Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 09.06.2010, Qupperneq 2
2 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR FANGELSISMÁL Fangar á Kvía- bryggju eru önnum kafnir við ræktunarstörf þessa dagana. Þeir hafa sett niður 200 kíló af kart- öflum. Í dag eða á morgun verð- ur hafist handa við að planta sjö til átta hundruð trjágræðlingum. Ræktun blóma er hafin og rósa- ræktun í bígerð. Þá er von á slatta af landnámshænum og öndum að Kvíabryggju. Eggin verða notuð við matseld. Þetta segir Geirmundur Vil- hjálmsson, forstöðumaður á Kvía- bryggju, sem ekki hefur setið auðum höndum að undanförnu. „Beitning í bala fyrir útgerðar- menn hefur dregist svo saman að við ákváðum að skapa okkur aðra möguleika til vinnu,“ útskýrir hann. „Við notum beitningaskúrinn fyrir hluta af forræktun græðlinga og blóma og ætlum svo að breyta fjárhúsinu á staðnum í gróðurhús. Við greiðum gjöld af þessum bygg- ingum og reynum því að nýta hús- næðið sem við erum að borga af og helst að selja matjurtir og blóm upp í þau útgjöld.“ Geirmundur hefur ýmsar hug- myndir í þessum efnum. Á hátíð- inni „Á góðri stund“ sem haldin er í Grundarfirði síðustu dagana í júlí ár hvert er hverfum bæjarins skipt niður í liti. „Ég er með hugmyndir um að rækta blóm í litum hverfanna og fara með flutningabíl sem við eigum inn í Grundarfjörð, setja upp sölubás og selja þar blóm, blómkál, rauðkál, gulrætur og kryddjurtir í kringum þessa hátíð,“ segir hann og bætir við að upp- skeran verði vonandi einnig nýtt í hinum fangelsunum í landinu. Og fleiri nýjungar eru á döfinni. „Við létum pl æg ja upp tvær stórar spildur fyrir okkar kartöflu- ræktun, sem við vonumst til að fá um 800 kíló upp úr í haust. Öspum hefur ver ið plantað með- fram annarri spildunni, sem er nokkurn spöl frá fangelsinu, til þess að hún líti út eins og eins konar skrúð- garður. Hugmyndin er að bjóða fólki í Grundarfirði að setja þar niður kartöflur. Þetta er hugsað til að tengja fangelsið betur við Grundarfjörð þannig að fólk fái jákvæða mynd af því sem fram fer hér. Á Kvíabryggju er bara venjulegt fólk.“ Loks stendur til að girða landareign Kvíabryggju af með 800 staurum sem sóttir hafa verið á Strandir og búið er að ydda. Skurðir utan nytjalands verða fylltir til að endurheimta fuglalíf. Moltugerð er hafin á staðnum og búið er að panta þrjátíu hænur og átta endur. jss@frettabladid.is Fangar rækta tré, matjurtir og rósir Fangar á Kvíabryggju eru búnir að setja niður um 200 kíló af kartöflum. Þeir munu planta 700 til 800 trjágræðlingum. Þeir rækta matjurtir og blóm og munu á næstunni girða landareign fangelsisins. Hænur og endur væntanlegar. GRÆN ATVINNUSTEFNA Þeir sem dvelja á Kvíabryggju hafa fengið mikinn áhuga á ræktun í kjölfar þeirrar grænu atvinnustefnu sem forstöðumaðurinn er að móta. Á myndinni er sýnishorn af starfi fanganna. BÍLAR Rispur koma í bílalakk ef aska er þurrkuð af bílum með tusku eða kústi, segir Özur Lárus- son, framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins. „Ef menn taka kúst og sópa af bílunum verða þeir mattir. Það verður að byrja á því að spúla vel af áður en bíllinn er þrifinn með svampi og sápulegi. Þannig draga menn úr hættu á því að búa til örfínar rispur í lakkið.