Fréttablaðið - 04.06.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 04.06.2010, Síða 24
 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR4 Það eru alltaf ánægjuleg tíðindi þegar ný húsbúnaðarbúð opnar í miðbænum enda eru þær ekki ýkja margar á svæðinu. Versl- unin Village, sem býður upp á sænskar vörur undir sama merki, opnaði á Laugavegi fyrir um tveimur vikum, og má þar finna alls kyns skemmtilega og sumarlega hluti fyrir heimil- ið. Miðbæjarröltarar gætu tekið fyrir þemað „húsbúnaður“ og þrætt þær verslanir sem bjóða upp á heimilisvörur. Af nokkrum verslunum má nefna Kokku, Borð fyrir tvo, Pipar og salt, Þorstein Bergmann, Kúnígúnd, Kirsuberjatréð og þar má einnig finna nokkrar antikverslanir. juliam@frettabladid.is Sumar í borg Stór hluti fólks eyðir sumrinu að mestu leyti innan borgar- marka. Fyrir þann hóp er ekki úr vegi að splæsa í eitthvað til að fríska upp á heimilið og færa það í sumarlegan búning. Sniðug leið frá Mode til að geyma ávextina. Skálin er steypt úr silíkoni. Kokka, Laugavegi 47. Verð: 5.950 krónur. Gulur Pronto bolli frá Kahla. Boll- arnir eru til í sextán mismunandi litum og bollar og undirskálar eru seld sér og því má leika sér við að blanda saman litum. Kokka, Laugavegi 47. Verð: 1.890 kr. Stórköflótt og skemmtileg gólfmotta frá Svíunum hjá Pappelinu. Ofin úr plasti og má skúra og setja í þvottavél. Kokka. Laugavegi 47. Verð: 12.900 krónur. Kaffibolli í stíl við ketilinn – með gyllingu. Borð fyrir tvo, Lauga- vegi 97. Verð: 4.100 krónur. Rósótt, bleik og sykursumar- sæt teketill. Borð fyrir tvo, Lauga- vegi 97. Verð: 9.200 krónur. Ægifagrir rósa- og blómahnúð- ar á skápa og kommóður. Borð fyrir tvo, Laugavegi 97. Verð: 490 krónur. Grænn og glaðlegur púði á garðstólinn eða stofusófann. Village, Lauga- vegi 70. Verð: 3.900 krónur. Sniðug hirsla sem hægt er að hengja upp – undir sólarvörnina eða hvað sem er. Village, Laugavegi 70. Verð: 1.900 krónur. Sumarfugl heim í stofu. Village, Laugavegi 70. Verð: 4.700 krónur. M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300 NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 9. JÚNÍ Sólgleraugu 2010 Ný sending af sólgleraugum verð kr. 1.500. Blómaskartgripir, eyrnalokkar, hringir og hálsmen. Kínaskór – margir litir – verð kr. 1.500. Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is Hvítar gallabuxur 3% stretch Kíkið á heimasíðuna okkar www.rita.is Opið frá kl. 11–19 í Smáralind Full búð af nýjum vörum Kjóll 7.990 kr. TAX FREE

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.