Fréttablaðið - 04.06.2010, Page 47
FÖSTUDAGUR 4. júní 2010
Leikkonan Jessica Alba eyðir
aðeins um fimm mínútum í að
farða á sér andlitið á degi hverj-
um eftir að hún varð móðir. Hún
eignaðist dótturina Honor Marie
í júní 2008 og hefur haft í nógu
að snúast síðan. „Eftir að ég varð
móðir hef ég þurft að breyta
snyrtiaðferðum mínum,“ sagði
hin 29 ára Alba. „Ég hef lært
að gera marga hluti í einu og ég
farða mig bara á fimm mínút-
um. Mér finnst gott að geta notað
fingurna þegar ég er að farða
mig. Það sparar mér heilmikinn
tíma,“ sagði hún.
Förðun tekur
enga stund
JESSICA ALBA Leikkonan eyðir aðeins
fimm mínútum í að farða sig eftir að
hún varð móðir.
Axl Rose, söngvari Guns N´Ros-
es, hneykslaði um fimm þúsund
tónleikagesti í Ósló í Noregi á
þriðjudaginn þegar hann veif-
aði sænska þjóðfánanum til þess
að rífa upp stemninguna. Talað
er um að jafnfáránlegur atburð-
ur hafi ekki gerst á tónleikum
þar í landi í þrettán ár, eða síðan
hljómsveitin U2 festist inni í risa-
stórri sítrónu. Tónlistarrýnir dag-
blaðsins Aftenposten bætir við að
2010-útgáfan af Guns N´Roses sé
aðeins skugginn af því sem hún
var þegar hún var upp á sitt besta
fyrir um tuttugu árum.
Sænskur
fáni í Noregi
AXL ROSE Veifaði sænskum fána á tón-
leikum í Ósló við dræmar undirtektir.