“ Özur hefur ekki heyrt af mikl- um lakkskemmdum á bílum eftir öskufallið á höfuðborgarsvæðinu en segir ástæðu til þess að benda á hvernig best sé að þrífa bílana. „Askan er allt annars eðlis en ryk, hún rispar ef hún er þurrk- uð af bílum og menn eiga alls ekki að spara vatnið þegar verið er að skola bílinn.“ Özur bendir á að best sé að þrífa bílana strax að loknu öskufalli því komist vatn í öskuna og sól skíni á yfirborðið geti hún brennt lakkið. Annað sem bílaeigendur eigi að forðast sé að skola ösku af rúðum með rúðupissi og þurrkum, það rispi þær. Eins eigi ekki að skrúfa niður hliðarrúðurnar. Réttar aðferðir við öskuþrif skipta bílaeigendur máli, því fátt vegur þyngra í endursölu bíla en fallegt útlit, segir Özur. „Fólk skoðar frekar vel útlítandi bíla en þá sem eru illa farnir, þannig að þetta er góð leið til að passa upp á verðmætin.“ - sbt Mikilvægt að spúla bíla vel strax að loknu öskufalli: Lakk rispast ef aska er þurrkuð af bílum ÞAKINN ÖSKU Að ýmsu er að hyggja þegar aska er þrifin af bílum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HOLLAND, AP Samkvæmt skoðana- könnunum hefur Mark Rutte og Þjóðarflokkur hans besta mögu- leika á sigri í þingkosningum, sem haldnar verða í Hollandi í dag. Flokkurinn aðhyllist markaðsfrelsi og hefur sýnt innflytjendum tor- tryggni. Rutte hefur ekki útilokað að hinn umdeildi Geert Wilders, sem boðað hefur harða andúð á íslamstrú, fái sæti í nýrri ríkisstjórn. Stjórn miðju- og vinstriflokka, undir stjórn Jans Peters Balkan- ende forsætisráðherra, féll í mars eftir að samstarfsflokkur hans, Verkamannaflokkurinn, neitaði að fallast á framhald á veru hol- lenskra hermanna í Afganistan. - gb Kosið til þings í Hollandi: Hægri flokkum spáð sigri í dag MARK RUTTE OG JAN PETER BALKAN- ENDE Rutte gæti tekið við af Balkan- ende. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Svona á að þrífa ■ Skola bílinn vel með vatni. ■ Þrífa með sápuvatni og svampi. ■ Þerra varlega til að fyrirbyggja að dropar með gosefnum festist við yfirborðið og brenni það í sólarljósi. Ekki ■ Sópa af bílnum. ■ Skrifa stafi í rykið. ■ Nota rúðupiss til að hreinsa bílrúður. LÖGREGLUMÁL Fjórir rússnesk- ir hermenn hafa verið ákærðir fyrir þjófnað á greiðslukortum úr flaki pólsku flugvélarinnar sem hrapaði 10. apríl síðastlið- inn þegar Lech Kaczynski forseti Póllands og 95 aðrir létust. Hermennirnir notuðu að minnsta kosti eitt kortanna til að taka út jafngildi um 260 þúsund íslenskra króna. Hermennirnir voru á flugvelli rússnesku borg- arinnar Smolensk, sem er stutt frá staðnum þar sem flugvélin hrapaði. Þeir hafa játað sök. - mþl Þjófóttir hermenn: Rændu úr flugvélarflaki Birgitta, eruð þið svona fundvís í Hreyfingunni? „Okkur virðist takast mætavel að mæta vel.“ Þingflokkur Hreyfingarinnar er manna duglegastur að mæta á fundi þingnefnda. Birgitta Jónsdóttir er þingmaður Hreyf- ingarinnar. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur segir að 155 milljóna króna afsláttur sem félagið Rauðsól hafi fengið af 1.500 milljóna greiðslu vegna kaupa á 365 miðlum hafi í raun verið gjöf til Rauðsólar. Félaginu beri því að greiða 160 milljónir króna til þrota- bús Íslenskrar afþreyingar hf. – sem áður hét 365 hf. Hilmar Gunnarsson, lögmaður Rauðsólar (365 miðla), segir að dómnum verði áfrýjað. „Við telj- um að fullnaðaruppgjör hafi farið fram en ekki hafi verið tekið tillit til greiðslna sem