Fréttablaðið - 04.06.2010, Side 30

Fréttablaðið - 04.06.2010, Side 30
6 föstudagur 4. júní ✽ litagleði tíska Tískuverslunin Spúútnik á sérstakan sess í hjörtum margra Reykjavíkurbúa, enda hefur hún séð mörgum þeirra fyrir fallegum flíkum alla ævi. Í sumar verður verslunin 25 ára. Í tilefni af því var ákveðið að ráðast í að gera kynningarefni henni til heiðurs. Spúútnik fékk til liðs við sig ljósmyndarann Sögu Sig, en hún er á góðri leið með að verða eftirsóttasti tísku- ljósmyndari landsins. Einvala lið skrautlegs fagfólks þátt í myndatökunni. Stílisti var Hrafnhildur Hólmgeirsdótt- ir. Þeir Þorsteinn Blær Jóhannsson, betur þekktur sem Steini Díva, og Ísak Freyr Helgason, sem margir muna eftir úr þáttunum Nýtt útlit, sáu um hár og förðun. Hópurinn fór eins og hann lagði sig upp í Elliðaár- dal, heim til þeirra Nonna og Heiðars, sem margir hafa heimsótt og farið í ógleymanlegt „svett“ hjá. Nonni er listamaður og ber heimilið þess ríkulega merki, en þar er engan daufan blett að finna og ægir saman öllum regnbogans litum. Útkoman var vægast sagt brjálæðis- leg, gullfalleg og sumarleg, eins og þessi brot úr mynda- tökunni sýna. - hhs BLÓMASPRENGJA Nýjasti ilmurinn frá Viktor og Rolf, Flower Bomb, er léttur og ferskur og á vel við á sólríkum sumardögum þegar fuglarnir syngja og veröldin virðist vera sveipuð öllum regnbogans litum. SPÚÚTNIK AFMÆLISMYNDIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.