Fréttablaðið - 04.06.2010, Page 50
34 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
7 DAGAR Í HM
Serbinn Bora Milutinovic hefur hingað til verið sá eini
sem hefur þjálfað fimm þjóðir í úrslitakeppni HM. Hann
þjálfaði fyrst Mexíkó á heimavelli á HM 1986 en síðan
Kosta Ríka 1990, Bandaríkin 1994, Nígeríu 1998 og loks
Kína 2002. Brasilíumaðurinn Carlos Alberto Parreira bætist
í hópinn á HM 2010 því hann þjálfar þá heima-
menn í Suður Afríku. Parreira hefur áður
stjórnað Kúvæt (1982), Sameinuðu Arabísku
furstadæmunum (1990), Brasilíu (1994 og
2006) og Sádí-Arabíu (1998) í HM.
Pétur Pálsson mun yfirgefa herbúðir Hauka í sumar og flytja búferlum
til Danmerkur. Sömu sögu er að segja af Andra Snæ Stefánssyni,
leikmanni Akureyrar, en þeir eru í nákvæmlega sömu stöðu; að elta
kærusturnar sínar sem ætla í skóla í Árósum.
„Kærastan er að fara í skóla í Árósum og ég ætla bara að
elta hana þangað,“ sagði Pétur en kærastan hans er einnig
leikmaður Hauka, Erna Þráinsdóttir. Hann og
Andri hafa verið í sambandi vegna flutning-
anna. „Ég hafði ekki hugmynd um að hann
væri að fara út líka fyrr en hann hringdi í
mig um daginn. Við höfum verið í sambandi
um þetta. Fyrst vorum við að skoða það að
fara kannski saman í eitthvað félag en það er
ekkert víst að svo verði og við erum í raun að
fara sitthvora leiðina í þessu,“ sagði Pétur.
Andri Snær fer á reynslu hjá úrvalsdeildar-
félaginu Århus GF í lok júlí. Þar mun hann æfa
með félaginu og vonast hann til að fá samning þar. Ef það gengur
ekki hafa forráðamenn félagsins sagst ætla að hjálpa honum að finna
annað félag á svæðinu. Pétur útilokar að fara til Århus GF.
„Þeir eru búnir að fá einhverja línumenn til sín og ég nenni ekkert
að fara þarna til að sitja á bekknum sem fimmti línumaður eða eitt-
hvað slíkt. Ég vil bara fá að spila. Það eru fleiri félög á svæðinu sem
ég er að skoða núna. Ég hef verið í sambandi við nokkur félög, sent
þeim myndbönd og annað slíkt. En hvort ég spila í úrvalsdeildinni
eða fyrstu deildinni verður bara að koma í ljós.“
Hann var að klára sveinspróf í húsasmíði og stefnir á að vinna í
Danmörku en vonast þó til að spila handbolta líka.
Haukar vildu halda línumanninum sterka en
hann ætlar ekki að skilja spúsu sína eina eftir
ytra. „Ég tek léttan Robba Gunn á þetta. Fór
hann ekki út með kærustunni sinni fyrst? Svo
er hann bara orðinn tvöfaldur Evrópumeistari og
ég veit ekki hvað,“ sagði Pétur
PÉTUR PÁLSSON FER FRÁ HAUKUM: BLÓÐTAKA FYRIR ÍSLANDSMEISTARANA
Eltir kærustuna til Árósa í ævintýraleit
MIKLABORG - ÖRUGG SALA - MIKLABORG - ÖRUGG SALA - MIKLABORG - ÖRUGG SALA - MIKLABORG
569-7000 | S íðumúl i 13 | www.mik laborg . is
Höfum fengið í einkasölu 900
fermetra glæsilegt húsnæði á
jarðhæð í þessu fallega húsi sem
hefur nýlega verið endurbyggt
á einstaklega glæsilegan hátt.
Staðsetning er mjög góð, skammt
frá miðborginni. Stór verönd
sjávarmegin. Húsið er klætt með
álklæðningu. Gler og stál er í
handriðum og lyftuhúsi.
Húsnæðið getur verið til
afhendingar fl jótlega. Á efri hæðum
hússins eru höfuðstöðvar CCP.
Góður fjárfestingarkostur.
