Fréttablaðið - 04.06.2010, Side 33

Fréttablaðið - 04.06.2010, Side 33
FÖSTUDAGUR 4. júní 2010 5 TÓNLISTARHÁTÍÐ verður haldin í Hveragerði um helgina undir heitinu Bjartar sumarnætur. Miðapantanir og miðasala fer fram í Bókasafninu í Hveragerði. „Við verðum um tuttugu eldsmið- ir á staðnum en þrír Svíar leiða hópinn. Þeir eru faglærðir eld- smiðir og vinna við eldsmíði dags daglega,“ segir Guðmundur Sig- urðsson sem skipuleggur hina skemmtilegu uppákomu á Safna- svæðinu á Akranesi. Eldsmiðirn- ir komu sér fyrir í gær en munu sýna gestum og gangandi hand- verkið fram á sunnudag. „Við ætlum að búa til munstur- stál líkt og notað er í samúræja- sverð, einnig kallað damaskus. Svo ætlum við að gera skúlptúr, smíða blóm og á laugardaginn ætlum við að vera með rauðablástur og búa til járn úr mýrarauða,“ segir Guð- mundur en sú aðferð var notuð af landnámsmönnum til að búa til járn í verkfæri og vopn. Sérstakur ofn hefur verið útbúinn fyrir verk- ið sem kynda þarf í sjö til átta tíma áður en hafist er handa. Guðmundur býður alla velkomna til Akraness um helgina til að kynna sér hið sérstæða handverk. Eldsmiðirnir verða að störfum frá klukkan níu að morgni og til sex á kvöldin. „Annars er stundum erf- itt að fá þessa menn til að hætta,“ segir Guðmundur hressilega. solveig@frettabladid.is Blásið í nýjar glæður Eldsmiðir, innlendir og erlendir, verða með smiðjur sínar á Safnasvæðinu á Akranesi fram á sunnudag. Þeir munu búa til munsturstál, skúlptúr og járn úr mýrarauða líkt og var gert á landnámsöld. Skemmtilegt er að fylgjast með eldsmið- unum að verki. Byggður var sérstakur ofn til að búa til járn úr mýrarauða líkt og gert var á landnáms- öld. MYND/ÚR EINKASAFNI ÞriðjudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 20% afsláttur af sængurfatnaði föstudag & laugardag. Yfir 40 tegundir af rúmfatnaði fyrir börn & fullorðna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.