Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 09.06.2010, Qupperneq 22
 9. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● brúðkaupsgjafi r Brúðhjón ættu ekki að verða svik- in af því að fá gistinætur á hótel Glym í brúðkaupsgjöf enda var hótelið nýverið valið besta hótel- ið á Íslandi af ferðavefnum www. TripAdvisor.com, sem er einn sá stærsti og virtasti í heimi. Þar gefa gestir álit sitt á gististöðum vítt og breitt um heim og hafa þeir gefið hótelinu frábæra um- sögn og mun vera sjaldgæft að þeir séu jafn sammála. „Þetta er frábær viðurkenn- ing fyrir okkur og skiptir miklu máli nú á tímum. TripAdvisor er okkar mikilvægasta mark- aðstæki enda er varla til sá er- lendi ferðamaður sem ekki hefur skoðað síðuna,“ segir Hansína B. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Glyms. Hótelið býður upp á sérsniðna pakka fyrir brúðhjón sem geta eytt brúðkaupsnóttinni í tveim- ur mismunandi lúxussvítum eða í glæsilegu nýbyggðu lúx- ushúsi. Svíturnar eru sérstak- lega skreyttar og er að finna óvæntar gjafir á herbergjunum. Í lúxushúsinu, sem hefur feng- ið nafnið Unaðssteinn, er lögð áhersla á rómantík og dekur fyrir þá sem gera miklar kröf- ur. Húsið er sérstaklega hannað fyrir brúðkaup, brúðkaupsferð- ir, brúðkaupsafmæli og fleira sem því tengist og er meðal ann- ars búið rauðum leðurhornsófa, listmunum, palli og einkapotti. „Erlendir brúðkaupsvefir hafa sýnt húsinu sérstakan áhuga enda eina húsið á Íslandi sem er sérsniðið fyrir brúðhjón,“ segir Hansína. Meðal annarra hugmynda má síðan nefna elskendapakka undir yfirskriftinni krydd og kossar sem brúðhjónin gætu nýtt þegar hægist um og hentar. Innifalið er gisting í herbergi með sjávar- sýn, fjögurra rétta máltíð, slopp- ar, heitir pottar, morgunverður og ýmislegt fleira. - ve Gestir í brúðkaupi lögreglu- hjónanna Jóns Gunnars Sigurgeirssonar og Hjördísar Sigurbjartsdóttur gáfu list- sköpuninni lausan taum með- an á veislunni stóð. Málverk á heimili þeirra ber vott um það. Minningabók frá deginum er þeim líka mikils virði. Jón Gunnar er í vinnunni en Hjördís sýnir Fréttablaðsfólki fúslega mynd og bók sem hvort tveggja varð til að mestu leyti í brúðkaupsveislu þeirra hjóna 16. ágúst árið 2008. Hún segir þessa hluti þeim dýrmæta enda hafi þau málverkið uppi á vegg og skoði oft gestabókina. „Okkur finnst voða gaman að eiga myndirnar og rifja upp það sem fólk skrifaði,“ segir hún og lýsir því hvernig þetta varð til. „Við keyptum bara striga á blindramma í Söstrene Gröne og stilltum honum upp á trön- ur úti í einu horni salarins. Við vildum hafa ákveðna liti í verk- inu sem pössuðu inni hjá okkur og því voru bara þeir í boði,“ lýsir hún en vissi hún af listamönnum í salnum? „Nei, nei, en við fengum mann til að skerpa aðeins línur á eftir. Að öðru leyti vitum við ekk- ert hver gerði hvað en vonum að sem flestir hafi lagt hönd á plóg.“ Hjördís segir um 120 manns hafa komið í veisluna og byrj- að á að fara í myndatöku. „Það var einn í því að taka myndir fyrir okkur sem voru prentaðar út nánast jafnóðum og límdar á pappaspjöld. Ég hafði stimplað ramma á spjöldin og þar skrifaði fólk nöfnin sín við mynd- irnar og eitthvað meira ef það vildi. Það kom margt fallegt og skemmti- legt út úr því,“ segir Hjör- dís og tekur fram að text- inn hafi verið svolítið ólík- ur eftir því á hvaða tíma hann var skrifað- ur. Hvort fólk var nýkomið eða að fara. „Bókin er bæði gestabók og minningabók,“ segir hún og flettir bæði spjöldum og plast- vösum. Fremst stendur Brúðkaup 16. 8. 2008. Þarna eru líka sýnis- horn af boðskorti brúðhjónanna og servíettunum sem voru á borðum. Einnig ýmiss konar skreytingar fyrir utan ljósmyndirnar af gest- unum, nöfn þeirra, fyrirbænir og spaug. „Svo vorum við með ein- nota myndavélar á öllum borð- um og margt kostulegt birtist þegar búið var að fram- kalla þær,“ segir Hjördís brosandi. Greinilegt er að þeim hjónakornum og að- standendum hefur dott- ið margt sniðugt í hug til að varðveita minn- ingar um daginn og gleðina sem honum fylgdi. Hjördís stað- festir það. „Þegar maður ætlar bara að gera þetta einu sinni þá verður maður að vanda sig,“ segir hún brosandi. - gun Málverk og minningabók „Þegar maður ætlar bara að gera þetta einu sinni þá verður maður að vanda sig,“ segir Hjördís um brúðkaupsdaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hóte Glymur þykir besta hótelið á Íslandi samkvæmt ferðavefnum TripAdvisor.com. Rómantíkin svífur yfir vötnum. Dekur og gisting á besta hóteli Íslands Hvernig væri að gefa ævintýragjörnum brúðhjónum ferð um Suður-Grænland? Ferðafélag Íslands hefur lagt upp slíka ferð undir yfirskriftinni Í fótspor Þjóð- hildar og Eiríks og er hún sögð kjörin fyrir pör, vini og fjölskyldur. Um er að ræða ferð á eigin vegum sem hentar fólki sem kýs sveigjanleika og treyst- ir sér til að fylgja leiðarlýsingu og kortum á milli áfangastaða. Á suðurhluta Grænlands er að finna fjölbreytt- asta landslag Grænlands við fótskör Grænlandsjök- uls, stærsta jökuls heims. Mögnuð upplifun er því óhjákvæmileg. Flogið er frá Reykjavík til Narsar- suaq og er ferðalöngum sjálfrátt um ferðatilhögun innan vissra marka. Við komuna fá þeir í hendurn- ar allar nauðsynlegar upplýsingar og svo fyllsta ör- yggis sé gætt fylgir neyðarnúmer sem er hægt að hringja í allan sólarhringinn. Tvær leiðarlýsingar eru í boði en nánari upplýsingar er að finna á www. fjallaleidsogumenn.is. Ævintýraferð til Grænlands Farið er í ferðina á eigin vegum með ferðatilhögun frá Ferða- félagi Íslands meðferðis. Glösin sem gera góð vín betri www.fastus.is 580 3900 Síðumúla 16 Rauðvínsglas 55 cl. 1.295 Hvítvínsglas 40 cl. 1.195 Kampavínsglas 20 cl. 1.095

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.