Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 4. júní 2010 Niðurgreiddir bílar Margir virðast afar sann-færðir um að bílar og bensín séu afar skattpínd fyrir- bæri. Kannski ekki að ósekju. Þegar bensínlítrinn er greindur niður í krónur kemur vissulega á daginn að flestar þeirra enda hjá Ríkinu. Sömuleiðis hvíla fjölmörg gjöld á bílunum sjálf- um, vörugjöld, bifreiðagjöld og þungaskattar. Fljótt á litið virð- ast því hagsmunaaðilar bíleig- enda hafa nokkuð til síns máls. Ríkið skattpínir bíleigendur, en samt halda allir áfram að keyra. Fólkið hefur valið einka- bílinn. Í þessu öllu gleymist stund- um að bíleigendur fá allt vega- kerfið, með öllum sínum götum, vegum, brúm, mislægu gatna- mótum og göngum meira og minna endurgjaldslaust frá rík- inu. Vegakerfið er sósíalískt. Allir borga fullt og fá fullt til baka. Skattar vs. útgjöld En hvort skyldu tekjur af bílum og bensíni vera meiri eða minni en kostnaður samfélagsins af vegakerfinu? Sé til dæmis litið til ársins 2007 voru tekjur af vörugjöldum af bílum og bens- íni, olíugjaldi, bifreiðagjaldi og þungasköttum samtals 32,4 milljarðar. Útgjöld hins opin- bera til vegakerfisins námu samkvæmt Hagstofu Íslands 33,7 milljörðum. Á árunum 2000-2006 voru tekjur og útgjöld almennt líka svipað há. Sé litið til ársins 2008 námu sérstakir skattar af bílum og bensíni 28,5 milljörðum en eytt var í vegakerfið fyrir 44,6 millj- arða. Á sjálfu hrunárinu var því eytt 150 krónum fyrir hverjar hundrað sem komu inn. Á því eru vitanlega til skýr- ingar, bílainnflutningur lagð- ist af og fólk keyrði minna. Á sama tíma voru margar þeirra atvinnuskapandi aðgerða sem boðaðar voru oftar en ekki framkvæmdir sem einmitt sneru að uppbyggingu og við- haldi vegakerfisins, til dæmis endurgerð nokkurra gatnamóta í Reykjavík, sem eins og svo oft áður áttu að liðka fyrir umferð. Bílaumferð, vitanlega. Bíleigendur hafa sem sagt á undanförnum árum ekki lagt meira í sameiginlega sjóði sam- félagsins en það sem kostaði að byggja upp og reka þá vegi sem þeir keyra á. Óhagkvæm skattheimta Það er ekki þar með sagt að öll þau gjöld sem lögð eru á bíleig- endur séu skynsamleg. Vöru- gjöld á bifreiðar eru þannig fremur heimskulegur skattur. Þau gera það að verkum að dýrara er fyrir fólk að eignast nýjan bíl, sem oft er öruggari og umhverfisvænni en sá eldri, en það er ekki svo dýrt að keyra hann þegar hann hefur verið keyptur. Vörugjöld á bíla eru þannig álíka góð hugmynd í baráttu gegn bílaumferð og hlaðborð eru í baráttunni gegn ofáti. Það væri skref í rétta átt að leggja af vörugjöldin og inn- heimta þessar upphæðir einfald- lega í gegnum bensínið. Bens- ínskattar eru umhverfis vænir, þeir hvetja fólk til að draga úr akstri. Hins vegar hafa þeir sína vankanta. Þannig er til dæmis ekki mikill kostnaðar- munur á því að keyra Miklu- brautina í Reykjavík á háanna- tímum eða milli tveggja bæja í Skagafirði um miðja nótt. Þetta er þrátt fyrir að vegakerfið í fyrra tilfellinu hefur vart undan á meðan skagfirski vegfarand- inn er líklega sá eini á veginum. Til viðbótar hefur Reykvíking- urinn val um aðra ferðakosti, meðan sama verður ekki sagt um Skagfirðinginn. Það væri því rökréttast að rukka Skag- firðinginn um margfalt minna fyrir veganotkun hans. Bein afnotagjöld Ein leið til þess er að taka upp beina gjaldtöku, eins og í Hval- fjarðargöngunum, í mun meiri mæli en nú er gert. Hollend- ingar hafa farið enn aðra leið, þar verða menn rukkaðir fyrir hvern ekinn kílómetra, háð því hvar og hvenær sé ekið og á hvernig bíl. Skiljanlega geta menn haft áhyggjur af persónuvernd slíkra lausna en þau mál má leysa sé vilji til þess. Kostirn- ir við slíka gjaldtöku eru hins vegar gríðarlegir. Umferðar- teppur á háannatímum myndu snarminnka eftir því sem fleiri kysu að ferðast saman eða seinkuðu ferðum sínum. Vegakerfið mundi því nýtast miklu betur. Tillögur um hvers kyns bein afnot af vegakerfinu kalla ítrek- að fram á þau viðbrögð að verið sé að „refsa“ bíleigendum. Sú orðræða er furðuleg. Eru kvik- myndahúsin að refsa bíóáhuga- mönnum? Eru bókabúðir að refsa lestrarhestum með því að rukka fyrir bækur? Síðan hve- nær er það refsing að rukka fólk fyrir þá þjónustu sem það kýs að nýta sér? Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Bíleigendur hafa sem sagt á undan- förnum árum ekki lagt meira í sam- eiginlega sjóði samfélagsins en það sem kostaði að byggja upp og reka þá vegi sem þeir keyra á. Hafðu samband símiVerðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Stefnir - Ríkisvíxlasjóður. Góður kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf / 10% innlán Stefnir - Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlut- deildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. • Lifandi tónlist • Bjarni töframaður • Caterpillar Men • Hrynþokki Björns á Löngumýri á Hljómalindarreit og víðar Skoðum, verslum og njótum veitinga í Miðborginni okkar - þar sem hjartað slær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.