverkefni við Stykkishólms- bæ er að ræða. Landgræðslan og Landbúnaðar- háskólinn munu mæla árangur mismunandi aðferða, Náttúru- fræðistofnun mun leggja til greiningu á loftmyndum og Háskóli Íslands mun standa fyrir rannsóknum á félagslegum þátt- um. - shá Náttúrustofa Vesturlands: Skera upp herör gegn illgresinu Guðlaugur G. Sverrisson segir, í bókun á stjórnarfundi OR á miðvikudag, að samþykkja eigi nýja þriggja ára áætlun sem geri ráð fyrir gjaldskrárhækkunum til að samþykktum markmiðum stjórnar verði náð. „Í desembermánuði sl. samþykkti stjórnin samhljóða stefnu stjórnar þar sem gert er ráð fyrir að veiturnar skili ákveðinni heildararðsemi eigna. Verulega skortir á að þessum markmiðum sé náð og þarf gjaldskrá miðlanna að hækka til þess að svo verði. Þá hefur komið fram að lág arðsemi og óbreytt gjaldskrá stendur fyrirtækinu fyrir þrifum þegar leitað hefur verið eftir nýju lánsfé bæði innanlands og utan.“ Telur lága gjaldskrá hamla lánum AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 03.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,0124 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,75 128,35 187,64 188,56 156,52 157,40 21,031 21,155 19,877 19,995 16,423 16,519 1,3779 1,3859 187,13 188,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Opið: Má. - Fö. 12 - 18 Lau. 11 - 15 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.