Nánari upplýsingar veitir
Þröstur Þórhallsson löggiltur
fasteignasali í síma 8970634
eða throstur@miklaborg.is
GRANDAGARÐUR 8 - EINSTÖK FJÁRFESTING
VISA-bikarkeppni karla
Breiðablik - FH 2-4 (1-1)
1-0 Guðmundur Pétursson (71.), 1-1 Björn Daníel
Sverrisson (72.). FH vann eftir vítaspyrnukeppni.
Valur - Afturelding 2-1
0-1 Arnór Þrastarson (26.), 1-1 Haukur Páll
Sigurðsson (28.), 2-1 Viktor Unnar Illugason, víti
(84.).
Leiknir R. - Stjarnan 1-3
1-0 Aron Daníelsson (44.), 1-1 Halldór Orri
Björnsson, víti (73.), 1-2 Daníel Laxdal (76.), 1-3
Steinþór Freyr Þorsteinsson (90.+2)
Þróttur - Grótta 3-1
0-1 Elvar Freyr Arnþórsson (36.), 1-1 Halldór
Arnar Hilmisson (37.), 2-1 Andrés Vilhjálmsson
(69.), 3-1 Halldór Arnar Hilmisson (80.).
Haukar - Fjölnir 0-2
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson (17.), 0-2
Guðmundur Karl Guðmundsson (79.).
Víðir - Fylkir 0-2
0-1 Jóhann Þórhallsson (22.), 0-2 Tómas Þor-
steinsson (86.).
Grindavík - Þór 2-1
0-1 Nenad Zivanovic (6.), 1-1 Jósef Kristinn Jós-
efsson (85.), 2-1 Gilles Mbang Ondo (88.).
Keflavík - KS/Leiftur 1-0
1-0 Magnús Þórir Matthíasson (63.).
ÍA - Selfoss 2-1
1-0 Andri Júlíusson, 1-1 Davíð Birgisson, 2-1 Andri
Geir Alexandersson.
Vináttulandsleikir
Spánn - Suður-Kórea 1-0
1-0 Jesus Navas (87.)
Ítalía - Mexíkó 1-2
0-1 Carlos Vela (17.), 0-2 Alberto Medina (84.),
1-2 Leonardo Bonucci (89.).
Þýskaland - Bosnía 3-1
0-1 Edin Dzeko (15.), 1-1 Philipp Lahm (50.), 2-1
Bastian Schweinsteiger, víti (74.), 3-1 Bastian
Schweinsteiger, víti (77.).
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Rafael Benitez er hættur
sem knattspyrnustjóri Liverpool
en það var tilkynnt í gær. Benit-
ez tók við starfinu fyrir sex árum
en skrifaði undir nýjan fimm ára
samning fyrir rúmu ári.
Árangur liðsins á nýliðnu tíma-
bili var hins vegar langt undir
væntingum en Liverpool hafn-
aði í sjöunda sæti ensku úrvals-
deildarinnar og féll úr leik í riðla-
keppni Meistaradeildar Evrópu.
Liðið keppir í Evrópudeild UEFA
á næstu leiktíð.
Talið er að Benitez fái um sex
milljónir punda í starfslokasamn-
ing en hann átti þó rétt á mun
hærri upphæð samkvæmt samn-
ingi hans.
„Mér þykir það miður að til-
kynna að ég er að hætta sem knatt-
spyrnustjóri Liverpool. Ég vil
þakka starfsfólki og leikmönnum
fyrir þeirra vinnu,“ var haft eftir
Benitez á heimasíðu félagsins.
„Ég mun geyma í hjarta mínu þá
góðu tíma sem ég átti hér og þann
mikla stuðning sem ég fann fyrir
hjá stuðningsmönnum á erfiðum
tímum. Ég á engin orð til að þakka
ykkur fyrir öll þessi ár og ég er
stoltur yfir því að geta sagt að ég
var stjórinn ykkar.“
Nú þegar hafa nokkrir verið orð-
aðir við starfið. Þeirra á meðal eru
Martin O‘Neill, stjóri Aston Villa,
Roy Hodgson hjá Fulham og Guus
Hiddink sem nýverið tók við starfi
landsliðsþjálfara Tyrklands.
