Fréttablaðið - 09.06.2010, Qupperneq 10
10 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
38
23
8
Staðgreiðsluverð kr. 26.250*
Ástæðan er einangrun á hraðastýringu og stór poki sem getur
tekið á móti óvenju miklu magni af örsmáum ögnum eins og
t.d. ösku. Einnig er hægt að fá ofnæmissíu í vélina. Parketbursti
að andvirði kr. 9.320 fylgir frítt með.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Öskudagar í Eirvík
Þú sparar
kr. 15.882
Fullt verð kr. 32.812
*Gildir á meðan birgðir endast.
Nýja S2120 ryksugan frá Miele hentar betur í öskuna en
flestar aðrar ryksugur
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…
VIÐSKIPTI Rekstrarhagnaður bresku
matvöruverslunarinnar Iceland
Foods nam 135,4 milljónum punda,
jafnvirði 25,6 milljarða króna,
í fyrra. Þetta er nítján prósenta
aukning milli ára og hefur hagn-
aðurinn aldrei verið meiri.
Iceland Foods selur ódýra
frysta matvöru og hún hefur átt
upp á pallborðið hjá Bretum í
kreppunni.
Baugur átti stóran hluta Iceland
Foods ásamt íslenskum fjárfestum,
svo sem Fons, félagi Pálma Har-
aldssonar. Skilanefnd Landsbank-
ans á nú fjörutíu prósent og viðbúið
að hún eignist 29 prósent fljótlega.
Skilanefnd Glitnis á tíu prósenta
hlut. Malcolm Walker, stofnandi og
forstjóri fyrirtækisins, og stjórn-
endur eiga afganginn.
Iceland Foods skilaði fyrri eig-
endum gríðarlegum arði. Árið 2007
fengu þeir 39 milljarða króna, það
var stærsta arðgreiðsla Íslands-
sögunnar.
Arður var ekki greiddur vegna
afkomunnar í fyrra en allar áhvíl-
andi skuldir voru greiddar upp.
Walker sagði í samtali við breska
fjölmiðla í gær vonast til að arður
yrði greiddur fljótlega. Í samtali
við netmiðilinn This is Money í
gær taldi hann verslunina verð-
mætustu eign Íslendinga. - jab
Breska frystivörukeðjan Iceland Foods skilar methagnaði í kreppunni:
Gætu átt von á milljörðum
KAMPAKÁTUR FORSTJÓRI Stofnandi og
forstjóri bresku verslunarinnar Iceland
Foods er ánægður með afkomuna.
BRUSSEL Fjármálaráðherrar Evr-
ópusambandsins hafa komið sér
saman um nýtt fyrirkomulag, sem
á að tryggja að fjárlög einstakra
ríkja á evrusvæðinu ógni ekki
fjármálastöðugleika alls evru-
svæðisins.
Eitt helsta nýmælið er að hvert
ríki þarf á hverju vori að kynna
megindrög fjárlaga næsta árs
fyrir bæði framkvæmdastjórn
sambandsins og ráði aðildarríkj-
anna, sem fá þá öll tækifæri til
að gagnrýna fjárlög hvers annars
áður en endanleg útgáfa þeirra er
samþykkt heima fyrir í hverju ríki
að hausti.
„Ríkisstjórn sem kynnir fjár-
lagaáætlun með miklum halla
þarf þá að réttlæta það gagnvart
samherjum sínum, í hópi fjármála-
ráðherranna,“ segir Herman van
Rompuy, forseti ráðsins, í yfirlýs-
ingu sem hann sendi frá sér að
loknum fundi fjármálaráðherr-
anna á mánudagskvöld.
Ráðherrarnir samþykktu einnig
að tekið verði fyrr í taumana þegar
fjármál einstakra ríkja stefna í
óefni, en ekki látið duga, eins og
hingað til hefur tíðkast, að grípa til
aðgerða þegar viðmiðunarmörkin
hafa þegar verið rofin.
Áður en nýja fyrirkomulagið
tekur gildi þarf leiðtogaráð sam-
bandsins að veita samþykki sitt.
