Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 22
22 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Það eru margar ástæður til þess að mæla með því að kirkjan stilli sér upp við hlið réttlætisins og mæli með því að sömu lög gildi í landinu fyrir pör sem kjósa að ganga í hjónaband. Með því verð- ur aðgreiningu eftir kynhneigð aflétt. Margir hafa bent á að Þjóðkirkjan er aðili að alþjóðlegum kirkna samtökum, m.a. Lúterska heimssambandinu og Por- voo kirknasamfélaginu. Í þessum samtök- um er afstaða til málefna samkynhneigðra umdeild og víða mikil átök. Aðeins tvær kirkjur þar sem prestarnir eru vígslu- menn að lögum, þ.e. sænska kirkjan og Sameinaða mótmælakirkjan í Kanada, hafa samþykkt skilgreiningu ríkisvaldsins á einum hjúskaparlögum fyrir alla. Ef þjóðkirkjan er kjörkuð tekur hún sér stöðu með þessum kirkjum, mælir með einum hjúskaparlögum og gleðst yfir því að prestar hennar hafi heimild til hjóna- vígslu tveggja einstaklinga sem unnast. Við viljum áfram vera hluti hins alþjóð- lega kirknasamfélags en við viljum einn- ig standa vörð um boðskap kirkjunnar. Það er ekki sjálfsagt að vera í samfélagi kirkna sem neita að vígja konur til prests- þjónustu og jafnvel líta á það sem skilyrð- islausa kröfu að konur þegi á safnaðar- samkomum. En við látum okkur hafa það. Við verjum ekki valdníðsluna og óréttlæt- ið. Við stillum okkur upp við hlið systra okkar sem búa daglega við ranglætið og styðjum þær í baráttunni. Við þolum að vera í samstarfi við kirkjur sem fordæma samkynhneigð og líta á hana sem synd. Það er ekki til þess að sýna kirkjustjórn- um þar samstöðu. Við stillum okkur upp við hlið trúarsystra okkar og -bræðra sem þrá samfélag kirkjunnar og við tökum höndum saman um að búa þeim það rými sem þeim ber. Það var ýmislegt reynt til að hnekkja á Jesú. Það var líka lögð mikil áhersla á að breytingar væru hættulegar. Þannig var komið með veikan mann til Jesú á hvíld- ardegi til þess að kanna hvort hann myndi voga sér að brjóta boðið um að halda hvíldardaginn heilagan. Hvað gerði Jesús? Kallaði hann saman ráðgjafarþing sem svo vísaði málinu í nefnd? Nei, hann lækn- aði manninn og kenndi viðstöddum þá mikilvægu lexíu að hvíldardagurinn væri til fyrir manninn en ekki maðurinn fyrir hvíldardaginn. Þannig skulum við einnig leggja okkar lóð á vogarskálina við umfjöllun og afgreiðslu um ein hjúskaparlög. Munum að lögin eru sett til að vernda okkur öll en ekki til að mismuna. Kjörkuð kirkja Hjúskapar lög Arnfríður Guðmunds- dóttir Baldur Kristjánsson Sigrún Óskarsdóttir Sigurður Árni Þórðarson Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingar Æsingurinn ofan á „Málefnalega umræðu ofar æsingi“ var yfirskriftin á grein sem Unnur Brá Konráðsdóttir skrifaði á vefinn Deigluna árið 2004. Þar frábað Unnur sér pólitíska umræðu sem gengi út á neikvæð gífuryrði og svívirðingar. Umræðuna setti niður við slíkt og leiddi til þess að fólk „einfaldlega hættir að nenna að fylgjast með og taka þátt í pólitískri umræðu“. Evrópumál voru til umræðu á þingi í gær. Þar krafðist Unnur Brá þess að fjármálaráð- herra kæmi í veg fyrir að ESB tæki fyrir umsókn Íslands um aðild 17. júní næstkomandi. Það yrði svo niðurlægj- andi fyrir Ísland. Hvað heldur Unnur Brá að henni takist að laða marga að pólitískri umræðu með svona málflutningi? Nýr bíll Sagt var frá því í fréttum í gær að Orkuveita Reykjavíkur hefði keypt sjö milljóna króna glæsijeppa fyrir fjármála- stjóra fyrirtækisins, örfáum vikum áður en fréttir bárust af fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Bíllinn kvað vera hluti af umsömd- um fríðindum. 