- esá
Rafael Benitez að hætta hjá Liverpool:
Ég var stjórinn ykkar
ÞAKKAR FYRIR SIG Rafa Benitez er á leið frá Liverpool eftir sex ár í starfi knattspyrnu-
stjóra. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Leikur Breiðabliks og FH
fór alla leið í vítaspyrnukeppni
þar sem FH hafðu betur. Gunn-
leifur Gunnleifsson var þar hetja
Íslandsmeistaranna en hann varði
þrjár síðustu spyrnur frá Breiða-
bliki, bikarmeisturum síðasta árs.
Leikurinn minnti helst á taktíska
og varfærnislega skák í byrjun
áður en bæði lið sóttu til sigurs.
Fyrri hálfleikurinn var bragð-
daufur og virtist vera sem hvorugt
liðið vildi taka áhættur. Guðmund-
ur Pétursson komst einn í gegn í
upphafi en skaut framhjá og Elfar
Freyr skallaði framhjá úr ágætu
færi áður en Gunnleifur varði vel
frá Alfreð Finnbogasyni. Ingv-
ar Kale varði svo vel frá Torgeiri
Motland í besta færi FH.
Guðmundur setti boltann svo
í mark FH en það var dæmt af
vegna rangstöðu. Það var rang-
ur dómur, Guðmundur var rétt-
stæður og því hefði markið átt að
standa.
Liðin skiptust á að sækja en
skorti að vanda sig betur upp við
mörkin. Leikinn vantaði sárlega
mark til að opnast en allt kom
fyrir ekki, markalaust í hálfleik.
Blikar byrjuðu seinni hálfleik-
inn betur og fengu nokkur fín
færi. FH-ingar áttu í vök að verj-
ast en stóðu vaktina með prýði.
Þeir ógnuðu lítið sem ekkert, Blik-
ar áttu miðjuna og voru sterkari á
öllum vígstöðvum.
Um miðbik hálfleiksins snerist
taflið við, FH byrjaði stórsókn og
besta færið kom þegar Atli Guðna-
son skaut í stöng. Aftur snerist
taflið við þegar Blikar komust
yfir eftir frábæra sókn. Alfreð og
Guðmundur náðu vel saman og sá
síðarnefndi setti boltann laglega
í markið þegar tuttugu mínútur
voru eftir.
Og næsta sókn FH mínútu síðar?
Björn Daníel Sverrisson setti bolt-
ann snyrtilega í hornið eftir send-
ingu Atla. Sóknirnar gengu á báða
bóga út leikinn og besta færið fékk
Alfreð þegar hann komst einn í
gegn þegar hálf mínúta var eftir.
Hann virtist ekki átta sig á að hann
væri ekki rangstæður og fór illa
með úrvalsfæri til að koma Blikum
áfram, en Gunnleifur varði vel.
Leiknum lauk með jafntefli og
því þurfti að framlengja. Leik-
menn virkuðu strax þreyttir og
klárir í tesopa eða Kópavogsdjús.
FH var sterkara en skapaði ekk-
ert. Ekkert var skorað í fyrri hálf-
leik en Blikar voru sterkari. Gunn-
leifur varði vel frá Arnóri Sveini
og Tommy Nielsen bjargaði frá-
bærlega með tæklingu á síðustu
stundu. Hann átti frábæran leik en
fékk sitt annað gula spjald undir
lok framlengingarinnar.
Vítaspyrnukeppnin var dramat-
ísk en FH-ingar misnotuðu fyrstu
tvær spyrnur sínar en fögnuðu að
lokum sigri þökk sé frammistöðu
Gunnleifs. hjalti@frettabladid.is
Gunnleifur sá um bikarmeistarana
FH komst áfram í VISA-bikar karla í gærkvöldi eftir sigur á Breiðabliki. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni
en Gunnleifur Gunnleifsson gerði sér þar lítið fyrir og varði þrívegis frá bikarmeisturum Breiðabliks.
BARÁTTA Alfreð Finnbogason og Tommy Nielsen berjast um boltann í leik Blika og
FH-inga í gær. Tommy fékk að líta rauða spjaldið síðar í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vítaspyrnukeppnin
Breiðablik - FH (1-1): 2-4
- Torger Motland Ingvar varði
2-1 Alfreð Finnbogason mark
- Atli Viðar Björnsson fram hjá
- Guðmundur Pétursson Gunnleifur varði
2-2 Björn Daníel Sverrisson mark
- Jökull Elísabetarson Gunnleifur varði
2-3 Matthías Vilhjálmsson mark
- Kári Ársælsson Gunnleifur varði
2-4 Atli Guðnason mark