Næsti fundur leiðtogaráðsins verð-
ur haldinn 17. júní. - gb
Evrópusambandið samþykkir gagnkvæmt eftirlit með fjárlögum evruríkjanna:
Drög fjárlaga kynnt fyrirfram
SAMGÖNGUR Vegatollar verða inn-
heimtir til að kosta tvöföldun Suð-
urlandsvegar, Vesturlandsveg-
ar og Reykjanesbrautar á næstu
fjórum árum verði frumvarp sem
samgönguráðherra mælti fyrir á
Alþingi í fyrrakvöld að lögum.
Lífeyrissjóðirnir munu lána
fyrir framkvæmdum sem nema
um sex til sjö milljörðum króna á
ári næstu fjögur ár. Stofnað verð-
ur opinbert hlutafélag til að halda
utan um framkvæmdirnar, sem á
að ljúka 2014.
Þessi aðferð er nauðsynleg þar
sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
(AGS) fellst ekki á að lán vegna
skuldbindinga við þessar fram-
kvæmdir verði færðar í bækur
ríkissjóðs, sagði Ásbjörn Óttars-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, við umræð-
urnar.
Fyrsta
umræða um
málið fór fram
á ellefta tíman-
um á mánudags-
kvöld. Í fram-
sögu Kristjáns
L. Möller sam-
gönguráðherra
kom fram að í
ár væri búið að
ákveða vegaframkvæmdir fyrir
11,5 milljarða króna en aðeins
fyrir 1,5 milljarða á næsta ári
og 500 milljónir árið 2012. Með
stofnun opinbers hlutafélags, sem
tæki til starfa í október í haust,
mætti auka framkvæmdir og örva
atvinnulífið.
Þrír þingmenn Sjálfstæðis-
flokks og einn frá Samfylkingu
ræddu málið við ráðherrann.
Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæð-
isflokki, taldi að það hefðu ein-
hvern tímann þótt mikil pólitísk
tíðindi að ríkisstjórn með aðild
VG, legði fyrir Alþingi frum-
varp um að innheimta veggjöld
af almenningi.
Anna Margrét Guðjónsdótt-
ir, Samfylkingu, og Ragnheiður
Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki,
gerðu athugasemdir við að reisa
ætti „tollmúra umhverfis höfuð-
borgina en láta aðra landshluta
njóta góðs af því að framkvæmd-
ir þar eru kostaðar af ríkissjóði,“
eins og Anna Margrét komst að
orði. Ragnheiður Elín nefndi að
kanna ætti möguleika á að inn-
heimta jafnframt veggjöld í Héð-
insfjarðargöngum og Bolungar-
víkurgöngum. Framkvæmdum
þar er að ljúka á kostnað ríkis-
sjóðs og án ráðgerðra veggjalda.
„Í mínum huga er það grund-
vallaratriði að gæta jafnræð-
is í þessum efnum,“ sagði Anna
Margrét, sem þó lýsti stuðningi
við frumvarp flokksbróður síns,
samgönguráðherrans: „Aðstæð-
ur eru nú með með þeim hætti að
við þurfum að styðjast við bjarg-
ráð sem eru ekki endilega efst á
óskalistanum.“ peturg@frettabladid.is
AGS bannar ríkinu að
taka lán í vegagerð
Stofnun opinbers hlutafélags sem tekur lán frá lífeyrissjóðum og innheimtir
síðan vegtolla er eina leiðin til að ráðast í vegaframkvæmdir á næstu árum.
Rætt um „tollmúra umhverfis höfuðborgarsvæðið“ á Alþingi í fyrrakvöld.
SUÐURLANDSVEGUR Ríkið mun leggja fram 20 milljónir í hlutafélag sem á að stofna
1. október og síðan á að ráðast í framkvæmdir fyrir 6-7 milljarða á ári næstu ár með
lánsfé frá lífeyrissjóðunum. Önnur leið er ekki fær vegna skilyrða Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, segir þingmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KRISTJÁN L.
MÖLLER
ÁKVÖRÐUN KYNNT Olli Rehn, fram-
kvæmdastjóri efnahags- og peninga-
mála, ásamt Elenu Salgado, fjármála-
ráðherra Spánar, og Michel Barnier,
framkvæmdastjóra innri markaðs og
þjónustu. NORDICPHOTOS/AFP