Fréttablaðið - 04.06.2010, Qupperneq 42
26 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Kl. 22 í Rósenberg
Á bláum nótum kallast dagskrá sem
Kristjana Stefánsdóttir hefur sett
saman með samstarfsmönnum sínum
og flutt verður í kvöld og annað kvöld.
Með söngkonunni ástsælu koma fram
þeir Elvar Örn Friðriksson söngur,
Birgir Baldursson trommur, Róbert
Þórhallsson bassa, Ómar Guðjóns-
son gítaristi og Agnar Már Magnússon
Hammond orgel. Í söngvasafni kvölds-
ins eru blúsar og aðrir áráttusöngvar.
Rósenberg er við Klapparstíg.
> Ekki missa af
Í dag kl. 15 flytur Árni Heimir
Ingólfsson opinn fyrirlestur
sem nefnist Musikliv og
salmetradition i Island efter
reformationen. Með fyrirlestri
Árna Heimis hefst ráðstefnan
Mjúk málsnilld orðanna sem
fjallar um norrænar bók-
menntir sautjándu aldar og
haldin er á vegum Stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum og Skálholts.
Leiklist ★
Anna uppfinningakona
eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur sem einnig leikstýrði
Leikkona: Christine Carr Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Ljós:
Arnar Ingi Hugmyndavél smíðaði: Aðalsteinn Valdimarsson
Teskeið fyrir örvhenta
Í Frumleikahúsinu í Keflavík var einleikurinn „Anna uppfinningakona“
frumsýndur á þriðjudagskvöldið. Kristlaug María Sigurðardóttir leikstýrði hér
frumsömdum einleik með leikkonunni Christine Carr.
Í tæpan klukkutíma segir uppfinningakonan Anna okkur frá örlögum
sínum í glötuðu ástarsambandi sem var þó ekki ástarsamband, heldur
einhvers konar viðskiptasamband við Mörð milli þess sem hún kallaði á
Hörð eða næturvörð. Sagan um þessa stúlku sem kjörin er uppfinningakona
ársins þar sem henni tekst að finna upp teskeið fyrir örvhenta á líklega að
sýna okkur hvað það er erfitt að vera kona og uppfinningamaður í senn,
en var í sjálfu sér hvorki fugl né fiskur. Í upphafi birtist hún og segir okkur
frá bernsku sinni og samtali sínu við guð. Það atriði og hvernig hún lýkur
leiknum á svipuðum nótum eftir að vera búin að segja okkur sögu sína næt-
urlangt, var besti hluti verksins.
Hljóðmyndina gerði Elvar Geir Sævarsson og voru það einu mótleikarar
leikkonunnar og eini möguleiki hennar til að sýna einhver leikræn tilþrif.
Christine Carr er bæði skýrmælt og hefur góða líkamlega nærveru og gerði
allt sem hún gat til þess að trúa á söguna og koma henni á framfæri en þar
sem framvindan var svo laus við nokkra snúningsása var það ekki auðvelt.
Hún skellti á sig hjálmi og þurfti stóra hanska við sína vinnu, líklega í álveri,
enda var það agnarögn af áli sem varð til þess að henni tókst að finna upp
umrædda teskeið.
Vilji höfundar og leikstjóra hefur sennilega verið að sýna fram á bága
stöðu þeirra sem hafa ekki klíkur og gæja í liði með sér og er það alveg gott
og blessað og meira en nóg til þess að skapa leikræna spennu en aðferða-
fræðina vantaði hér. Kristlaug María hefur skrifað ýmislegt eins og til dæmis
hina stórgóðu Ávaxtakörfu þar sem henni tekst mjög vel að afmarka persón-
ur og smíða heilan heim og góða framvindu þannig að hún hefði átt að fá
einhvern fagmann í lið með sér til þess að gera leikgerð úr þessari smásögu.