fóru frá félaginu til Íslenskrar afþreyingar,” segir Hilmar. Rauðsól er félag sem stofn- að var í október 2008 og var að fullu í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. Félagið keypti í byrjun nóvember það ár alla hluti 365 hf. í félag- inu 365 miðlar sem sett var saman utan um fjöl- miðlahluta 365 sam- steypunnar. Auk þess sem Rauðsól yfirtók 4.400 milljóna króna skuldir með 365 miðl- um átti Rauð- sól að greiða 1.500 milljóna í pen- ingum. Af þeim voru greiddar 1.340 millj- ónir króna. Rauðsól hefur í dag verið sameinuð 365 miðl- um og nafni gamla móðurfélags- ins var breytt úr 365 hf. í Íslensk afþreying sem síðar fór í þrot. Það var skiptastjóri þess þrotabús sem stefndi Rauðsól (365 miðlum) fyrir dóm til að fá samningnum um áðurnefndan afslátt rift. Fyrirsvarsmenn 365 miðla sögðu að afslátturinn hefði byggst á því að staða félagsins við söluna til Rauð- sólar hefði verið verri en talið var. Því hafnar héraðsdómur. „Sömu lykilstjórnendur voru í báðum félög- um og sátu þeir stjórnarfundi og undirrituðu samninga þá er deilt er um í máli þessu. Það var því hluti af starfsskyldum þeirra og ábyrgð að byggja samninga sína á fullnægj- andi upplýsingum,“ segir í dómnum. - gar Héraðsdómur segir að taka beri aftur gjöf til félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem keypti 365 miðla: Dómi um greiðslu 160 milljóna áfrýjað JÓN ÁSGEIR OG INGIBJÖRG Ingibjörg er stjórnarformaður 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið. FERÐIR Þrjátíu danskir aðdáend- ur bókanna um Karitas, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur rithöfund, eru væntanlegir til Íslands í þess- um mánuði til að feta slóð Karitasar og hitta skapara hennar. Hóp- urinn ætlar til Sauðárkróks, Akureyrar, Siglufjarð- ar, Borgar- fjarðar eystri, í Öræfin og á Eyrarbakka undir danskri fararstjórn. Kristín Marja kveðst stolt af því að styrkja ferðaþjónust- una á Íslandi. „Það er alltaf gaman að binda saman bækur og landsskoðun og ánægjulegt að íslenskar nútímabókmenntir skuli draga fólk að.“ - gun / sjá allt í miðju blaðsins Danir ferðast á söguslóðir: Í spor Karitasar VINNUMARKAÐUR Hundruð opin- berra starfsmanna mótmæltu í gær í miðbæ Madrídar. Ástæð- an var boðaðar launalækkanir sem ná eiga til allra opinberra starfsmanna í landinu. Um er að ræða eina af aðgerðum ríkisstjórnar Jose Luis Rodrigu- ez Zapatero og sósíalistaflokks hans með það að markmiði að draga úr fjárlagahalla spænska ríkisins. Fjárlagahallinn var 11,2 pró- sent af landsframleiðslu í fyrra en stefnt er að því að lækka hann í áföngum niður í 3 pró- sent árið 2013. Verkalýðshreyf- ingin á Spáni óttast aðgerðir ríkisstjórnarinnar og íhugar að boða til almenns verkfalls ef þær reynast of harðar. - mþl Mótmæli í miðbæ Madrídar: Íhuga almennt verkfall á Spáni KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR GEIRMUNDUR VILHJÁLMSSSON SPURNING DAGSINS Fækkum þvottum, spörum raforku og vatnið sem er okkur svo kært. Hvítt og litað aldrei saman í þvottavélina? Það er nú liðin tíð! Lita- og óhreinindagildran dregur í sig umframlit og óhreinindi þvottarins. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur lengur af því að blanda saman litum. Allir litir saman í vélina. Prófaðu bara Þvoðu áhyggjulaus

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.