Fréttablaðið - 04.06.2010, Page 10
10 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR
Neutral vörurnar eru
viðurkenndar af Ofnæmis-
og astmasamtökum
Norðurlanda
Neutral í sátt við umhverfið
Með því að velja Neutral vörur með Svansmerkinu vottar þú umhverfinu virðingu þína.
Auk þess að vera umhverfisvænar eru Neutral vörurnar án litarefna, ilmefna,
bleikiefna og annarra aukaefna og vernda því viðkvæma húð.
Veldu Neutral fyrir þig, barnið þitt – og umhverfið
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
42
44
6
VIÐSKIPTI Arion banki leggur á það
mat í hverju máli fyrir sig hvaða
kostur sé heppilegastur þegar koma
á í verð eignarhlutum í fyrirtækj-
um sem bankinn hefur þurft að
taka yfir í þeim tilgangi að tryggja
fullnustu eigna.
Í viðtali við Markaðinn í vikunni
taldi Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar, orka tvímæl-
is algeng viðhorf innan bankanna
um að fremur bæri að selja fyrir-
tæki fjárfestum en að skrá þau
strax á markað. Arion banki hefur
þegar ákveðið að skrá eitt fyrir-
tæki í Kauphöll Íslands, verslunar-
fyrirtækið Haga. Berghildur Erla
Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi
bankans, segir ákveðnar verklags-
reglur hafðar til hliðsjónar þegar
kemur að sölu yfirtekinna fyrir-
tækja. Stefnt sé að því að selja eign-
arhluta í fyrirtækjum eins fljótt og
hagkvæmt er talið. Þá skuli stefnt
að opnu og gagnsæju söluferli og
jafnræði meðal fjárfesta. Hún
bendir þó á að í einhverjum tilvik-
um kunni hagsmunir fyrirtækis og
bankans að kalla á lokað útboð eða
annars konar fyrirkomulag.
„Til dæmis vegna ákvæða hlut-
hafasamkomulags eða samþykkta
um forkaupsrétt.“ Þá segir hún
ákvörðun um sölu á eignarhluta
fjármálafyrirtækis og aðferð við
sölu vera rökstudda og skráða.
- óká
ARION BANKI Bankinn hefur þegar tekið
ákvörðun um að skrá Haga á markað.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þegar ákveðið að skrá eitt af fyrirtækjum í meðförum Arion banka í Kauphöll:
Stefna að opnu og gagnsæju ferli
EFNAHAGSMÁL Verið er að kanna
hvort endurfjármögnun bank-
anna síðasta sumar stangist á við
reglur Evrópska Efnahagssvæðis-
ins (EES) og flokkist sem ólögleg-
ur ríkisstuðningur. ESA (Eftirlit-
stofnun EFTA) er nú með málið til
skoðunar.
Per Sanderus, fulltrúi ESA,
hefur fundað með ráðherrum
undan farna daga hér á landi. Þar
hefur þetta mál borið á góma og
Sanderus tekur fram að það sé
allsendis óvíst hvort svo sé hátt-
að. Svo geti farið að stuðningurinn
falli undir reglur EES.
„Endurfjármögnun bankanna
gæti fallið undir reglur um stuðn-
ing ríkisins, en það hefur ekki
verið ákvarðað enn. Ef svo er hefði
átt að sækja um leyfi til okkar og
við að úrskurða hvort þetta væri
löglegt. En það er ekki enn komið
að því. Stjórnvöld hafa tekið saman
útskýringar á því hvernig þessu
var háttað og hvaða skilyrðum
endurfjármögnunin var háð. Þetta
er mikið af upplýsingum sem við
förum núna yfir.“
Verði endurfjármögnunin metin
sem ríkisstuðningur þarf að meta
hvort hún sé engu að síður eftir
þeim reglum sem hann fellur
undir. Sé hún metin ólögleg fer
fram rannsókn á ferlinu sem getur
endað á því að gjörðin gengur til
baka og leysa þarf málefni bank-
anna upp á nýtt, eftir settum regl-
um.
Sanderus segir óljóst hvenær
málin skýrist. Það velti á gæðum
þeirra gagna sem stjórnvöld hafa
tekið saman um málið. Mjög mik-
ilvægt sé að ESA fái þær upplýs-
ingar sem á þarf að halda. Það
versta sem komið geti úr þessu sé
að endurheimta þurfi féð.
Sanderus hefur hitt nokkra ráð-
herra sem véla um þau málefni
sem tengjast EES. Þá hefur starfs-
fólk ESA fundað með starfsfólki
fjölda ráðuneyta.
Málefni Icesave hafa einn-
ig borið á góma í viðræðunum,
en ESA sendi íslenskum stjórn-
völdum nýverið bréf þar sem það
álit stofnunarinnar kom fram
að Íslendingar yrðu að standa
undir lágmarkstryggingu, 20.887
evrum, á Icesave-reikningunum.
Að öðrum kosti færi málið fyrir
dómstól EFTA.
Sanderus segir málið aðeins
lauslega hafa verið rætt, álit ESA
sé skýrt og nú sé svars íslenskra
stjórnvalda beðið. Þau hafa tvo
mánuði til viðbragða.
„Ef þeir þurfa lengri frest tökum
við það til athugunar, en nú erum
við að bíða viðbragða íslenskra
stjórnvalda við þessu bráðabirgða-
áliti okkar.“ kolbeinn@frettabladid.is
Skoða lögmæti
fjármögnunar
ríkisbankanna
Endurfjármögnun bankanna gæti flokkast undir
ólöglega ríkisaðstoð. Þá þarf að taka hana til baka
og vinna málið upp á nýtt. Þetta kemur fram í máli
fulltrúa ESA sem er staddur hér á landi.
PER SANDERUS Fulltrúi ESA segir að stofnunin hafi nú endurfjármögnun bankanna
til skoðunar. Teljist hún ríkisaðstoð hefðu íslensk stjórnvöld þurft að sækja um leyfi
fyrir henni, áður en af henni varð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LEIKUR SÉR Í RIGNINGUNNI Í Kína-
hverfinu í Havana, höfuðborg Kúbu,
lék þessi piltur á als oddi í rigningunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært rúmlega tvítuga konu
fyrir að ráðast á starfsmann fjöl-
skyldudeildar Akureyrarbæjar
og hóta henni lífláti.
Atvikið gerðist fyrr á þessu ári
á bílastæði á Akureyri. Konan
reif í hár starfsmannsins, hristi
hann og sló í andlitið. Þá henti
hún starfsmanninum utan í bif-
reið og henti svo í hann handfangi
sem sú ákærða hafði áður rifið af
hurð bifreiðarinnar. Starfsmað-
urinn gerir kröfu um skaðabætur
upp á hálfa milljón króna. - jss
Árás á bílastæði á Akureyri:
Hótaði starfs-
manni lífláti