En hvað sem öðru líður er nú ekki annað hægt en að dást að leikkon-
unni fyrir að hnökralaust fara með allan þennan texta og reyna að búa til
einhverja dramatíska spennu úr því að vera á næturvakt í óræðri verksmiðju
þar sem verið var að tappa hennar eigin uppfinningum af henni. Vonandi
fáum við fleiri tækifæri til þess að sjá leikkonuna á sviði því hún er sterk og
nærvera hennar spennandi. Hún beitir augum glettilega og þá sjaldan henni
rataðist eitthvað svolítið fyndið á munn átti hún salinn. Leikstíllinn var hins
vegar óskilgreindur, og oft erfitt að átta sig hvort það væri unglingur eða
áttræð kona sem talaði.
Menningarráð Suðurnesja og Reykjanesbær styrktu þessa sýningu.
Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Hvorki fugl né fiskur.
LEIKLIST Kristlaug María Sigurðardóttir frumsýndi nýjan einleik í Reykjanesbæ í
liðinni viku. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/
Starf Stúlknakórsins hefur
verið öflugt á liðnum vetri, en
þær hafa meðal annars sungið
með Frostrósum og haldið
jólatónleika í Hallgrímskirkju.
Í apríl síðastliðnum héldu
stúlkurnar ásamt Kramhús-
inu glæsilega stórsýningu í
Íslensku óperunni sem var
hluti af Barnamenningarhátíð
Reykjavíkurborgar og tóku þótt
í tónleikum Gunnars Þórðar-
sonar úr Vísnabókinni í Húsdýra- og fjölskyldu-
garðinum. Um fjörutíu stúlkur úr kórnum halda í
dag í tónleikaferð um landið: Í kvöld syngja þær í
Blönduóskirkju kl. 18 og á morgun verða þær með
tvenna tónleika: Í Akureyrarkirkju kl. 14 og í Húsa-
víkurkirkju kl. 20.30. Þar munu þær einnig koma
fram á sunnudag í messu kl. 11
á sjómannadeginum. Margrét J.
Pálmadóttir stjórnar kórnum af
miklum fögnuði.
Stúlknakór Reykjavíkur er
opinn stúlkum á aldrinum 5-20
ára, sem búa á höfuðborg-
arsvæðinu. Æfingar eru einu
sinni til tvisvar í viku og eru
þær aldursskiptar. Í maí fengu
þær heimsókn stúlknakórs frá
Hamborg í Þýskalandi og sungu
meðal annars með þeim í hvítasunnumessu í
Hallgrímskirkju. Einnig eiga þær von á frábærum
stúlknakór frá Berlín um miðjan ágúst. Það er
fjör hjá stelpunum og viðbúið að það verði mikið
sungið á leiðinni norður um land. Eins gott að
bílstjórinn sé söngelskur.
Syngjandi stúlkur
TÓNLIST Margrét J. Pálmadóttir sækir
heimabæ sinn með fríðu foruneyti um
helgina. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 4. júní 2010
➜ Tónleikar
18.00 Um 40 stúlkur úr Stúlknakór
Reykjavíkur undir stjórn Margrétar
J. Pálmadóttur, verða með tónleika í
Blönduóskirkju.
20.00 Íslenski tónlistarhópurinn
Njúton og bandaríski strengjakvartett-
inn The Formalist Quartet flytja Vortex
Temporum eftir Gérard Grisey í Íslensku
óperunni við Ingólfsstræti. Nánari upp-
lýsingar á www.listahatid.is.
20.30 Kórastefna við Mývatn 2010
stendur til 6. júní. Í kvöld munu Cop-
enhagen Girls Choir og Gradualekór
Langholtskirkju koma fram á tónleik-
um á Hallarflöt í Dimmuborgum. Nánari
upplýsingar á www.korastefna.is.
21.00 Jóhann G. Jóhannsson og
hljómsveit fara yfir
blúsferil Jóhanns
ásamt því að flytja
önnur vinsæl hans
á tónleikum í Saln-
um við Hamraborg
í Kópavogi. Tón-
leikarnir eru hluti
af Jazz- og blúshá-
tíð Kópavogs 2010.
Nánari upplýsingar
á Salurinn.is
22.00 Hvanndalsbræður halda
útgáfutónleika í Salthúsinu við Stamp-
hólsveg í Grindavík.