128,7 heimili Á vef Orkustofnunar má nálgast upplýsingar um raforkukostnað. Þar kemur fram að fyrir hundrað fermetra íbúð í Reykjavík hljóðar rafmagnsverð frá OR upp á 54.371 krónu á ári. Það þýðir að að það þarf árlega rafmagnsnotkun 128,7 heimila til að standa undir kaupum á bíl fjármálastjórans. Reykvíkingar geta hins vegar huggað sig við að eftir gjaldskrárhækkun þarf færri heimili að meðaltali til að standa undir bílakaupunum. bergsteinn @ fretta - bladid.is Ert þú 21 árs eða eldri? Viltu taka þátt í ævintýralegu verkefni í sumar? Viltu eignast 75 nýja vini allstaðar að úr heiminu? Hefur þú gaman af því að vinna með börnum og unglingum? CISV á Íslandi (Alþjóðlegar sumarbúðir barna, www.cisv.is ) leitar að sjálfboða- liðum til að taka þátt í því frábæra starfi sem fer fram í sumar frá 25.júní – 22.júlí. Einnig er laust fyrir stelpu/strák 17 – 18 ára í Seminar búðir sem haldnar verða í Lúxemborg þann 31.júlí – 20.ágúst. Nánari upplýsingar gefur Arnór Fannar í síma 693 7823 eða Halla í síma 692 6846. Nokkur sæti laus! G jaldeyrisskiptasamningur seðlabanka Íslands og Kína, sem undirritaður var í gær, markar að ýmsu leyti tíma- mót. Slíkir samningar hafa ekki verið gerðir við erlenda seðlabanka frá því fyrir hrun. Seðlabankar Bandaríkj- anna og Evrópu hafa til að mynda hafnað slíku. Skipt er á íslenzkum krónum og kínverskum júan, sem þýðir að viðskipti milli landanna þurfa ekki að fara fram í öðrum myntum, til dæmis dollurum eða evrum. Samningurinn léttir því þrýstingi af gjaldeyrisforða Seðlabankans og er líklegur til að efla viðskipti landanna. Í frétt Fréttablaðsins af samn- ingnum í gær sagði Gylfi Magn- ússon, efnahags- og viðskipta- ráðherra, að hægt væri að túlka hann sem traustsyfirlýsingu frá stórveldinu. „Það mat er augljós- lega að þeir treysta sér í svona samningsgerð,“ sagði hann. Samningurinn við Kína kemur sér vissulega vel. Hann siglir í kjölfar afar góðra samskipta ríkjanna undanfarin ár. Það hefur raunar vakið furðu margra, hversu jákvæð og mikil þau hafa verið. Kína hefur sýnt Íslandi áhuga og ýmsan sóma, sem er ekki alveg í samræmi við stærðarmun ríkjanna. Sendiráðsrekstur Kína í Reykja- vík er umfangsmeiri en annarra ríkja. Forseti landsins kom hingað í opinbera heimsókn 2002 og þess var vel gætt að engar óvæntar uppákomur kæmu honum úr jafnvægi. Háttsettir kínverskir emb- ættismenn, á borð við flokksritarann og aðstoðarseðlabankastjórann, sem hér voru í gær, hafa komið hingað til lands í stríðum straumum og íslenzkir stjórnmála-, kaupsýslu- og embættismenn, með forset- ann í broddi fylkingar, hafa sömuleiðis verið tíðir gestir í Kína. Aukinheldur hefur Kína stutt framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sýnt því meiri áhuga að semja við Ísland um fríverzlun en önnur EFTA-ríki eða Evrópusambandið, stutt endur- komu Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðið og þannig mætti áfram telja. Kína er upprennandi stórveldi og risamarkaður og sjálfsagt að hafa við það jákvæð samskipti og mikil viðskipti. Íslendingar mega þó ekki ganga að samningaborðinu alveg bláeygir og fagnandi þeim áhuga, sem stórveldið sýnir á að veita okkur skjól. Þar liggja að sjálf- sögðu hagsmunir að baki og fræg langtímasýn Kínverja, sem finnst hlægilegt að hugsa ekki nema eitt eða fimm ár fram í tímann. Ýmsir sérfræðingar hafa vakið athygli á því að Kínverjar vilji öðlast hér fótfestu ef og þegar siglingaleiðir yfir norðurheimskaut- ið opnast. Þá geti Ísland orðið mikilvægur staður fyrir umskip- unarhafnir. Slík stefnumörkun væri í samræmi við kínverska utanríkisstefnu undanfarin ár; Kínverjar hafa til að mynda gerzt umsvifamiklir í viðskiptum, fjárfestingum, þróunaraðstoð og stjórn- málatengslum víða í þriðja heiminum, augljóslega til að tryggja aðgang sinn að auðlindum og flutningum. Við megum ekki gleyma að Kína er ennþá miðstýrt harðstjórnar- og einræðisríki og stefna þess um aukin ítök á heimsvísu gengur að mörgu leyti út á að þau verði á kostnað vestrænna lýðræðisríkja. Það þýðir samt ekki endilega að áhugi Kínverja á Íslandi sé neikvæður. Hann getur til dæmis styrkt samningsstöðu Íslands í væntanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fleiri horfa til aukins mikilvægis norðurslóða en Kína. Aðstoð Kína við Seðlabankann kemur sér vel en þarf að skoða í ljósi hagsmuna stórveldisins. Í skjóli Kína? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.