Fréttablaðið - 04.06.2010, Síða 21

Fréttablaðið - 04.06.2010, Síða 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég hef þessar gersemar í kringum mig og fæ hér allt sem hugurinn girnist, meira að segja jarðarber, enda versla ég við alla garðyrkju- bændur á svæðinu,“ segir Dagný Ólafsdóttir á Gistiheimilinu Grund á Flúðum þegar hún ber fram Flúðasalatið sem veitingastaður- inn hennar er þekktastur fyrir. Dagný og maður hennar, Kristinn Kristinsson, hafa rekið staðinn frá árinu 2007 og þar er vistlegt um að litast. Dagný er í eldhúsinu að leggja síðustu hönd á salatdisk og er beðin að lýsa því í orðum hvað á honum sé. „Ég byrja á að steikja kjúkl- ingabringu, kæli hana niður og sker í sneiðar eftir endilöngu. Svo blanda ég saman grænu og rauðu salati af ýmsum tegundum. Það er klettasalat, labello, blaðsal- at, spínat og það sem flottast er hverju sinni. Svo er ég með papr- iku, í þremur litum, niðurskorna í teninga og ristaðar furuhnetur. Þegar ég er búin að bunka salat- inu á diskinn, legg ég kjúklinga- sneiðarnar í píramída upp, set svo sneið af papriku ofan á og þar set ég venjulega heilsutómat, opna hann eins og blóm og set þar eitt jarðarber. Svo tek ég gúrku og sker hana einhvern veginn út, það er hægt að gera það á millj- ón vegu. Við leikum okkur með grænmetið, bæði með mynstrum og litum til að gera það enn meira fyrir augað. Að lokum dreypi ég balsamikgljáa frá Ítalíu yfir. Með þessu berum við fram brauð, sem búið er að hita í ofni, í nokkrar mínútur með hvítlaukssmjöri.“ Að þessum orðum sögðum vindur Dagný sér með diskinn út á hlað, þar sem ljósmyndarinn bíður eftir að smella af henni mynd. gun@frettabladid.is Leikur með grænmeti, liti, bragð og mynstur Vinsælasti rétturinn á matseðli Gistiheimilisins Grundar á Flúðum er Flúðasalat. Þar er litfagurt græn- meti úr heimabyggðinni í fyrirrúmi, brakandi og ferskt, ásamt steiktri kjúklingabringu. „Það kemur fólki á óvart hvað salatið er vel útilátið, ferskt og gott,“ segir Dagný sem kveðst líka framreiða lambafilet er njóti mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÝR FISKMARKAÐUR opnar í grænu ver- búðunum við Geirsgötu um helgina á Hátíð hafsins og verður hann opinn alla laugardaga í sumar. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is HUMARSÚPA rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Við mælum með Macon Chanes Domaine de Lalande með þessum rétti. Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður Perlunnar Nýr A la Carte 4ra rétta tilboðsseðill Verð aðeins 7.290 kr. Góð tækifæ risgjöf! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.