22.00 Söngkonurnar Esther Jökuls-
dóttir, Lára Sveinsdóttir, Soffía Karls-
dóttir og Þórunn Antonía Magnús-
dóttir flytja bestu lög Leonards Cohen
á tónleikum á Græna hattinum við
Hafnarstræti á Akureyri.
23.00 The 59’ers, Cliff Clavin og
Ultra Mega Technobandið Stefán
halda tónleika í Sódómu Reykjavík við
Tryggvagötu.
➜ Opnanir
20.00 Brynja Björnsdóttir og Sunna
Schram opna sýninguna Hér sé stuð-
Hálfvitinn í gallerí Crymo að Laugavegi
41a. Sýningin er opin alla daga kl. 13-18.
➜ Sýningar
Í Árbæjarsafni hefur verið opnuð sýning
á heimilistextil og öðrum prjónaverk-
um Evu Vilhelmsdóttur. Einnig hefur
þar verið opnuð sýning um stríðsárin
og áhrif styrjaldarinnar á mannlíf og
menningu í Reykjavík. Opið alla daga
kl. 10-17.
Árni Valur Axfjörð hefur opnað sýningu
á lágmyndum og skúlptúrum í Dauða
galleríinu að Laugavegi 19 (bakhús).
Opið alla daga nema sunnudaga kl.
13-18.
➜ Opið hús
Vinnustofa Gullkistunnar í Eyvindar-
tungu í Laugardal verður opin almenn-
ingi kl. 16-18 og mun listmálarinn Shar-
yn Finnegan sýna verk sín. Sjá nánar á
www.gullkistan.is.
➜ Bæjarhátíðir
Lista- og menningarhátíðin Bjartir
dagar stendur yfir í Hafnarfirði til 6.
júní. Tónleikar, myndlistarsýningar,
söngleikja- og leiksýningar
og margt fleira. Nánari
upplýsingar og dagskrá
á www.hafnarfjordur.is
➜ Dansleikir
Rokksveit Jonna Ólafs spilar á dansleik
í gamla kaupfélaginu við Kirkjubraut 11
á Akranesi.
➜ Dans
20.00 Ragnheiður S. Bjarnarson
sýnir dansverkið Kyrja í Norðurpólnum
við Norðurslóð á Seltjarnarnesi. Nánari
upplýsingar á www.midi.is.
➜ Leikrit
20.00 Leikhópurinn CommonNon-
sense sýnir verkið Af ástum manns og
hrærivélar í Kassanum, sýningarrými
Þjóðleikhússins við Lindagötu. Nánari
upplýsingar á www.leikhusid.is.
20.00 Þórunn Clausen flytur ein-
leikinn Ferðasaga Guðríðar eftir Brynju
Benediktsdóttur í Víkingaheimum við
Víkingabraut í Reykjanesbæ. Nánari
upplýsingar á www.midi.is.
➜ Ljósmyndasýningar
Hrönn Axelsdóttir hefur opnað sýningu
á ljósmyndaverkum á Kaffi Loka við
Lokastíg 28. Opið mán.-lau. kl. 10-18 og
sun. kl. 12-18.
Í Norræna húsinu við Sturlugötu
stendur yfir sýning sex íslenskra og
finnskra samtímaljósmyndara þar sem
gefur að líta myndbandsinnsetningar og
ljósmyndir. Opið alla daga nema mánu-
daga kl. 11-17.
➜ Síðustu forvöð
Sýningu Ólafar Nordal í Listasafni ASÍ
við Freyjugötu, lýkur á sunnudag. Opið
í dag og um helgina kl. 13-17. Enginn
aðgangseyrir.
Í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu
stendur yfir sýning á verkefnum
útskriftarnemenda Hönn-
unar- og handverksskóla
Tækniskólans en þar má
sjá verkefni í faggreinum
kjólasaums og klæðskurðar, gull-
og silfursmíði auk annarra verkefna.
Sýningu lýkur á sunnudag. Opið mán.-
fim. kl. 10-19, fös. kl. 11-19 og um helg-
ina kl. 13-17.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson
Drakúla og
Draugur
Group